Goðasteinn - 01.09.2008, Page 245
Goðasteinn 2008
1952. Það sama ár urðu þáttaskil í lífi Teits er inn í líf hans kom Ing-
unn Kjartansdóttir úr Reykjavík, f. 24. maí 1923, og giftust þau þann
21. febrúar 1953. Var það upphaf langs og farsæls búskapar allt þar til
Ingunn andaðist árið 2000. Þeim varð tveggja bama auðið, þeirra
Brynjólfs og Margrétar. Ingunn kom með unga dóttur sína, Kristrúnu
Kjartans, að Flagbjarnarholti og gekk Teitur henni þegar í föðurstað og
reyndist henni sem besti faðir frá fyrstu tíð og bar þar aldrei skugga á.
Teitur var sérlega farsæll bóndi. Næm tilfmning fyrir gróðri og
skepnum var honum eðlislæg. A hans bestu manndómsárum voru bú-
skaparskilyrði að breytast í sveitum landsins og Teitur, jafn framfara-
sinnaður og hann var, beið ekki boðanna. Hann byggði upp af miklum
dugnaði og allt blómgaðist með snyrtimennsku og myndarskap. Hann
sá bú sitt vaxa, tún breiðast út og þriflegan fénað dreifa sér um haga.
Hann hafði yndi af skepnum sínum sem urðu fallegar og vel fóðraðar í
höndum hans.
Árið 1978 komu til liðs við hann í búskapinn Margrét dóttir hans og
fyrrverandi eiginmaður hennar, Valmundur Gíslason, og bjuggu þau
saman félagsbúi til margra ára.
Um það leyti sem Teitur dró sig í hlé frá búskapnum og seldi jörð-
ina árið 1998, hóf hann skógrækt. Skógarreiturinn sem hann nefndi
Vörður ber þess glöggt vitni að þar hefur verið unnið af aliið og natni.
Og þar byggði hann sér einnig hús þar sem þau hjón hugðust eyða
ellinni saman en það fór á aðra leið því Ingunn andaðist 4. september
árið 2000. Teitur bjó þar þó enn um sinn og sinnti hugðarefni sínu,
skógræktinni, á meðan kraftar og heilsa leyfðu.
Teitur var maður íjölskyldu sinnar og sveitar, eftirminnilegur
persónuleiki, maður gróandans, framsýninnar, þó fyrst og síðast hinn
lipri og ljúflyndi drengskapannaður sem öllum vildi gera gott.
Hann var alltaf óragur við að tileinka sér nýjungar. Framsýni hans
sást m.a. glöggt á því þegar hann árið 1987 tók þátt í því ásamt fleirum
að koma á fót fiskeldisstöðinni í Laugum og leiða hitaveitu til hús-
hitunar að Flagbjamarholti og fleiri bæjum í grennd.
Teitur var þeirrar gerðar af hafa mannbætandi áhrif í kringum sig.
243