Goðasteinn - 01.09.2023, Blaðsíða 242
240
Goðasteinn 2023
heima í Mosfellsbæ. Þau voru samhent og dugleg hjón og komu sér upp þaki
yfir höfuðið ekki sjaldnar en fimm sinnum að meðtöldum sumarbústaðnum í
landi Búrfells í Grímsnesi. Lilja og Tómas eignuðust saman tvær dætur. Eldri
er Sólrún Edda, fædd 1971, gift Daníel Vincent Antonssyni. Dætur þeirra eru
Natalía Sól og Sara Dís. Yngri er Kristjana Aðalheiður, fædd 1975. Börn hennar
eru Hólmfríður Magnea, Elísabet María og Tómas Gutti Hákonarbörn. Barna-
börnin eru tvö; Ýmir Snær og Ylva Mjöll.
Lilja bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir brjósti og ól börnin sín upp við
kærleiksríkan aga og festu. Heimili sínu stýrði hún af reisn og rausn, fastheldin
á hefðir, ekki síst þær sem sneru að jólahaldinu, og fylgdi þeim oft af talsverðri
nákvæmni, og hún gætti þess vel að hafa alltaf allt hreint og snyrtilegt. Lilja
var ákveðin kona og stefnuföst um allt sem henni þótti máli skipta. Hún var
höfuð fjölskyldu sinnar, og hélt vel utan um sitt fólk. Einlægt var hún í góð-
um tengslum við systkini sín og stórfjölskyldu, hélt þar einnig utan um marga
þræði og var sinnug og umhyggjusöm um eldra fólkið í þeim hópi, og vitjaði
oft þeirra sem voru veikir og einmana. Ávallt stóð Lilja þétt að baki börnunum
sínum og varði þau vel þegar henni þótti hallað á rétt þeirra. Hún var Hjalta syni
sínum mikil stoð og stytta við uppeldi barna hans, enda var hún einkar barngóð
og lagin við að umgangast börn á þeirra eigin forsendum. Hún leitaðist við að
hafa gott fyrir þeim og lagði þeim á hjarta bænamál og kærleiksorð kristinnar
trúar. Öll voru barnabörnin hennar eftirlætisfólk og augasteinarnir hennar sem
seint og snemma sóttu í faðm hennar, þar sem værðin og hlýjan sem stafaði frá
ömmu leiddi þau einlægt inn í draumalöndin við söng hennar.
Lilja vann lengst af við framreiðslustörf eins og fyrr var nefnt, bæði í Grill-
skálanum á Hellu, í vinnubúðum verktaka á Tungnaársvæðinu meðan var ver-
ið að reisa virkjanirnar þar, og hjá Landsvirkjun. Mörg haust vann hún við
sauðfjárslátrun á Hellu, en eftir að hún fluttist til Reykjavíkur starfaði hún hjá
Sláturfélagi Suðurlands. Síðast vann hún í mötuneyti starfsfólks vínbúðarinnar
Heiðrúnar. Hún var dugleg og vinnusöm, bóngóð og ósérhlífin í öllum verkum
sínum og gat sér gott orð fyrir dugnað sinn og samviskusemi.
Lilja var laus við tildur og hégóma, glettin jafnan og spaugsöm, og tók sjálfa
sig ekki hátíðlega um of. Hún var félagslynd og mannblendin, hafði gaman af
að fara út á meðal fólks og skemmta sér og var löngum hrókur alls fagnaðar.
Hún var virk í starfi Kvenfélags Oddakirkju á sinni tíð, tók þátt í gönguhópi
samstarfsfólks hjá Landsvirkjun, og þau Tómas ferðuðust töluvert innanlands
um dagana.
Lilja greindist með krabbamein 2015. Róður veikindanna reyndist henni
þungur, og þau gengu nærri henni með tímanum, um leið og lífsgæðin fóru