Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.10.2019, Page 3
3
H
já
lp
ar
st
ar
f
ki
rk
ju
nn
ar
þ
ak
ka
r
st
uð
ni
ng
in
n
car rental
rent a car
REYKJAVIK
Meðal þess sem börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar fá að
kynnast í vetur er þróunarsamvinna á vegum Hjálparstarfs kirkj-
unnar. Fermingarbörnin fá að kynnast aðstæðum sem fólkið á
verkefnasvæðum býr við og rætt er um sameiginlega ábyrgð á því
að allir jarðarbúar fái lifað mannsæmandi lífi.
Í kjölfar fræðslunnar ganga fermingarbörnin í hús og safna
framlögum til verkefna sem kynnt hafa verið. Fyrir söfnunina fá
börnin leiðbeiningar um framkomu, öryggi og að gleyma ekki að
vera vel klædd. Börnunum er uppálagt að fara alltaf tvö og tvö
saman og foreldrar eru hvattir til að ganga með þeim. Börnin
fá endurskinsmerki merkt Hjálparstarfi kirkjunnar til að bera á
meðan fjáröflun stendur.
Á unglingsárum þegar skilningur vex og ungt fólk er að móta sér
lífsstíl er mikilvægt að fá að setja sig í samhengi við aðra í heim-
inum og skynja kraft sinn til þess að breyta rétt og hafa áhrif. Við
teljum að með verkefninu gefist tækifæri til að fræða fermingar-
börnin um gildi náungakærleika á áþreifanlegan hátt. Með því
skapast einnig mótvægi við síbylju neikvæðra frétta og tækifæri til
að skynja að öll getum við lagt eitthvað af mörkum.
Ef þú vilt styðja söfnun fermingarbarna til vatnsverkefna Hjálpar-
starfs kirkjunnar í Afríku, geturðu hringt í söfnunarsíma 907 2003
og gefið 2.500 krónur eða lagt upphæð að eigin vali inn á reikn-
ing 0334-26-56200. Kennitala 450670-0499.
Nánari upplýsingar á www.help.is.
Tökum vel á móti fermingarbörnunum!
Fermingarbörn ársins 2020
ganga í hús 29. – 31. október
og safna fé til verkefna
Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku
Börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar
ganga í hús í sóknum um land allt
dagana 29. – 31. október næstkomandi
með bauk frá Hjálparstarfi kirkjunnar
sem er merktur, númeraður og lokaður
með innsigi. Börnin gefa þannig
af tíma sínum til að safna fé til verkefna
Hjálparstarfsins í Afríku.