Goðasteinn - 01.09.2008, Page 247
Goðasteinn 2008
Fæðingardagur Védísar Eddu, lýðveldisdagurinn, er í hugum ís-
lendinga tengdur fyrirheitum, sigrum og björtum framtíðarvonum.
Slíkar vonir voru vissulega einnig bundnar komu hennar í heiminn,
ekki síður vegna þess að ómskoðun seint á meðgöngu og frekari rann-
sóknir í kjölfar hennar höfðu vakið grun um vaxtarfrávik án þess að
vitað væri til fulls hvað amaði að. Strax í upphafi var því hafin löng og
stöng ganga erfiðrar reynslu hennar sem studd ómældri og skilyrðis-
lausri umhyggju foreldra sinna varð að sæta flóknum rannsóknum.
Framan af gáfu þær ekki óyggjandi niðurstöðu og um leið dafnaði
vonin í brjóstum hennar nánustu um að allt færi á besta veg þegar
óvissunni lyki. Sjálf dafnaði Védís Edda að vonum fyrsta kastið og
stráði um sig hamingju og stolti tjölskyldunnar, ekki síst systkina
sinna sem ætíð dekruðu við litlu systur, hlúðu að henni sem mest og
best þau máttu og báru hana á höndum sér. Hún var færð til skírnar í
Oddakirkju hinn E júlí 2005 og falin Frelsaranum Jesú Kristi á hendur
í trú og fyrirbæn fyrir lífi hennar, vexti, visku og náð í samfélagi við
hann í dýrðarfrelsi Guðs bama og saman vakti fjölskylda hennar og
ástvinir yfir velferð hennar til sálar og líkama.
Allt að einu bjó þó að baki efmn um framvindu heilsu hennar og
þroska sem með tímanum hægði á með þverrandi heilsu. Niðurstöður
ítmstu rannsókna lágu fyrir í maí 2006 þegar Védís Edda var á tólfta
mánuði ævi sinnar og gáfu til kynna að hún væri haldin afar sjald-
gæfum og banvænum efnaskiptasjúkdómi. Endurteknar rannsóknir
staðfestu þá niðurstöðu og því lá fyrir sá þungi dómur, að lífi hennar
yrði ekki bjargað. Hitt var ekki vitað, hve langur tími henni yrði
gefmn og á þeim tíma sem síðan leið hjá, kom lífsvilji og baráttuþrek
þessarrar litlu sálar öllum á óvart, og með jarðneskri nærveru sinni
laðaði hún fram vonir, birtu og trú á lífið meðal allra sem umgengust
hana.
Védís Edda var kærkominn þátttakandi í mörgum gleðistundum og
viðburðum í lífi íjölskyldu sinnar. Sem komabam ferðaðist hún með
foreldrum og systkinum um Fjallabaksleiðimar báðar og átti eftir-
minnilegar samvemstundir með fólkinu sínu í sauðburðinum hjá afa
245