Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Page 15
kvenfl. Hauka í. R., en tapaði úrslitaleik gegn
Ármanni. Mót þetta fór vel fram og fylgdust
Hafnfirðingar með því af miklum áhuga.
Eins og áður er sagt, liófust mót í knattspyrnu í
þremur aldursflokkum milli félaganna hér. Var
svo ákveðið, að haldið skyldi vor- og haustmót
og keppt yrði í tveimur umferðum í hverjum
flokki. A vormótinu fóru leikar svo, að F. H.
sigraði í öllum flokkum, en á haustmótinu sigr-
uðu Haukar í 3. fl., en F. H. í 1. og 2. fl. Keppt
var um bikara í öllum flokkum, þrjá á vormót-
inu og þrjá á haustmótinu. Þá gaf I.S.I. bikar og
var svo ákveðið, að Jrað félag, er hlyti flest stig
eftir bæði mótin, skyldi hreppa bikarinn og titil-
inn „Knattspyrnumeistarar Hafnarfjarðar“, og
þetta ár var það F. H., sem vann bikarinn, hlaut
20 stig, en Haukar 8 stig. Bikar þessi er farand-
gripur og vinnst því ekki til eignar, en í reglu-
gerðum hinna er svo ákveðið, að þeir vinnist til
eignar, ef þeir eru unnir þrisvar í röð, eða fimnr
sinnum alls.
Snemma á árinu 1940 var haldinn aðalfundur í
félaginu og hlutu kosningu í stjórn: íorm.: Guð-
sveinn Þorbjörnson, ritari: Sigurrós Oddgeirs-
dóttir, gjaldkeri: Jón F.gilsson, fjármálaritari:
Sævar Magnússon, varaform.: Karl Auðunsson,
meðstjórnendur: Lárus Sigurðsson og Kristín
Þorvarðardóttir. Stjórn þessi var mjög samhent
að vinna að málefnum félagsins og litlar breyt-
ingar hafa verið gerðar á henni síðan. Ég vil sér-
staklega geta þess, að þegar jón Egilsson tók við
gjaldkerastörfum félagsins, en hann hefur verið
gjaldkeri þess síðan 1940, voru í sjóði rúmar 6
krónur og litlar eignir, en nú nema eignir félags-
ins um 30 þúsund krónum, þrátt fyrir rnikil út-
gjöld á liðnum árum.
Næstu ár er íþróttalíf í Hafnarfirði í miklum
blóma, og vil ég geta þess, að árið 1942 voru Hafn-
Halldór Arnason
firðingar, en J)að var sameinað lið úr Haukum og
F. H., íslanclsmeistarar í 1. fl. í knattspyrnu. Fé-
lagslíf Hauka er gott, og árangrar félagsins fara
ört vaxandi. Þó er það svo, að árið 1941—42 eru
árangarar ekki verulega góðir, en árið 1943 skipt-
ir svo um, að á vor- og haustmóti í knattspyrnu
hér vinnur félagið alla leiki, hlýtur 24 stig, skorar
40 mörk gegn 8.
Á Handknattleiksmóti íslands 1943, sem að
venju var haldið í Reykjavík í húsi Jóns Þor-
steinssonar, nær meistarafl. Hauka þeim árangri
að verða íslandsmeistari, og er það í fyrsta skipti
sem félagið nær þeim árangri. Kepj)t var í tveim-
ur riðlum, og skyldu efstu félögin í riðlunum
síðan kepjra til úrslita. Haukar lentu í riðli með
Fram, íþróttafélagi Háskólans, Víking og K. R.
Haukar unnu Fram og I. H. auðveldlega, en leik-
irnir við Víking og K. R. voru okkur erfiðari. Ég
minnist sérstaklega leiksins á móti Víking. Leikur
sá var mjög jal'n og spennandi. Er tvær mínútur
voru eftir af leik, hafði Víkingur 2 mörk yfir, og
á þessum tveimur mínútum skoruðu Haukar 3
mörk og unnu Jiar með leikinn með 18:17. Valur
sigraði í sínum riðli og lentu Haukar |>ví í úrslit-
um gegn Val. Áhugi Hafnfirðinga á þeim leik
Gisli Sigurðsson afhenclir meistaraflokki og kvenflokki
Hauka verðlaun á fyrsta Hafnarf jarðarmóti i hancl-
knattlcik.
AFMÆLISBLAÐ H A U K A
15