Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Page 13

Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Page 13
lagsmenn, er í blaðið rituðu, voru allir langt inn- an við tvítugsaldur. Er óhætt að fullyrða, að meg- intilgangi blaðsins liafi verið náð. Árið eftir boð- uðu Haukar til almenns borgarafundar, þar sem íætt skyldi um íþróttamál bæjarins. Á þennan fund var bæjarfulltrúum boðið, auk þess skóla- stjórum og kennurum skólanna hér. Á þessum fundi, sem var mjög fjölsóttur, má segja að fyrsta skrefið í sundlaugarmálinu hafi verið tekið, því að þá snemma á árinu var skipuð sérstök nefnd, til að undirbúa það mál.. 3. Vorið 1933 réðu Haukar nýjan kennara í knatt- spyrnu. Var það Halldór Árnason úr Val í Reykja- vík. Halldór var áhugasamur félagi í Val; hafði hann iðkað knattspyrnu um nokkurt skeið og var í fyrsta liði Vals, sem vann íslandsmótið, en það var árið 1930. Haukar voru ákafir aðdáendur Vals, og mér er ekki grunlaust um það, að flestir okkar hafi litið á Val sem stóra bróður, því bæði félögin voru stofnuð innan K.F.U.M., og þótti okkur Jdví mjög ánægjulegt, að Haukar skyldu fá knattspyrnukennara úr Val. Halldór mætti á hverri einustu æfingu félagsins um sumarið og var auk Joess viðstaddur flesta kappleiki þess, því þá um sumarið var oft keppt við félögin í Reykja- vík. Öllum eldri félögunum eru æfingarnar frá Jressu surnri minnisstæðar og allur sá tími, er Hall- dór kenndi hjá félaginu. ÖIl þau ár, sem hann kenndi hjá Hakum, þáði hann engin laun fyrir kennsluna, og árangur kennslu hans var ómetan- legur. Halldór lézt árið 1940 af afleiðingum slyss, er hann varð fyrir, þegar hann var að gegna störf- um sínum í Slökkviliði Reykjavíkur. Haustið 1933 réðu Haukar í þjónustu sína Baldur Krisl jónsson leikfimiskennara, sem þá var nýútskrifaður frá Iþróttaskólanum á Laugar- vatni. Baldur er rnjög góður kennari og hefur hann kennt hjá Haukum nokkra vetur síðan og er nú í vetur kennari félagsins, og vænta félags- menn góðs árangurs af kennslu hans. 4. Næstu árin dofnar heldur yfir félaginu, og er J^að einkum á sumrin ,sem starfsenri félagsins dregst saman, því þá má segja að unga fólkið Jryrpist úr bænum í atvinnuleit, og fara Haukar ekki varhluta af því, Jjar sem langflestir félagarn- ir eru verkamenn og sjómenn. Hins vegar var skennntilegt félagslíf á vetrum. Hermann Guðmundsson hafði Jjví hlutverki að gegna að vera formaður félagsins Jressi erfiðu ár, og það'fullyrði ég, að ef hans hefði ekki notið, þá væri Haukar ekki að minnast afmælis síns nú. Á þessum árum stundaði Hermann sem fleiri sjó- inn á sumrum, en er heim kom á haustin, Jrá tók liann til óspilltra málanna og hlífði sér lítið við þau störf. Stjórninni var augljóst, að eitthvað þurfti að gera, til að örva íþróttalífið í bænum. Hér í bænum hafði t. d. lítið borið á að stúlkur iðkuðu íþróttir, en seinni hluta ársins 1937 fór að vakna almennur áhugi á j>ví, að stofnaður væri kvennaflokkur innan Hauka. Stjórnin var þess fullviss, að ef Jrað yrði gert, þá myndi félagslífið taka miklum breytingum til batnaðar, og þess vegna boðaði hún til fundar með nokkrum stúlk- um í bænu m, er áhuga höfðu á þessu máli. Á þessum fundi voru mættar 11 stúlkur og var af þeirra hálfu kosin nefnd til að uindirbúa stofnun flokksins. Þann 19. janúar 1938 var haldinn stofnfundur flokksins og gengu þá 18 stúlkur í hann. Þ. 4. febrúar er svo haldinn framhaldsstofnfundur og gengu þá 23 stúlkur í flokkinn. Þetta ár hafði byrjað vel með stofnun kven- flokksins, og hefjast innanhússæfingar bæði hjá stúlkum og piltum í febrúar. Æfinagr eru vel sóttar, félagslíf með afbrigðum gott. Þá eru einnig leiknir nokkrir handknattleiksleikir, bæði hjá III. FI.OK.KUR 1932: Efri röð frd v.: Hallgrímur Steingrímsson, Guðmundur Atlason, Jóhannes Einarsson, Karl Auðunsson, Páll Guð- jónsson, Arnlaugur Sigurjónsson. Fremri röð frá v.: Gunnar Guðmundsson, Olafur Sveins- son, Sigurjón Guðmundsson, Helgi Vilhjálmsson, Geir Jóelsson. A F M Æ 1.1 S B I. A F) H A U K A 13

x

Afmælisblað Hauka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afmælisblað Hauka
https://timarit.is/publication/1975

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.