Goðasteinn - 01.09.2023, Blaðsíða 233
231
Goðasteinn 2023
Jón Brúnó Ingvarsson
f. 10.9. 1961 – d. 10.7. 2022
Jón Brúnó fæddist í Varmadal á Rangárvöllum 10. sept-
ember 1961.
Foreldrar hans voru hjónin Ingvar Pétur Þorsteinsson
frá Markaskarði og Vigdís Óskarsdóttir frá Varmadal,
bændur í Markaskarði. Hann var næstyngstur 6 barna
þeirra hjóna, elstur var Óskar Sveinbjörn, þá Guðrún Sigríður, Guðbjörn Svav-
ar, Þorsteinn, þá Jón Brúnó og yngst Guðlaug Hallfríður.
Fyrstu 3 æviár hans bjó fjölskyldan á Litlu-Strönd á Rangárvöllum en þá
tóku foreldrar hans við búi í Markaskarði árið 1964 og þar ólst hann upp. Hann
gekk í Hvolsskóla og síðar líka Þingborgarskóla. Og eftir að skólagöngu lauk
hleypti hann heimdraganum og vann við ýmis störf. Hann starfaði í fiskvinnslu
í Grindavík, á sláturtíðum á Hellu, Selfossi og Hvolsvelli, í kjötvinnslu og
skeifnasmiðjunni á Hellu og víðar.
Leiðir hans og eiginkonu hans, Guðrúnar Óskar Jóhannsdóttir, lágu saman
sumarið 1984 og þau gengu í hjónaband 11. apríl 2016. Hún var fædd 20. mars
1967. Þau hófu sambúð og bjuggu fyrstu árin bæði að Núpi í Fljótshlíð, í Marka-
skarði og síðan á Hellu þar til þau tóku við búskap í Markaskarði vorið 1990.
Börnin þrjú komu í heiminn eitt af öðru, elstur er:
1. Oddur Helgi, f. 1987.
2. Katrín Ósk, f. 1990, í sambúð með Sigurjóni Þór Davíðssyni.
3. Svanhildur Marta, f. 1996.
Við tóku ár sem liðu við störf, búskap og uppeldi barnanna. Hann var afar
umhyggjusamur faðir og var annt um börnin sín og sérlega barngóður. Gesta-
gangur var mikill, enda frændgarður stór og þau voru samvalin í gestrisni sinni,
glaðværð og ljúfmennsku og hjá þeim áttu svo margir skjól, því í hjörtum þeirra
beggja var skilningur á misjöfnun kjörum fólks og barna og að það voru ekki
bara sólardagar í lífi sumra. Það var því þungur harmur sem að bar í lífi fjöl-
skyldunnar þegar Guðrún andaðist þann 26. apríl 2016. En lífið hélt samt áfram
og Jón Brúnó hlúði að sínu og sínum.
Hann naut þeirra forréttinda að búa og starfa nánast alla tíð í sveitinni sem
hann ólst upp í.
Hann bjó með kýr á árum áður, fé og hross. Hestamennska og hestaferðir
þar sem hann upplifði kosti fáka sinna og fegurð landsins okkar voru hans yndi