Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Síða 14

Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Síða 14
Gisli Sigurðsson stúlkum og piltum. Kvenflokkurinn lék sinn fyrsta leik gegn Ármanni í apríl 1938 og unnu Haukastúlkurnar þann leik. Síðan hefur kven- flokkurinn háð marga og fjöruga leiki við Ár- mann og hefur oft munað mjóu, hvort liðið sigr- aði. — í október 1938 var haldinn aðalfundur í félag- inu, og baðst Hermann þá undan endurkosningu í formannssæti, og var Ársæll Pálsson þá kosinn formaður í hans stað. Hermann hafði þá verið formaður Hauka síðan árið 1933. Störf þau, sem Hermann hefur unnið fyrir Hauka, verða seint metin að verðleikum. Ef reikna ætti út alla þá tíma, sem hann hefur fórnað í þágu félagsins og síðan meta Jrær stundir til verðs, þá væri það all- rífleg fjárupphæð. Ávallt er hann var formaður félagsins og allt fram á þennan dag hefur liann allrei hlíft sér við þau störf, sem hann hefur tekið að sér fyrir Jrað eða hafnfirzka íþróttamenn. Árið 1939 má vissulega telja markvert ár í sögu Hauka. Snemma á árinu varð Ársæll Pálsson að segja af sér formennsku í félaginu, vegna þess að hann flutti úr bænum vegna atvinnu sinnar. Æf- ingar voru þá fremur lélega sóttar, og hver ástæð- an fyrir því var, skal ekki rakin hér. Þá voru uppi raddir um ])að innan félagsins, að sameina bæri íþróttafélögin í bænum, og var þá átt við Hauka og Fimleikafélag Hafnarfjarðar. F. H. iðkaði þá lrjálsar íþróttir og fimleika og voru í félaginu margir góðir íþróttamenn. þá var það svo, að flest- ir íþróttamenn voru í báðum félögunum og marg- ir iðkuðu knattspyrnu í Haukum, en æfðu svo með F. H. frjálsar íþróttir og leikfimi. Það kom oft fyrir, að hagsmunir beggja félaganna gátu rek- izt á, t. d. að knattspyrnuleikir fóru fram á sama tíma og íþróttamennirnir þurftu nauðsynlega að æfa fyrir frjálsíþróttamót, en eins og áður er sagt iðkuðu margir bæði knattspyrnu og frjálsar íþrótt- ir. Málið virtist liafa talsvert fylgi innan Hauka, og á fundi, sem haldinn var þ. 21. apríl 1939, var rætt um þetta mál. Virtust flestir fundarmenn á einu máli um j)að, að úr sameiningu gæti orðið, en töldu Jrað samt ýmsum vandkvæðum bundið. Tillaga var samþykkt Jress efnis, að stjórn F. H. skyldi boðuð á fund til að ræða þetta mál. Fundur stjórna félaganna var síðan haldinn og var málið rætt, en þó ekkert frekar gert í Jrví. Aðalági'ein- ingsefnið virtist vera Jrað, að hvorugt félaganna vildi leggja nöfn sín niður. Á fundi, sem haldinn var í Haukum 7. maí s. á., skýrði stjórn félagsins frá viðræðunum um sam- eininguna og rétt áður hafði borizt bréf um mál- ið. Eftir ýtarlegar umræður og nákvæma athugun á bréfi því, er borizt hafði frá F. H., áleit fundur- inn að úr sameiningu gæti ekki orðið og voru sam- þykktar tillögur um það. Skömmu seinna ákvað stjórn F. H., að stofnuð skyldi knattspyrnudeild innan þess, og sögðu sig þá úr Haukum rnargir beztu knattspyrnumenn félagsins og fóru yfir í hina nýstofnuðu deild F. FI. Var Jretta að vísu talsvert álall fyrir Hauka í bili, en Jrað var eins og Jreir, senr eftir urðu, væru ákveðnari en nokkru sinni íyrr að starfa vel fyrir félagið. Hauka-félagar gerðu sér fulla grein fyrir því áfalli, sem varð við burtför knattspyrnumann- anna til F. H., en voru jafn sanfærðir um, að Jretta myndi verða íþróttalífinu í Hafnarfirði til heilla, j)ví að })á myndi skapast samkeppni innanbæjar og aukinn áhugi, enda hefur árangurinn sannað, að þessi skoðun Hauka-félaga var rétt. 6. Árið 1940 næst liið langþráða takmark Hauka, en það var að koma á opinberu móti milli félag- anna hér. Sama ár hefst landsmót í handknatt- leik í J)rem flokkum, 1. og 2. fl. karla og kvenfl. Á aðalfundi Í.S.Í., senr haldinn var í Reykjavík 1938, báru fulltrúar Hauka franr tillögu Jress efnis að stjórn Í.S.Í. athugaði möguleika á Jrví, að hald- ið yrði landsnrót í handknattleik, og að hún léti senrja nýjar handknattleiksreglur. Skömmu seinna fól svo stjórn Í.S.Í. Aðalsteini Hallssyni íþrótta- kennara að semja reglurnar. Árið 1940 ]). 30. marz var svo auglýst að hefjast skyldi í Reykjavík landsmót í handknattleik og sendu Haukar þá 1. fl. og kvenííokk á nrótið. Af 6 félögum í 1. fl. urðu Haukar þriðju í röðinni. í kvenflokki tóku aðeins þátt 3 félög: Haukar, Árnrann og íþróttafélag Reykjavíkur. Sigraði 14 AFMÆLISBLAÐ HAUKA

x

Afmælisblað Hauka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælisblað Hauka
https://timarit.is/publication/1975

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.