Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Page 9

Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Page 9
ÁVARP JÓNS MATHIESENS 2. formanns IþróttaráÖs Hafnarfjarðar Þegar formaður Hauka bað mig að skrifa eitt- hvað í afmælisblað félagsins um kynni mín af hafnfirzkum íþróttamálum, datt mér í hug, að gaman væri að rifja upp, hvernig við, nokkrir unglingar í Hafnarfirði, komum upp íþróttavelli, sem ávallt hefur verið notaður síðan. Við vorum ekki margir, er stofnuðum Knatt- spyrnufél. 17. júní, aðeins 12 að tölu, — ársgjald kr. 1,00. Við komumst brátt að raun um, að ekki var hægt að stunda íþróttir án þess að hafa íþróttavöll, og var íþróttavallarmálið tekið fyrir á félagsfundi 29. sept. 1919 og þá kosin þriggja manna nefnd til að tala vil sýslumann. Þessir hlutu kosningu: Jón Mathiesen, Jakob Sigurðsson og Friðgeir Sigurðs son. Var svo málið til athugunar hjá nefndinni þar til hún kallaði stjórn félagsins til skrafs og ráðagerða. Þar kom fram tillaga um að bjóða Knattspyrnufélaginu Framsókn að vera með í fyrirhugaðri íþróttavallargerð á vori komanda. Var þá bréf sent til Framsóknar og þetta tilkynnt. Hinn 28. febrúar 1920 kom þá íþróttavallar- nefnd saman í fyrsta sinn og skipti með sér verk- um. Var Jón Mathiesen form., Friðgeir Sigurðs- son ritari, Sig. T. Sigurðsson gjaldkeri. Var þá skrifað bæjarstjórn og sótt unr lóð undir íþrótta- völl — á Hvaleyrarholti, því að þar var þá eini staðurinn, sem hægt var að fá. Litlu síðar var okkur útliluað landi, að stærð 15.600 nr2, endurgjaldslaust frá bæjarstjórn. Staður þessi er hinn fegursti hvað útsýn snertir, en nokkuð er þar veðrasamt. Nú var grettistaki að lyfta, því 4. júní 1920 höfðum við ákveðið að byggja völlinn og sam- þykkt að taka tilboði frá Sigurgeiri Gíslasyni o. fl. um að gjöra völlinn fyrir kr. 1850,00, en það var stór peningur þá. Var nú hafizt lranda um að ná þessum pening- um og stóð Árni Mathiesen fyrir því áhlaupi og yfir farinn veg og gert sér glæsilegar vonir um framtíðina, ef áfranr er stefnt í sama anda og unn- ið hefur verið í að undanförnu. Mér hefur yfirleitt verið óblandin ánægja að fylgjast með starfsemi Knattspyrnufélagsins „Ilaiika" frá því er hinn fámenni hópur ungra drengja hóf merkið fyrir 15 árum. Þau árin, sem ég var formaður íþróttaráðs Hafnarfjarðar, átti ég að sjálfsögðu allmikil samskipti við stjórnend- ur félagsins. Á ég margs góðs að minnast frá þeirri samvinnu, sem mér er Ijúft og skylt að þakka, um leið og ég óska félaginu velfarnaðar og vaxandi gengis á ókomnum árum. Fyrir nokkrum árunr minntist Örn Arnarson skáld merkisafmælis eins hins öflugasta og ágæt- asta félags á þessu landi með snjöllu kvæði. Þar eru meðal annars þessar ljóðlínur: Ykkar sveit í sókn og vörnum sveigði ei af braut. Eina stund þótt andstætt blési, aðra kjörbyr hlaut. Sá er háttur hetjulundar, hvað sem féll í skaut, veiklast ei í velgengninni, vaxa í hverri þraut. Ég vil enda þessar línur með þeirri ósk, að Knattspyrnufélagið „Haukar“ megi ætíð í ríkum mæli eiga þá hetjulund, sem skáldið hér kveður um. Þá mun þetta efnilega félag á ókomnum tíma sífellt eflast til rneiri manndóms, meiri menningar og rneiri þroska. Kjartan Ólafsson A F M Æ L IS B L A Ð H A U K A 9

x

Afmælisblað Hauka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afmælisblað Hauka
https://timarit.is/publication/1975

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.