Goðasteinn - 01.09.2023, Blaðsíða 241
239
Goðasteinn 2023
Lilja Gísladóttir
f. 14.8. 1949 – d. 10.9. 2022
Lilja Gísladóttir fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1949. For-
eldrar hennar voru hjónin Gísli Eiríksson bifreiðastjóri
frá Stóru-Mástungu í Gnúpverjahreppi og Kristjana
Guðrún Kristjánsdóttir húsmóðir frá Kroppsstöðum í
Skálavík. Gísli hafði áður verið kvæntur Helgu Páls-
dóttur, sem hann missti, og átt með henni eina dóttur, Guðnýju Eddu. Kristjana
var því önnur eiginkona hans, og eignuðust þau saman fjögur börn, Kristján,
Bergstein og Helga, auk Lilju. Kristjana dó fertug að aldri frá ungum börnum
sínum fjórum dögum fyrir jól 1952, þegar Lilja var 3ja ára. Gísli hélt heimilinu
saman með góðra manna hjálp, en börnin fóru í sumardvöl hér og þar næstu
árin. Þriðja eiginkona Gísla var Kristín Guðnadóttir, og eignuðust þau saman
dótturina Hildi Jakobínu. Dóttir Kristínar, Erna Indriðadóttir, ólst einnig upp á
heimilinu hjá móður sinni og Gísla. Gísli lést 83ja ára gamall haustið 1992, en
systkini Lilju lifa hana öll.
Lilja gekk í Laugarnesskóla sem barn, og kynntist þar velgjörðarkonu sinni,
Ellu frá Miðhópi í Vestur-Húnavatnssýslu, sem starfaði við skólann. Það varð
til þess að Lilja fór í sveit að Miðhópi nokkur sumur til fjölskyldu Ellu, sem hún
tengdist tryggðaböndum er aldrei rofnuðu. Var jafnan staldrað við á Miðhópi á
ferðum fjölskyldunnar æ síðan. Aðra tengingu norður í Húnavatnssýslu eign-
aðist Lilja síðar, því hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1966-1967,
og bjó alla tíð að því góða námi.
Veturinn eftir dvaldi Lilja í Englandi og vann þar sem au-pair-stúlka. Hún
eignaðist frumburð sinn, Hjalta Gíslason, árið 1968. Hjalti er kvæntur Kristínu
Maggý Erlendsdóttur. Börn hans eru Margrét Lilja, Daníel Erik og Sigurjón
Tómas. Börn Kristínar eru Arna Sif og tvíburarnir Birgitta og Ísak. Barnabörn
Hjalta og Kristínar eru alls fjögur; María Ósk, Móheiður Erna, Kristín Eva og
Sandra Dís.
Lilja fluttist að Hellu á Rangárvöllum 1969, og vann þar löngum við fram-
reiðslustörf. Þaðan sneri hún ekki við svo búið, því þar kynntist hún lífsförunaut
sínum, Tómasi Grétari Guðjónssyni húsasmið, sem fæddur er í Vestmannaeyj-
um en uppalinn á Hellu. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Tómasson og Aðal-
heiður Svanhvít Jónsdóttir, og fósturforeldrar hans á Hellu voru hjónin Sólveig
Magnea Guðjónsdóttir og Jónas Helgason. Lilja og Tómas stofnuðu heimili á
Hellu og áttu þar heima til 1991, en fluttust þá í Kópavog, en áttu síðustu árin