Goðasteinn - 01.09.2023, Blaðsíða 125
123
Goðasteinn 2023
mikilvægt að íslenskir goðar, eins og Gissur og Jón, skyldu vera vígðir. Hann
á heiðurinn af því að hafa smíðað orðið goðakirkja og af því er svo dregið
orðið kirkjugoði.14 Auðvitað fór það þannig að erkibiskup bannaði að íslenskir
goðorðsmenn væru vígðir enda stríddi það algjörlega gegn hugmyndinni um
aðskilnað andlegs og veraldlegs valds. Þetta var árið 1190.15 Íslendingar virðast
hafa hlýtt þessu og það sýnir, eitt með öðru, að þeir tóku boðskap erkibiskupa
jafnan alvarlega. Sæmundur djákni, sonur Jóns, tók við af föður sínum í Odda,
um 1195, og er ekki annað að sjá en að hann hafi jafnan reynt að haga sér guð-
rækilega. Hann stundaði að vísu frillulífi en var aldrei eiginkvæntur.
Sigurður Nordal taldi að vígslur goðorðsmanna hefðu verið afar mikilvægar
fyrir íslenska menningu, veraldleg og kirkjuleg menning hefðu runnið saman
og til orðið frábærar bókmenntir. Þetta er merkileg ábending. Hann leit svo á
að með banni við prestvígslu goða hefði öxin verið „reidd að rótum goðakirkj-
unnar“.16 Vegna ætlaðra áhrifa þessa á íslenskar bókmenntir er gott að muna að
Snorri Sturluson og Sturla Þórðarson voru goðar en munu ekki hafa verið vígðir
og rituðu þó góð rit, sömdu góðar bókmenntir. Þeir sýndu kirkju og dýrlingum
sóma.
Þorlákur Þórhallsson var fyrsti boðberi kirkjuvaldsstefnunnar hérlendis og
Guðmundur góði Arason var líka boðberi hennar og krafðist dómsvalds yfir
klerkum úr höndum hinna veraldlegu. Einar Ólafur Sveinsson, sem flutti Njálu
ógleymanlega í útvarpi, tvisvar sinnum, harmaði breytingar sem fylgdu þess-
um mönnum, einkum Þorláki. Hann taldi eins og fleiri að með þeim hefðu
borist hjátrú, hindurvitni og hégilja og var þá einkum að hugsa um dýrlinga,
helga dóma og kraftaverk. Þannig hefði borist ný hugsun sem hefði strítt gegn
því sem hann nefndi „allsgáa“ og gætni og sannleiksást en þetta hafi einkennt
íslenskar bókmenntir.17 Því er kannski til að svara að raunsæi lifði auðvitað
áfram, Heimskringla, Hákonarsaga og Sturlunga sýna það.
Það breyttist margt með skrifum Magnúsar Stefánssonar 1975, hann fjallaði
um kirkjuvaldsstefnuna út frá sjónarmiðum kirkjuvaldsmanna og setti um-
ræðuna í alþjóðlegt samhengi.18 Síðan hafa margir fræðimenn fetað í fótspor
hans. Ný viðhorf ná hins vegar illa til almennings og gömul söguskoðun lifir.
Víkjum að gildi heimilda. Fræðimenn sumir, sem fjalla um Þorlák, Jón og
staðamálin fyrri, efast um að meginheimildin, Oddaverjarþáttur (í Þorláks sögu
14 Sigurður Nordal, Íslenzk menning I, 296.
15 Íslenzkt fornbréfasafn I, 291.
16 Sigurður Nordal, Íslenzk menning I, 315.
17 Einar Ól. Sveinsson, Sturlungaöld, 115, 118, 120-21, 124, 132.
18 Magnús Stefánsson, Kirkjuvald eflist.