Goðasteinn - 01.09.2023, Blaðsíða 258
256
Goðasteinn 2023
Sólveig Kristjánsdóttir
f. 4.12. 1941 – d. 3.12. 2022
Sólveig fæddist í Borgum í Þistilfirði, þann 4. desember
1941. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Gunnarsdóttir
og Kristján Eiríksson bændur í Borgum. Hún var næst-
elst sex barna þeirra hjóna, hin eru Unnur, Eiríkur, Þor-
björg, Gunnþór og Þuríður.
Í Borgum ólst hún upp og við hlið góðra systkina óx hún og dafnaði og upp-
vöxtur hennar bar svip þess lífs og menningar sem á þeim tíma var í sveitum
landsins.
Hún sýndi snemma hvað í henni bjó var dugleg og samviskusöm, og mikil
hjálparhella foreldra sinna, ekki síst móður sinnar, en þær mæðgur bjuggu sam-
an um árabil í Reykjavík.
Sólveig var sveitastelpa fram í fingurgóma og einstakur dýravinur. Hún bjó
strax að þessari hjartahlýju og velvilja til manna og dýra sem einkenndu hana
alla tíð. Og fólkið hennar og systkini nutu í ríkum mæli á uppvaxtarárunum
og mátu. Henni gekk vel að læra, hafði stálminni, var nærgætin, passasöm og
einstaklega athugul.
Þegar hún hafði aldur til fór hún að starfa við síldarsöltun á Raufarhöfn
og síðar vann hún hin ýmsu störf, m.a. á Landakotsspítalanum, en einnig við
fiskvinnslu á Hornafirði og í Granda í Reykjavík um árabil. Hún vann líka við
saumaskap um tíma og bar lengi út Morgunblaðið.
Þann 1. febrúar 1976 eignaðist hún einkason sinn, Annþór Kristján. Faðir
hans er Karl Jensen Sigurðsson. Dætur Annþórs tvær eru: 1) Sara Lind, f. 1994,
dóttir hennar er Ástdís Lind, og 2) Bjarndís Sól, f. 2000.
Það urðu þáttaskil í lífi hennar þegar hún kynntist eiginmanni sínum, Eyjólfi
Guðmundssyni frá Heiðarbrún. Hann var fæddur 21. nóvember 1937 en and-
aðist þann 27. september 2014. Þau gengu í hjónaband á þjóðhátíðardaginn 17.
júní 1995.
Sólveig bjó lengst á Sólvallagötu 45 í Reykjavík, og þar bjuggu þau Eyjólfur
þar til þau fluttu til Hvolsvallar árið 2009.
Samband þeirra og hjónaband var einstaklega gott og traust. Þau studdu
hvort annað og það kom ekki síst í ljós þegar heilsu hennar fór að hraka, hve
kærleikurinn og vináttan var sterk á milli þeirra hjóna, og hve Eyjólfur lagði sig
í líma við að hlú að henni og aðstoða á alla lund.