Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Page 19
I. FLOKKUR 1945
Efri röð, frá vinstri: Jón Pálmason,
Brynjólfur Jóhannesson, Svanur
Jónsson, Karl Auðunssön, Guð-
niunclur Þórðarson, Egill Egilsson.
Fremri röð, frá v.: Stefán Egilsson,
Friðþjófur Sigurðsson, Ragnar Sig-
urðsson, Guðmundur Eyþórsson,
Jón Egilsson, Sigurbjörn Þórðarson,
Vilh jálmur Skúlason.
Fræg er þessi bæn eins af kirkjunnar mönnum
frá þeim tíma: „Guð minn, stöðvaðu þennan leik
á sunnudögum.” En Drottinn sinnti ekki bænar-
kvaki hans. Leikurinn var iðkaður í svipuðu
formi marga áratugi eftir að rödd þessa hógværa
manns hafði látið til sín heyra.
En svo kom að því, að mönnum fór að skiljast,
að til þess að leikurinn gæti skipað þann sess
meðal íþróttamanna, sem honum bar, yrði að
setja honum lög og ákveðnar reglur. I kringum
1863 eru leiknum svo settar reglur, og ákveðið að
liann skuli leikinn af 22 mönnum, 11 í hvoru liði.
Form leikvallarins og stærð er einnig ákveðin.
Enda þótt leikurinn fyrr á öldum ætti stundum
í erfiðri baráttu við þröngsýni, hleypidóma og
heimsku, og það ekki alltaf að tilefnislausu, þá
átti hann þó í sér þann lífsneista, sem aldrei
slokknaði. í stað þess að leggjast niður, devja út
af og gleymast við bönn og bannfæringar, tekur
liann á sig ný form, breytist og mótast smátt og
smátt.
Nú er svo komið, að knattspyrnuleikurinn er
einhver allra vinsælasta útiíþrótt meðal flestra
])jóða heims. íslendingar, engu síður en aðrar
þjóðir, hafa sýnt það, að þeir kunna að meta hann
að verðleikum.
II.
Fyrsta knattspyrnufélag, sem stofnað var hér á
landi, var Knattspyrnufélag Reykjavíkur, árið
1899. Nokkru fyrr, eða 1895, hafði leikurinn þó
borizt hingað með skozkum prentara, og voru það
nokkrir ófélagsbundnir skólapiltar og prentarar í
Reykjavík, sem iðkuðu hann sér til hressingar og
skemmtunar. Árið 1908 eru svo „Fram“ og „Vík-
ingur“ stofnuð. Knattspyrnufélagið „Valur“ er
stofnað 1911 og loks hefur „í. R.“ tekið að æfa
knattspyrnu ásamt frjálsum íþróttum.
III. FLOKKUR 1915
Efri röð, frá vinstri: Vilhjálm-
ur Jónsson, Vilhelm Jensson,
Hafsteinn Halldórsson, Ellert
Kristjánsson, Guðjón Jónsson,
Karl Finnbogason, Guðmundur
Kr. Guðmunclssoji, Aðalsteinn
Finnbogason.
Fremri röð, frá v.: Anton Jóns-
son, Sigurður Ingimundarson,
Halldór Bjarnason, Magnús
Jó nsso n, Sigurlaugur
Kristjánsson.
A F M /E L I S B L A Ð H A U K A
19