Stjörnur - 01.07.1953, Blaðsíða 11
| ÍSLENZKIR
I DANSLAGATEXTAR
É3 *
SJÓMANNAVALS
Lag: Svavar Benediktsson.
Ljóð: Kristján Einarsson frá Djúpalæk.
Það gefur á bátinn við Grænland
og gustar um sigluna kalt,
en togarasjómanni tamast það.er
að tala sem minnst um það allt.
En fugli, sem flýgur í austur
er fylgt yfir hafið með þrá,
og vestfirzkur jökull, sem heilsar við Horn
í hylling, með sólroðna brá,
segir velkominn heim, segir velkominn
heim.
Þau verma hin þögulu orð.
Sértu velkominn heim, yfir hafið og
helm,
þá er hlegið við störfln um borð.
En geigþungt er brimlð við Grænland
og gista það kýs ekki neinn.
Hvern varðar um draum þess og vonir og
þrá,
sem vakir þar hljóður og einn.
En handan við kólguna kalda
býr kona, sem fagnar í nótt
og raular við bláeygan sofandi son
og systur hans, þaggandi hljótt:
Sértu velkominn heim, sértu velkominn
heim,
— að vestan er siglt gegnum is.
Sértu velkominn heim, yfir hafið og
heim.
Og Hornbjarg úr djúplnu ris.
ÆFINTÍR
Lag og ljóð: Steingrímur Sigfússon.
Vona minna vermireitur
verður alltaf kærleikseldur þinn,
á meðan líf í brjósti bærist,
blóð í mínum æðum hrærist.
Ástarblossinn unaðsheitur
enn við mínar hjartarætur býr.
Minning þína ég geymi,
mig í sælu dreymi
lifs míns eina æfintýr.
Viðlag:
Ást mín eina,
ó hve ég þrái
aftur að finna
ilm vara þinna.
Geislaregni
gæfan þig strái,
lífs míns ljómi,
lofnar sómi,
ljúfa æfintýr.
Nokkur laganna úr Danslagakeppni S.
K.T. hafa náð geysilegum vinsældum um
land allt. STJÖRNUR ætla því að byrja
þennan danslagatexta-þátt sinn með því
að birta all-mörg ljóð við vinsælustu
lögin. Auk textanna við verðlaunalögin,
birtast hér nokkrir aðrir, sem oss fund-
ust vel þess virði að koma fyrir almenn-
ings sjónir.
Stjörnur
9