Stjörnur - 01.07.1953, Page 9

Stjörnur - 01.07.1953, Page 9
á fætur og varð ókvæða við, þegar ég sá andvökuásjónu mína í spegl- inum. Ég tók kápuna mína í hugs- unarleysi, gekk niður að sporvagn- inum, fór úr honum á venjulegum stað, og staulaðist upp stigann upp í skrifstofuna. „Hvað gengur eiginlega að þér —- ertu eitthvað veik, Lísa?“ spurði Birta, bezta vinkona mín. „Ég veit það ekki almennilega,“ andvarpaði ég og reikaði að skrif- borðinu mínu. Bréfið var horfið. 1 rauninni hafði ég ekki búizt við öðru. Otto Barholt kom inn. Andlit hans ljómaði af ánægju. Ég vissi ástæðuna. Honum hafði borizt eld- heitt ástarbréf undirskrifað Inga Gusting. Ég rejs ósjálfrátt á fætur og gekk til hans. „Herra Barholt, það — hér hlý-t- ur að vera um misskilning að —“ Hann leit einkennilega á mig. „Ég hef engan tíma til þess að tala um það núna,“ sagði hann lítið eitt önuglega. „Ég þarf að hafa tal af Ing. . ungfrú Gusting.“ Og áður en ég gæti áttað mig, var hann horfinn inn um dyrnar. Ég veit ekki, hversu lengi ég stóð hreyfingarlaus, áður en ég hristi af mér slenið. Ég geystist að dyrunum og opn- aði þær án þess að berja — og stóð eins og steingervingur í sömu spor- um. í sömu svifum kom ungfrú Gust- ing inn um aðrar dyr. Otto gekk á móti henni með útbreiddan faðih- inn. „Inga,“ sagði hann. „Ég er svo hamingjusamur. Ég elska þig.“ Ég starði sljóum augum á ung- frú Gusting. Hvorugt þeirra veitti mér minnstu eftirtekt. Fagurdregn- ar augnabrúnir ungfrú Gusting lyftust um heilan sentimeter. „Við hvað eigið þér, herra Bar- holt?“ spurði hún með ískulda í röddinni. „Ef þetta á að vera fyndni, þá get ég ekki annað sagt, en að hún er óviðeigandi, svo sem framast má — ekki sízt, þar sem ég hef verið heitbundin í hálft ár, og mun gifta mig innan skarnms." Ég gekk afturábak út úr dyrun- um, og þegar ég var komin fram á fremri skrifstofuna, sortnaði mér fyrir augum. Það fyrsta, sem ég heyrði, þegar ég rankaði aftur við mér var rödd Stjörnur 7

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.