Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Qupperneq 5
ÁVARP
JÓHANNS ÞORSTEINSSONAR
formanns íþróttabandlags Hafnarfjarðar
Allsstaðar þar, sem menning er á háu stigi,
er íþróttalíf í miklum blóma. íþróttafélögin
leggja sinn skerf til menningarmálanna á hverj-
um tíma og hverjum stað.
Hafið þið veitt því athygli, að gullaldarsaga
okkar er að mestu leyti íþróttasaga? Hafið þið
hugsað út í það, að þá stendur andleg menning
að mörgu leyti mjög Iiátt? Hafið þíð tekið eftir
því, að þó að saga gullaldarinnar sé að miklu leyti
vígasaga, þá eru drenglyndi og orðheldni í rneiri
metum ltöfð, en oft endranær. — Ég hygg að
íþróttirnar geri manninn kappsamari, glaðari og
nýtari mann í hvívetna.
Það er til margskonar félagsskapur með mis-
munandi markmiðum, allt frá litlum skemmti-
félögum til stórra félaga til framdráttar ýmsum
þjóðþrifamálum, hvort sem uni er að ræða góð-
gerðarfélög, sem vinna að einhverju tilteknu
verkefni, eða landsmálafélög, sem láta sér ekkert
óviðkomandi. — Með nokkrum rétti mætti segja,
að þjóðfélagið eigi allt undir þessum mörgu og
mismunandi félögum.
Flest þessara félaga beita starfsemi sinni útávið
til þess að koma fram einhverjum ákveðnum
málefnum, en hvernig það tekst, er mest undir
félagsmönnum komið.
En til eru líka félög, sem beina starfsemi sinni
inn á við, að félagsfólkinu sjálfu, og kappkosta
að þroska félaga sína í einhverju ákveðnu, eða
alliliða, og gera þá þar með liðtækari í hvert
j)að félagsstarf, sem síðar bíður þeirra, gera þá að
sem nýtustum Jrjóðfélagsborgurum.
lega og orðið hafnfirzkum íþróttamönnum til
sóma. Þeir hafa orðið öllum aufúsugestir vegna
framkomu sinnar.
Að lokum vil ég leyfa mér að þakka Haukum
fyrir vinsemd og sýndan sóma á ýmsan hátt um
leið og ég óska félaginu farsældar á íþróttasvið-
inu í framtíðinni.
Ben. G. Waage
Það er þetta, sem er verkefni íþróttafélaganna.
— Það er uppeldisstarf. — íþróttastarfið í félögun-
um er sjálfboðastarf, unnið af frjálsum vilja og
framkallað af heilbrigðri þörf eða löngun til
þroska og manndóms. Það er gleðilegur vottur
um vorhug unga fólksins, hvernig það flykkir sér
um íþróttafélögin og iþróttirnar, ekki vegna laga-
boða, heldur af frjálsum vilja.
Knattspyrnufélagið „Haukar“ minnist nú 15
ára afmælis síns. 15 ár eru ekki langur tími; ekki
hár aldur. Það er miðað við mannsæfina aðeins
bernskuárin. Eftir 15 ár hefur félagið fyrst náð
þeim aldri, sem maðurinn þarf, til þess að ná
fullum líkamlegum þroska.
Stofnendurnir vorn aðeins 13, en félagar eru
nú um 350. Ef vöxtur félagins yrði hlutfallsl. jafn-
mikill næstu 15 ár, ættu félagarnir að verða orðn-
ir um 7 Jnisund á 30 ára afmælinu. Ég er nú ekki
að spá neinu um Jrað, að svo muni verða, og þyk-
ir Jrað meira að segja tæplega sennilegt, en það er
Jrá vegna Jress, að afmælisbarnið hefur verið
óvenjulega bráðþroska. Og þó að félagið hafi nú
þegar margt vel gert og myndarlega, Jrá er það
von mín og vissa, að hvort sem það í náinni fram-
tíð vex meira eða minna að félagatölu, muni það
enn vaxa að afli og atorku, til gagns og sóma fyrir
sjálft sig og aðra, fyrir bæjarfélag sitt og ])jóð-
félag.
Ég ætla mér ekki að segja sögu félagsins, það
munu aðrir gera. En ég vil aðeins að síðustu
segja Jietta:
/ félaginu eru ennþá nær allir stofnendur þess
og surnir þeirra taka enn þátt i iþróttaœfingum
og kappleikum.
Þetta er stutt lýsing á félaginu, en hún segir
furðu mikið um Jrað.
Heill stofnendunum. Heill og heiður þeim og
félaginu fyrir þjóðnýtt starf.
Jóhann Þorsteinsson
AFMÆLISBL A tí H A U K A