Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Page 20
Fyrsta vísis til knattspyrnustarfsemi í Hafnar-
firði verður vart nokkru eftir aldamót. Um svipað
leyti, árið 1912, eru svo stofnuð hér tvö knatt-
spyrnufélög, sem nefndust „Kári“ og „Geysir", og
eru það fyrstu knattspyrnufélög, sem stofnuð eru
í Hafnarfirði. Árið 1919, hinn 9. júní, er stofn-
að hér knattspyrnufélagið „Framsókn" og fáunr
dögum síðar, eða 17. júní, er svo annað félag
stofnað, er nefnt var el'tir fæðingardegi sínum
„17. júní“.
Fyrir forgöngu þessara félaga var byggður
knattspyrnuvöllur sá, er notaður er enn þann dag
í dag af hafnfirzkunr knattspyrnumönnum. Þess
merka skerfs, er þeir, senr að vallarbyggingunni
stóðu, lögðu til eflingar knattspyrnunni í bæn-
um, er nánar getið af öðrum lrér í blaðinu. Árið
1926 er svo stofnað hér Knatspyrnufélag Hafnar-
fjarðar og ári síðar, eða 1927, Knattspyrnufélagið
„Þjálfi".
Öll þessi félög unnu knattspyrnustarfseminni
lrér ómetanlegt gagn, en erfið skilyrði á öllum
sviðum háðu starfsemi Jreirra svo mjög, að Jreim
varð ekki langra lífdaga auðið.
Árið 1929 var stolnað hér „Fimleikafélag Hafn-
arfjarðar". Fyrstu árin æfði Jrað frjálsar íþróttir og
fimleika. Knattspyrna var ekki æfð hjá F. H. fyrr
en 1939, en til þess tíma voru margir félagar úr
F. H. einnig í „Haukum“ og æfðu þar knatt-
spyrnu. Hafa þeir verið aðalkeppinautar Hauka.
Vor og haust hafa þessi félög haldið hér knatt-
spyrnumót í þrem aldursflokkum og teflt þar
fram sínum beztu mönnum. Fyrir Jrrem árurn gaf
svo Raftækjaverksmiðja Hafnarfjarðar fagran bik-
ar til að keppa um í I. fh, og er þeirri keppni enn
ólokið. I þessum mótunr hafa skipzt á töp og sigr-
ar fyrir báða aðila. Oft hefur keppnin orðið æði
hörð og tvísýn, en, að því er ég tel, ávallt drengi-
leg og skemmtileg.
Knattspyrnufélagið Haukar hefur nú starfað
hér í 15 ár. Við sem höfðum tekið þátt í starfsemi
Jress á liðnum árum, eigum að sjálfsögðu rnargs
að minnast nú, er við lítum yfir farinn veg.
Það hefur gengið á ýmsu, við höfum unnið
sigra, en einnig beðið ósigra, eins og gengur. Mér
er Jrað 1 jóst, að sigrar okkar eru fáir og smáir utan-
bæjar, en ég vil mega biðja þá, sem miða árangur
okkar við hvern unninn leik, að minnast Jress, við
hvaða skilyrði við höfðum starfað.
Völlurinn, sem er á óhentugum s'tað í bænum,
er allt of lítill. Einnig háir Jrað mjög öllum, senr
knattspyrnu iðka, að ekkert skýli er við hann. í
hvernig veðri senr er verðum við að afklæða okkur
á bersvæði, þar sem ekkert skjól er að hafa af
hvaða átt sem vindar. Og Jrað er fleira, sem háð
hefur hafnfirzkri knattspyrnustarfsemi, sem ræð-
ur miklu um Jrað, hver árangurinn er. Atvinnu-
skilyrði voru, að minnsta kosti fram að stríðs-
byrjun, þau, að flestir knattspyrnumannanna
stunduðu erfiðisvinnu. Það Jrarf ekki lítið þrek til
|jess, eftir langan og erfiðan vinnudag, að sækja
II. FLOKKIIR 1945
Aftari röö, frd vinstri: Beinteinn
Sigurðsson, Olafur Eyjólfsson,
Guðm. Guðmundsson, Vilhjálm-
ur Skúlason, Sigfús Borgþórsson,
Brynjólfur Jóhannesson.
Fremri röð, frá v.: Oskar Hall-
dórsson, Jón Pálmason, Ragnar
Sigurðsson, Bjarni Tryggvason,
Þo)~i>arður Þowarðarson.
20
AFMÆLISBLAÐ H A U K A