Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Page 31

Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Page 31
Hermann Guðmundsson: Barátta Hauka fyrir bættum íþróttaskilyrðum í Hafnarfirði Það er fyrir löngu viðurkennd staðreynd af öll- urn, sem eitthvaðþekkja til starfsemi íþróttafélaga, að í raun og veru verði þau að heyja tvíþætta bar- áttu í viðleitni sinni til að skapa íþróttamenningu í landinu. Annars vegar er baráttan fyrir að ná góðum árangri í hinum ýmsu íþróttagreinum og hins vegar baráttan fyrir því, að hinar ytri aðstæður, aðbúnaður og skilyrði til íþróttaæfinga og keppni, séu þær, að hægt sé að æfa og hægt sé að keppa, með öðrum orðum: barátta til þess að koma upp og fá þau íþróttamannvirki, íþróttasvæði, fim- leikahús og annað, sem íþróttafélögum er nauð- synlegt til starfsemi sinnar. Knattspyrnufélagið Haukar hafði ekki lengi starfað þegar þessi áðurnefnda staðreynd varð' ljós hinum ungu meðlimum þess. Haukar sáu sem sé strax í upphafi starfs síns, að til þess að hægt væri að skapa blómlegt íþrótta- líf í Hafnarfirði, varð tvennt að breytast: Al- menningsálitið á íþróttalílinu og skilyrðin til íþróttaiðkana. Fyrir 15 árum síðan var skoðun fólksins í bæn- um á íþróttastarfseminni dálítið önnur en hún er í dag. Það var ekki þá litið á, eins og nú, að það væri sjálfsagt fyrir hvern æskumann og konu að stunda íþróttir. Nei, öðru nær. Þeir sem íþróttir stunduðu á þeinr tíma, voru af afar mörgum skoðaðir sem hálfgerð viðundur, og þeim valinn alls konar Iiáðsyrði, eins og t. d. „sportidíótar“ og s. frv. Sannleikurinn er sá, að það var einmitt jretta almenningsálit, sem var versti fjötur um fót í- þróttastarfseminnar í bænum. Þess vegna var eina leiðin, til jress að fá almenna þátttöku í æfingum og öðru lútandi íþróttalífinu, að breyta jressu almenningsáliti, en það var nú liægara sagt en gert fyrir unga og fáa drengi. Haukarnir lögðu samt ekki árar í bát, heldur réðust í það stórvirki að gefa tit blað, senr sent var inn á hvert einasta heimili í bænum. Blaðinu var gefið nafnið „Haukur“, og voru ritaðar í jrað hvatningargreinar til bæjarbúa að styðja íþrótta- starfsemina, og var þar lýst gagnsemi íþrótta. í blaðið rituðu fyrst og frenrst ýmsir úr Haukunr, svo og aðrir, sem áhuga lröfðu fyrir íþróttum. „Haukur“ kom ekki út nema 5 sinnum, en á- lrrif hans voru nrikil; jrað gat ekki farið hjá því, að bæjarbúar yrðu snortnir og létu hrífast af hinum eldlega áhuga æskunnar, senr túlkaði skoð- anir sínar í blaðinu. Til að fylgja á eftir áhrifum „Hauks“, boðuðu Haukar til almenns borgarafundar unr íþrótta- mál árið 1935. A fundi jressum mætti fjöldi nranns, og voru nrargar snjallar ræður fluttar, og merkar tillögur sanrþykktar, Jrar á meðal sú, að hafizt yrði handa með byggingu á sundlaug og skorað á félög og hið opinbera að veita Jrví nráli stuðning. Áhrif borgarafundarins létu ekki bíða eftir sér. Skönmru síðar skrifaði bæjarstjóri allmörgum fé- lögunr í bænum bréf um sundlaugarmálið, og senr afleiðing Jress var sett á laggirnar nefnd.til þess að velja stað fyrir sundlaug og hrinda nrálinu í framkvæmd. Nefndin hóf þegar starf sitt nreð því að athuga stæði fyrir væntanlega sundlaugarbyggingu, en varð ekki sammála um Jrað, hvort í lauginni skyldi vera vatn eða sjór, eða hvort sundlaugin ætti að standa við barnaskólann eða á Ivrosseyrar- mölunr. Ósamkomulag Jretta leiddi til Jress, að nefndin var ekki starfhæf um langan tínra og nrá segja, að hérumbil 5 ár hafa farið í togstreitu nrilli Jreirra tveggja hluta, sem nefndin klofnaði í. Loks á árinu 1939 náðist samkomulag í nefnd- inni unr að byggja sjólaug á Krosseyrarnrölum. Voru þá strax hafnar framkvæmdir og byrjað AFMÆLISBLAÐ HAUKA 31

x

Afmælisblað Hauka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afmælisblað Hauka
https://timarit.is/publication/1975

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.