Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Side 34

Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Side 34
fundi íþróttabandalags Hafnarfjarðar, með því að samþykkja eftirfarandi tillögu, sem borin var fram af fulltrúum Hauka og Gísla Sigurðssyni. „Fundurinn lætur í ljós óánægju sína yfir því aðgerðarleysi, sem ríkt hefur varðandi byggingu á íþróttasvæði fyrir Hafnfirðinga. Skorar fundur- inn á íþróttanefnd bæjarins, sem á að hafa verk- efni þetta með höndum, og sýna meiri rögg í starfi sínu eftirleiðis, en lnin hefur gert hingað til, þar sem fyllsta nauðsyn krefst þess, að nú strax verði lrafizt handa um að koma upp íþróttasvæði og þá á þeim stað, sem æskilegastur er, í Víðistöðum." Á þessum sama fundi báru fulltrúar Hauka einnig frani aðra tillögu, sem fjallar ekki síður um nauðsynjamál íþróttastarfseminnar í bænum. Tillagan var samþykkt, og birtist hún orðrétt: „Fundurinn lýtur svo á, að fyllsta nauðsyn beri til að komið verði upp sem fyrst fullkomnu íþróttahúsi í bænum, og telur eðlilegast að íþróttamenn og konur hafi sjálf forgöngu um að koma slíku húsi upp. Felur fundurinn stjórn Í.B.H. að annast frekar framsfanar málsins.“ o o Þessi tillaga var ltorin fram vegna þess, að skil- yrðin til íþróttaiðkana innanhúss eru orðin hin erfiðustu. Leikfimishúsið, sem var og er enn eina athvarf- ið fyrir íþróttastarfsemi íþróttafélaganna á vet- urna, er orðið svo lítið og ófullnægjandi, að jvar kemst varla annað fyrir en skólaleikfimin, og sjá- anlegt að ástandið í þessum efnum muni enn versna, með vaxandi starfi íþróttafélaganna og fjölgun í skólunum. Þess vegna er aðkallandi þörf fyrir nýtt, stórt og fullkomið fimleikahús. # Það sem síðan hefur skeð í þessum málum er í stuttu máli jretta: Aðalfundur Hauka, sem haldinn var í vetur, ítrekaði fyrri samþykktir fél. um að íþróttasvæði yrði kornið upp í Víðistöðum, og átaldi harðlega Jrað sleifarlag, sem nú ríkir um það nrál. íþróttabandalag Hafnarfjarðar átti á s.l. sumri viðtal við íþróttanefnd bæjarstjórnarinnar, til að ýta á eftir framgangi byggingar íþróttasvæðis og annarra nauðsynjamála íþróttamanna. Niðurstaða Jress fundar var sú, að íþróttanefnd lýsti' J)ví yfir, að hún ætlaði sér að hefjast handa áður en langt um liði. Síðar, í desembermánuði s.l., skrifaði íþrótta- bandalagið bæjarstjórninni mjög ýtarlegt bréf. Var Jress óskað ákveðið í bréfinu, að bygging íþróttasvæðisins yrði hafin, svo og bygging á nýju íþróttahúsi. Þannig standa rnálin nú, þegar grein Jressi er skrifuð. Unr frekari framgang þeirra er Jrað að segja, að í aprílmánuði næstk. verður ársþing íþróttabandalagsins haldið. Þess er að vænta, að Jrar gefizt íþróttaæskunni í bænum tækifæri til Jress að undirstrika sínar fyrri samþykktirogbrýna viljann til sóknar fyrir þessum sem öðrum nauð- synajmálum sínum. * Nú, Jregar Haukar standa á þessum nrerku tímamótum og líta yfir farinn veg, finnst mér að Jreir geti vel við unað, á hvern veg rækt hefur verið baráttan fyrir bættum skilyrðum til íþróttaiðkana. Haukar hafa mjög víða átt frum- kvæði að framkvæmdum, sem lrafa verið til hags- bóta fyrir starfsemi íþróttafélaganna, og Haukar hafa háð og heyja skelegga baráttu fyrir fram- gangi þessara tveggja rnestu velferðarmála fyrir íþróttalífið í bænum, senr eru bygging íþrótta- svæðisins í Víðistöðum og bygging íjrróttahúss. # Þessi tvö verkefni eru enn óleyst, en verulegur skriður er kominn á um framkvæmd þeirra. En „ekki er sopið kálið Jró í ausuna sé komið,“ segir gamall og góður málsháttur. Það er full- víst, að jressi, sem og önnur velferðarmál lrafn- firzkra íþróttamanna og' kvenna, verða aldrei framkvæmd á viðunandi hátt nema íjnóttaæskan sjáll’ hafi þar liönd í bagga. Eina tryggingin fyrir bættunr íþróttaskilyrðum í Jressum bæ er stari: íþróttafélaganna og vilji með- lima þeiri'a til að berjast fyrir málefninu. Hafnfirzkir íjrróttamenn og konur Iiafa nú þeg- ar sýnt það með glæsilegum íþróttasigrum sín- um, að Jrau verðskulda lretri aðbúnað til æfinga og keppni en Jressi bær hefur nú upp á að bjóða. Það er tími til konrinn að knýja alvarlega á dyr hjá bæjarstjórn og krefjast úrbóta. Það er einnig og þá eigi síður orðið tínrabært, að hafnfirzk íþróttaæska leggi krafta sína franr og hefji sókn fyrir hugðarmálum sínum og láti eigi staðar numið fyrri en skilyrðin til íþróttaiðk- ana hafa verið bætt með íþróttasvæði að Víðistöð- um, fullkonrnu íþróttalrúsi og hafizt hafi verið handa unr undirbúning ýnrissa annarra íþrótta- mannvirkja, sem hinir komandi tímar gera nauð- synleg. 34 AFMÆLISBLAÐ H A U K A

x

Afmælisblað Hauka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælisblað Hauka
https://timarit.is/publication/1975

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.