Goðasteinn - 01.09.2008, Page 253
Goðasteinn 2008
árið 1876. Hún lést af völdum krabbameins frá ungum börnum árið
1929, aðeins 53 ára að aldri.
Jóni og Amdísi í Bollakoti varð 5 barna auðið en þau eru þessi í
aldursröð: Elstur var Ragnar, f. árið 1913, d. í feb. 1999, næstur er
Þorbjörn sem við kveðjum hér í dag. Sigurlaug, húsfreyja í Reykjavík,
f. árið 1916, ekkja eftir Hannes Ágústsson. Þau eignuðust tvö böm.
Hreiðar bóndi í Árkvörn í Fljótshlíð, f. árið 1918, síðast til heimilis á
Selfossi, var kvæntur Guðrúnu Sæmundsdóttur og gekk 8 börnum
hennar í föðurstað. Hann lést 1996. Þórunn húsfreyja í Reykjavík, f.
árið 1919, gift Sigurgeiri Guðmundssyni og eignuðust þau eina dóttur.
Hún eignaðist fnnm börn með fyrri eiginmanni sínum, Leifi Guð-
laugssyni. Fyrir átti Jón þrjú börn, Höllu, verkakonu í Reykjavík,
fædda 1898, lést 1993, móðir hennar var Svanhildur Jónsdóttir, og
með fyrri konu sinni átti hann synina Júlíus, trésmíðameistara í
Reykjavík, f. 1902, lést 1992, var kvæntur Rannveigu Guðjónsdóttur
og eignuðust þau ljögur böm, og Helga bónda í Bollakoti, f. 1904,
látinn.
Mikill missir hefur það verið ungviðinu í Bollakoti þegar móðirin
lést fyrir aldur fram. Við fráfall Arndísar leystist heimilið upp að hluta
því Þorbjörn var sendur í vinnumennsku að Hlíðarendakoti, þá rétt
fermdur, og Hreiðar nokkm síðar eða fljótlega eftir að hann fermdist.
Hin systkinin ólust upp í Bollakoti hjá föður sínum.
Eins og lög gerðu ráð fyrir fór ungviðið í Bollakoti snemma að taka
til hendinni á bænum þar sem það ólst upp við hefðbundin
landbúnaðarstörf þess tíma. Þorbjörn fór frá Bollakoti árið 1929, þá 14
ára gamall, að Hlíðarendakoti í vinnumennsku og átti þar síðan heimili
til vors 1950.
27. jan. árið 1950 kvæntist Þorbjörn Helgu Þórlaugu Sveinsdóttur
frá Grjótá. Hún var fædd 8. okt. 1925, dóttir Sveins Teitssonar og Vil-
borgar Jónsdóttur.
Vorið 1950 hófu þau Þorbjörn og Helga búskap í Litla-Kollabæ. Þar
bjuggu þau næstu 9 árin eða þar til þau tóku við búi á Grjótá árið 1959
af Ingunni systur Helgu og Kjartani mági hennar sem fluttu sig um set.
Þorbirni og Helgu varð fimm bama auðið en þau em þessi í aldursröð:
251