Goðasteinn - 01.09.2008, Page 243
Goðasteinn 2008
Svala Guðmundsdóttir, Selsundi
Svala Guðmundsdóttir var fædd í Vestmanna-
eyjum 29. júní 1924. Hún var dóttir hjónanna
Mörthu Þórleifsdóttur og Guðmundar
Gíslasonar. Eldri bróðir hennar var Karl. Hún
ólst upp í Vestamannaeyjum og var henni alla
tíð hlýtt til eyjanna. A sumrin dvaldi hún hjá
skyldfólki sínu á Ytri-Sólheimum í Mýrdal.
Hún flutti ásamt foreldrum sínum að
Vegamótum á Seltjarnarnesi og sinnti um tíma
verslunarstörfum. Veturinn 1944-1945 var hún við nám í Húsmæðra-
skólanum á Hallonnsstað.
Sumarið 1947 kynntist hún Sverri Haraldssyni er hún var á bak-
pokaferðalagi með vinkonu sinni á Landmannaafrétti. Þau Svala og
Sverrir gengu í hjónaband 31. janúar 1948. Þau bjuggu fyrst hjá
foreldrum Sverris, þeim Haraldi Runólfssyni og Guðrúnu Laufeyju
r
Ofeigsdóttur í Hólum á Rangárvöllum, en hófu búskap í Selsundi
1951. Börn þeina eru í aldursröð: Guðrún, maki hennar er Guðlaugur
Hermannsson, Haraldur, maki hans er Hugrún Magnúsdóttir, Martha,
maki hennar er Snorri Aðalsteinsson, Guðmundur, maki hans er Guð-
björg Amadóttir. Lóstursonur Svölu og Sven'is er Guðmundur Gísla-
son, maki hans er Björk Rúnarsdóttir. Aður átti Svala dótturina Stein-
unni Þórleifu Hauksdóttur, maki hennar er Gunnar Benediktsson.
Kreppuárin í Vestmannaeyjum eru það umhverfi sem mótaði Svölu,
foreldrar hennar vom virkir í verkalýðsbaráttunni og mótuðu á þann
hátt réttlætiskennd hennar. Þetta eru hugsjónir sem hún hélt tryggð
sinni við og hélt áfram að víkka út og þróa, voru kvenréttindi henni
m.a. hugleikin á seinni árum. Svala var félagslynd og gestrisin enda
gestkvæmt alla tíð í Selsundi. Hún var bókhneigð og fróðleiksfús og
voru henni heimsbókmenntir kærar. Önnur áhugamál hennar vom m.a.
garðrækt og við heimili þeirra hjóna ræktaði hún fallegan garð þar
sem andstæður fengu að njóta sín, fíngerð blóm og harðgerð tré
umkringd steinum sem hún safnaði að sér. Hún unni handverki og
241