Stjörnur - 01.07.1953, Side 34

Stjörnur - 01.07.1953, Side 34
Hann leit á alvarlegt andlit Agn- esar og fann ekki til minnstu sam- úðar eða sektar. Miklu fremur var það honum allmikill léttir, að hún hafði ekki tekið þessu með gráti og kveinstöfum, eins og hann hafði bú- izt við. „Við verðum að binda endi á þetta,“ sagði hann. „Þú verður að skilja það, að við getum ekki hald- ið áfram að fara á bak við Mari- anne á þennan hátt. Hún er þó allt- af konan mín og ein bezta vinkona þín.“ „Hefði okkur ekki verið nær að hugsa út í það dálítið fyrr?“ sagði Agnes, og með því lauk ástasam- bandi þeirra. Á heimleiðinni fannst honum sem hann svifi á skýjum. Þessi tilfinn- ing gagntók hann alltaf, þegar hann hafði bundið endi á þessi ( . ' smáástarævintýri sín. Þau voru allt- af æsandi til að byrja með, en hann var fljótur að verða leiður á þeim, og í þetta skiftið hafði það t sann- leika verið talsvert áhættusamt, því að Agnes var mikil vinkona kon- unnar hans. En til allrar hamingju treysti Marianne honum í blindni, og að henni færi að detta svona nokk- uð í hug, var með öllu óhugsandi. Honum þótti innilega vænt um að vera nú á leið heim til Marianne. En Marianne fannst bara hvergi, þegar hann kom heim. Hann hafði sagzt myndi fara á áríðandi við- skiptafund, sem gæti dregizt fram eftir kvöldi, svo að við þessu var ekkert að segja. En samt sem áður olli þetta honum nokkrum skap- leiðindum og vonbrigðum. Það hafði alltaf verið svo notalegt að ímynda sér hana sitja heima á kvöldin og bíða eftir honum. Hún kom klukkutíma seinna. „Situr þú hérna, ástin mín?“ kvakaði hún. „Það hefði ég átt að vita. Ég bjóst ekki við að þú kæm- ir svona snemma heim og þessvegna fór ég í heimsókn til Agnesar. Við sátum og röbbuðum svona lengi frameftir.“ Skyndilega fannst honum hvldýpi opnast fyrir fótum hans, það var ekki auðvelt að segja, að hann hefði sjálfur verið allt kvöldið hjá Agnesi. Hann myndi aldrei komast að hinu sanna. ÍLITLA Stjörnur 32

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.