Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Blaðsíða 29

Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Blaðsíða 29
Guðný Guðbergsdóttir: Stofnun og stærstu árangrar kvenflokksins Þann 16. janúar 1938 var haldinn stjórnarfund- ur í Knattspyrnufélaginu Haukum, þar sem rætt var um stofnun kvennaflokks innan félagsins. A fundinum mættu 11 stúlkur, og var 5 af þeim fal- ið að undirbúa stofnfund, sem lialda átti þrem dögum síðar. Stofnfundurinn var svo haldinn þ. 11. janúar að Hótel Birninum. Þar mættu 23 stúlkur, sem allar gengu í flokkinn. Þá var ákveðið, að flokk- urinn skyldi liafa sína sérstjórn, en síðar var horf- ið frá því ráði og flokkurinn hafður sem deild innan félagsins. Þar sem að fundinum var ekki lokið þetta kvöld, var haldinn framhaldsstofn- fundur þ. 4. febr., og þá voru 18 stúlkur teknar í flokkinn, svo að alls voru stofnendur 41. Á þess- um fundi skýrði Hermann Guðmundsson, þáver- andi formaður Hauka, frá fyrirhugaðri starfsskrá flokksins. Þá var ákveðið að skipta stúlkunum í tvo flokka, eftir aldri og í samráði við kennarann. Kosin var á fundinum skemmtinefnd fyrir flokk- inn, einnig voru kosnar tvær stúlkur til að að- stoða kennarann við yngri flokkinn. Þar með lauk þessum fundi, sem talinn er með merkustu við- burðum í sögu Hauka. Byrjað var strax að æfa handknattleik í fim- leikasal Barnaskólans af miklurn álruga. Fyrsti kappleikur kvenfl. var gegn Ármanni þ. 24. apríl 1938, ogvann kvenfl. Hauka með 29:13, og má segja, að vel hafi verið farið af stað. Um sumarið var svo æft að Víðistöðum. Næsta ár, þ. 22. jan., keppti kvennaflokkurinn við Ármann í annað skipti. Sigruðu Haukar einn- ig, en með færri mörkum en í fyrra skiptið, eða með 19:10. Þessir fyrstu sigrar lyftu ákaflega mikið undir áhuga okkar á handknattleiknum, því að ef illa hefði verið farið af stað, er ég hrædd um að flokk- urinn væri ekki það, sem hann er nri orðinn. Við höfum háð marga tvísýna leiki síðan við byrjuð- um að keppa. Af þeim minnist ég fyrst og fremst úrslitaleiksins á Islandsmótinu 1943, jrar sem við lékurn á móti Ármanni á íþróttavellinum í Reykjavík. Þrátt fyrir rigningu og bleytu á vell- inum, var leikurinn hraður og skemmtilegur. Við ÍSLANDSMEISTARAR 1945 (innanhúss) Aftari röð, frd vinstri: Guðný Gaðbergsdóttir, Sigurlaug Arn- órsdóttir og Kristin Þorvarðar- dóttir. Fremri röð, frd vinstri: Svava Júliusdóttir, Guðbjörg Magnús- dóltir, Soffía Júliusdóttir. A F M Æ L I S B L A Ð H A U K A 29

x

Afmælisblað Hauka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Hauka
https://timarit.is/publication/1975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.