Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Síða 24
Bjarni Sveinsson:
Handknattleikur
i.
Margir handknattleiksmenn álítia að hand-
knattleikur hal'i fyrst verið iðkaður í Danmörku
og byggja skoðun sína á því, að þar hafi leikurinn
fyrst verið skipulagður. í bók um handknattleik,
sem nýlega hefur borizt hingað frá Danmörku, er
nokkuð sagt frá upphafi handknattleiksins þar.
Bók þessi, sem heitir „Haandbold“, er rituð af
Aksel Pedersen. Er hún mjög ýtarleg, skiptist í
marga kafla, sem fjalla um ýmsar greinar hand-
knattleiksins.
I bók þessari segir svo, að upphaf handknatt-
leiksins sé talið vera í Danmörku í latínu- og
gagnfræðaskóla rétt fyrir aldamótin (1898). Við
þennan skóla kenndi maður að nafni Holger Niel-
sen íþróttir. Hann tók eftir því, að nemendur
skólans höfðu gaman af að Jrví henda knettinum
á milli sín, því þeim hafði verið bannað að sparka
knettinu fyrr en kennarinn var viðstaddur. Hol-
ger Nielsen sá að þetta gat orðið alhliða íþrótt
og samdi kerfi um leikinn.
Fyrstu handknattleiksreglur samdi Holger ár-
ið 1906, og þá var leikurinn aðeins útileikur.
Árin 1911—12 byrjaði annar danskur maður,
Frederik Knudsen, að kenna handknattleik inn-
anhúss við íþróttaskólann í Kaupmannahöfn og
gaf út nýjar reglur árið 1918, sem voru fyrstu
reglur innahúss.
Fyrsta handknattleiksmót í Danmörku er hald-
ið 1921, og tóku þátt í því 15 flokkar. Mót þetta
vann K.F.U.M. Boldklub, er hlaut fádæma hrifn-
ingu áhorfenda og þátttakenda fyrir leik sinn.
Dómari þessa móts var Holger Nielsen, sá hinn
sami er uppgötvaði leikinn við skólann, er hann
kenndi við.
Arið 1934 voru fyrstu alþjóðareglur í hand-
knattleik samdar, og eftir það voru jrað aðallega
Danmörk, Svíþjóð, Austurríki og Þýzkaland, sem
gerðu mikið að því að útbreiða leikinn.
Síðan hefur handknattleikur'inn náð mikilli út-
breiðslu, og má segja að engin íþrótt, sem iðkuð
er hér á landi, hafi náð jafnmikilli útbreiðslu á
svo skömmum tíma.
2.
Handknattleik hafa Haukar iðkað frá því á
lyrsta ári félagsins, og munu Haukar vera með
fyrstu íþróttafélögum, sem tóku að iðka hand-
knattleik sem aðalíþrótt á vetrum. Áður höfðu
Þátttakendur Hauka i ÍSIancls-
móti i liandknattleik 1943
24
AFMÆLISBLAÐ H A U K A