Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Side 6

Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Side 6
ÁVA R P JÓNS MAGNÚSSONAR Þeir, sem fylgzt liafa með þróun íþróttahreyf- ingarinnar í Hafnarfirði síðustu árin, minnast þeirra félagssamtaka, sem mest og bezt liafa unn- ið í þágu æskulýðsins til eflingar andlegu og lík- amlegu atgervi og aukinni menningu félaga sinna. Fimmtán ára starfsemi Knattspyrnufélagsins Hauka hefur verið merkur og mikilvægur þátt ur í íþróttasögu Hafnarfjarðar. Félagið var stofn- að af ungum og áhugasömum æskumönnum, sem vildu sýna í verki, ásamt öðrum íþróttafélögum í bænum, að Hafnf irðingar væru ekki eftirbátar annarra landsmanna um íþróttaiðkanir og afrek. Haukar hafa á liðnum árum unnið marga og mikla íþróttasigra, einkum á sviði handknatt- formanns Fimleikafélags Hafnarfjarðar leikskeppninnar. Enda hefur félagið átt á að skipa ágætum handknattleiksliðum, bæði í flokki kvenna og karla. Hafa þeir flokkar borið hróður Hafnarfjarðar um land allt með sigrum sínum á íslandsmótum. íþróttafélögin hér í bæ heyja oft á tíðum harð- vítugar og tvísýnar íþróttaorustur. En þrátt fyrir Jrað eru íþróttamenn engir óvinir, aðeins and- stæðingar í drengilegri og prúðmannlegri íþrótta- keppni. Þeir takast í hendur áður en leikur hefst og hrópa sigurhróp hver f'yrir öðrum í leikslok. Þannig er framkoma sannra íþróttamanna og góðra drengja, þó að enginn sé annars bróðir í leik. Með jretta sjónarmið í huga gleðst ég og Fim- leikafélag Hafnarf jarðar yfir velgengni og sigrum Hauka á undanförnum fimmtán árum og óska þeim vaxandi þróttar og Jrroska á heillaríkri framtíðar- og framfarabraut. ÁVARP GRÍMS KR. ANDRÉSSONAR varaformanns Sundfélags Hafnarfjarðar Ég vil með fáum orðunr minnast 15 ára starfs Knattspyrnufélagsins ,,Hauka“. — Stofnendur „Hauka“ voru 13 drengir, sem flestir voru á ferm- ingaraldri. Þeir settu sér strax markmiðið hátt í íþróttum, enda er hægt að segja, að á Jressum liðnu starfs- árum þeirra hafi þeir eflzt að íþrótt og frægð. „Haukar“ hafa unnið marga sigra, og með íþróttastarfsemi sinni er óhætt að fullyrða það, að þeir hafa orðið bæjarfélagi sínu til sóma á liðnum starfsárum, og muni setja sér markið liátt að nýju. Nú telja ,,Haukar“ 350 meðlimi, stúlkur og pilta, svo að félagskraftar eru nægir fyrir hendi til starfa, enda eru llokkar félagsins margir, sem iðka íþróttir nú. íþróttir eru nauðsynlegar, Jrær gefa fyrirheit til handa þeim, sem iðka þær, drenglyndi og karlmennsku, enda hefur jtað 6 AFMÆLISBLAÐ H A U K A

x

Afmælisblað Hauka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælisblað Hauka
https://timarit.is/publication/1975

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.