Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.10.2019, Síða 5

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.10.2019, Síða 5
5 H já lp ar st ar f ki rk ju nn ar þ ak ka r st uð ni ng in n Amína býr í Kebri Beyah í Sómalífylki í Eþíópíu þar sem Hjálp- arstarf kirkjunnar vinnur með sárafátækum bændum að bættum hag þeirra. Dæmigerðum degi ver Amína í að sækja vatn, elda mat og gera við hústjald fjölskyldunnar. Á meðan býr maðurinn hennar til viðarkol úr dauðum trjábolum sem hann finnur á víðavangi og hugar að húsdýrum fjölskyldunnar. Konur á svæðinu hafa ekki haft völd til að taka ákvarðanir um landnotkun, búfé eða fjármál heimilisins og fá mjög takmarkað tækifæri til að taka þátt í sveitarstjórn. Þetta valdaleysi kvennanna í fylkinu hefur haft neikvæð áhrif á heilsu og lífsafkomu kvennanna og fjölskyldna þeirra. Eitt meginmarkmiða verkefnis Hjálparstarfsins á svæðinu er að stuðla að auknu valdi og áhrifum kvenna samfélaginu öllu til far- sældar. Konunum er boðið að taka þátt í sparnaðar- og lánahóp- um með það að markmiði að þær geti hafið eigin atvinnurekstur. Amína tekur nú þátt í slíkum hópi með 15 öðrum konum. Í kjölfar fræðslu og láns kom Amína sér upp verslun með eldhús- áhöld sem hún selur nágrönnum sínum. Ágóðann notar hún til að kaupa nauðþurftir fyrir börnin sín og stundum vatn sem hún sækir um langan veg, enn sem komið er, en Hjálparstarfið áætlar að grafa vatnsþró við þorpið þar sem Amína býr undir lok ársins 2019. Í Kebri Beyah í Sómalífylki Eþíópíu býr Amína (fyrir miðju) með eigin- manni sínum og fjórum börnum. Í fyrra leituðu fjögur systkin á unglings- aldri sem höfðu flúið frá átakasvæðum í Suður-Súdan ásjár hjá fjölskyld- unni og búa nú með þeim. Elsta systirin er hér lengst til hægri. Valdefling kvenna er forsenda farsældar

x

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar
https://timarit.is/publication/1939

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.