Goðasteinn - 01.09.2023, Blaðsíða 214
212
Goðasteinn 2023
Pönnukökubakstur var hennar mesta gleði allan búskapinn og gripið til hans
bæði seint og snemma.
Ásta hafði frá fyrstu tíð einstaklega gaman af hestum, átti góða reiðhesta og
var vel inni í málefnum tengdum hestamennsku. Eftir að hún og Siggi fluttu á
Selfoss, gafst betri tími til að sinna hestamennskunni og síðustu árin átti Ásta
marga ánægjustundina tengda hestum og ferðalögum á þeim. Síðast kom hún á
hestbak í fyrra, þá orðin býsna veik. Fyrsta stóra hestaferðin þeirra, hennar og
Sigga, var farin um hábjargræðistímann árið 1990 þegar þau riðu ásamt fjölda
fólks á Landsmót hestamanna á Vindheimamelum. Þetta var hálfsmánaðar ferð
með alls kyns ævintýrum og eftir það urðu ferðirnar margar og hver annarri
betri. Ásta naut þess að ferðast á hestum, en einnig með öðrum hætti. Efst í
huga var jafnan að vitja bernskustöðvanna undir Eyjafjöllum akandi á hverju
hausti og þá ekki hvað síst að komast inn í Þórsmörk, einstaka náttúruperlu
sem er steinsnar frá uppeldisstöðvum hennar. Í Syðstu-Mörk hafði fjölskyldan
einnig reist sumarbústað þar sem þau áttu margar ánægjustundir.
Siggi, börnin og fjölskyldur þeirra, eiga yndislegar minningar frá þessum
ferðum.
Ásta var glaðsinna dugnaðarforkur, en ákveðin og föst fyrir ef því var að
skipta. Jafnframt búskap stundaði hún prjónaskap og hannyrðir af metnaði.
Hún las heilmikið meðan hún hafði heilsu til og var jafnan með bók á nátt-
borðinu. Alla tíð lét hún sig varða hagsmuni þeirra sem minna máttu sín og
hlífði sér hvergi í þeim efnum. Þá var hún einstakur nágranni og vinur. Hún
var mikill dýravinur alla tíð. Hundurinn á heimilinu bjó alltaf við gott atlæti
og elskaði húsmóður sína og sama gerðu hinir ýmsu kettir sem vöndu komur
sínar í Miðengið til að fá eitthvað í gogginn. Þegar hún var ung stúlka heima í
Syðstu-Mörk hafði hún það hlutverk að gefa hænunum á morgnana. Þær voru
nú fljótar að átta sig á hver væri matmóðir þeirra. Eitt sinn þegar Ásta gekk
að Stóru-Mörk til að fara í skólann, hafði hún gleymt að sinna hænunum. Þær
gerðu sér lítið fyrir og trítluðu bara á eftir henni og hersingin var komin vel
áleiðis þegar Ásta áttaði sig á þessu. Þá var snúið við með alla strolluna á eftir
sér og verkinu sinnt áður en farið var aftur í skólann.
Lengst af bjó Ásta við góða heilsu, var snör í snúningum og létt á fæti og
vænti þess að komast á tíræðisaldur eins og flest af systkinum sínum. Fyrir
nokkrum árum fór þó að gæta hjá henni minnisleysis ásamt skertri getu til að
leysa verkefni daglegs lífs. Þessi veikindi, sem síðar kom í ljós að var Alzhei-
mer-sjúkdómurinn, jukust hratt og hún hvarf inn í heim gleymskunnar, sem er
einstaklega erfitt fyrir alla sem reyna. Hún átti þess kost að vera lengi heima,
vegna hjálpar Sigga og barnanna, en síðustu mánuðina þurfti hún að dvelja á