Goðasteinn - 01.09.2008, Page 254
Goðasteinn 2008
Ágúst, f. 27. apríl 1949, búsettur að Grjótá, Arnar, f. 14. maí 1952,
kvæntur Margréti Sigríði Jónsdóttur, búsett í Grindavík. Dætur þeirra
eru Helga Björg, f. 1980, Kristjana, f. 1982, sonur hennar er Jakob
Máni, og yngst er Jóna Birna, f. 1988. Þá kemur Ásdís, f. 23. ágúst
1955, búsett í Reykjavík, Ásrún, f. 3. mars 1957, búsett á Grjótá og
yngst er Ásta, f. 31. okt 1958, bóndi á Grjótá. Helga lést eftir
langvarandi veikindi 30. okt. 1992.
Alla tíð búnaðist þeim vel, hjónunum á Grjótá. Helga var dugandi
húsfreyja og móðir þrátt fyrir langvinn og erfið veikindi og margar
mislangar spítalalegur. Þorbjörn var harðduglegur og útsjónarsamur
bóndi, fyrirhyggjusamur og forsjáll. Hann var hagur smiður bæði á
járn og tré, smíðaði skeifur og lamir og það annað sem þörf var á.
Einnig var hann góður hleðslumaður á grjót og torf.
Svo sem títt var um unga menn hér um slóðir fór Þorbjöm til
fjölmargra vertíða í Vestmannaeyjum.
Þrátt fyrir skammvinna skólagöngu hafði Þorbjöm mikla ánægju af
lestri góðra bóka, einkum ættfræðitengdum og lagði sig oft til lesturs í
dívaninn sinn í stofuhominu. Hann var enda fróður um ættfræði og
þjóðfræði ýmiss konar.
r r
I árslok 1987 hættu þau Þorbjöm og Helga búsrekstri og Asta tók
við. Næstu fjögur ár voru þau heima á Grjótá en í febrúar 1992 fluttu
þau í litla íbúð á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Eftir aðeins nokkurra
mánaða dvöl þar veiktist Helga af þeim sjúkdómi sem ekki varð við
ráðið og lést eftir skurðaðgerð í október 1992. Það var Þorbirni þung-
bær missir.
Þorbjörn dvaldi á Kirkjuhvoli samfleytt í rúm 15 ár hvar hann naut
góðrar umönnunar. Hann andaðist þann 2. maí og var útför hans gerð
frá Hlíðarendakirkju 12. maí 2007.
Sr. Ömmdur Björnsson
252