Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Page 17

Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Page 17
Einn sigur Hauka þetta ár var á landsmóti í handknattleik (innanhúss), er 2. £1. lélagsins verð- ur íslandsmeistari, sigraði alla keppinauta sína mjög glæsilega. Eins og áður er sagt, var þetta mjög viðburða- í'íkt ár fyrir liafnfirzkt íþróttafólk. Þrátt fyrir erfið skilyrði þess, tókust öll mótin mjög vel og voru hafnfirzku íþróttafólki til sóma. Það bar mjög á því að margt eldra fólk fylgdist með mót- unum af áhuga, og er ánægjulegt að sjá, að við- horf þess breytist til batnaðar með hverju ári sem líður. Eldra fólkið sér það og finnur, að íþróttirn- ar eru ekki aðeins leikur, heldur iðkar unga fólk- ið íþróttir til að þroska sjálft sig andlega og lík- amlega. 9. Starfsemi félagsins á árinu 1945 er ekki síðri en árin á undan. Þá nær kvenfl. Hauka þeim ár- angri að verða Islandsmeistari (innanhúss) og er það í fyrsta skipti, sem kvenflokkur nær þeirn ár- angri. Að undanteknu einu ári, sem Haukar sendu ekki á þetta mót, var flokkurinn ávallt í úr- slitum gegn hinum gamla og góða keppinaut Ar- manni. Þá verður og 2. fl. karla íslandsmeistari í annað sinn. Á þetta mót, sem var að venju haldið í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar í Reykjavík, sendu Haukar, auk áður nefndra tveggja flokka, lið í meistarafl. og L fl. karla. Meistarafl. félagsins var ekki eins sterkur og oft áður, en 1. fh, sem nú var sendur í fyrsta skipti, var mjög nálægt því að ná fyrsta sæti, en hins vegar má það teljast mjög góður árangur, að sigra í tveimur flokkum af fjórum. Þá sigraði kvenfl. Hauka á hraðkeppnimótinu. Að þessu sinni voru þátttakendur fjögur félög: Haukar, F. H., Ármann og K. R. Léku Haukar og Ármann saman og var það fjörugur og tvísýnn leikur. Hauka-stúlkurnar náðu ekki yfirburðum fyrr en á síðustu mínútum leiksins (4:2). Léku Haukar síðan gegn K. R., sem hafði unnið F. H. Unnu Hauka-stúlkurnar þann leik mjög glæsi- lega (7:1). Á Hafnarfjarðarmótinu sigraði kvenfl. Hauka, en meistarafl. karla tapaði fyrir F. H. Var þetta í fyrsta skipti, sem Haukar töpuðu fyrir F. H. í meistaraflokki. Kvenfl. tók þátt í meistaramótinu í handknatt- leik, sem að þessu sinni var háð á ísafirði, en eins og kunnugt er vann íþróttabandalag ísfirðinga þessa keppni, en Hauka-stúlkurnar voru næstar með 4 stig. Á knattspyrnumótunum, sem haldin voru hér milli Hauka og F. H., unnu Haukar vor- og haustmót með 18 stigum og þar með titilinn1 Knattspyrnumeistarar Hafnarf jarðar í þriðja sinn í röð. F. H. hlaut 8 stig eftir bæði mótin. Að þessu sinni unnu Haukar í öllum flokkum á vormót- inu, en töpuðu í I. og 3. fl. á haustmótinu. Þetta ár byrjuðu knattspyrnuæfingar fremur seint, af því að gerðar voru þær endurbætur á Iþróttavell- inum, að borið var ofan í hann og hann síðan valtaður. S. 1. haust hófust æfingar í þremur flokkum í leikfimishúsi Barnaskólans, undir stjórn Baldurs Kristjónssonar, sem kennir leikfimi og hand- knattleik. Eru það 1. og 2. fl. karla, sem æfa sam- an, drengir 14—16 ára pg kvenfl. 10. I svo stuttu yfirliti sem þessu er skiljanlegt, að ekki er hægt að gera sögu félagsins ýtarlegri sk.il. Félagið hefur t. d. æft fleiri íþróttir en knatt- spyrnu, handknattleik og leikfimi. Margir með- limir félagsins hafa t. d. keppt fyrir það á frjáls- íþróttamótum í Reykjavík. I þessi 15 ár hefur starfsemi Hauka miðazt við það, að gera einstaklinga þess félagslyndari, starf- sarnir og þá síðast en ekki sízt hraustari, bæði and- lega og líkamlega. Um nöfn fleiri einstaklinga en þeirra, sem ég hef hér nefnt, mun ég ekki geta sérstaklega; það verður að bíða betri tíma, en aftur á móti vil ég geta þess, að þau 15 ár, sem fé- lagið hefur starfað, hafa Haukar keppt yfir 350 leiki í knattspyrnu og handknattleik og hafa kepp- endur verið í hverjum leik frá 5 og upp í 11. Mun engum dyljast, að mikil vinna liggur í þessu starl’i félagsins, fyrst að æfa íþróttirnar, þá að heyja kappleiki og síðan að vinna að ýmsum málefnum þess. Allt þetta starf hefur verið unnið af mörgum fórnfúsum meðlimum, sem hafa fund- ið ánægju í því að vinna að málefnum félagsins, æfa og heyja kappleiki fyrir það. í Hauka hafa valizt góðir félagar, og það hefur gert starfið létt- ara en ella. Urn leið og ég get þessa, vil ég einnig taka það fram, að ýmsir menn utan félagsins hafa lagt málefnum þess lið, og er það allstór hópur. Eg segi aðeins: þökk sé þeim öllum fyrir beina og óbeina aðstoð, sent þeir hafa veitt félaginu síðan Jrað var stofnað. 11. Þá kem ég að síðasta kafla Jressa yfirlits, en ég vil láta liann ná fram í tímann. Ég mun nefna hann: Framtíðaróskir „Hauka“ um bætt skilyrði ípróttamanna til iþróttaiðkana hér í bænum. A F M Æ L I S B L A +) H A U K A 17

x

Afmælisblað Hauka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afmælisblað Hauka
https://timarit.is/publication/1975

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.