Bændablaðið - 15.08.2024, Side 2

Bændablaðið - 15.08.2024, Side 2
2 Fréttir Bændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024 Garðyrkjustöðin Sunna á Sólheimum er hætt ræktun á lífrænt vottuðum garðyrkju­ afurðum. Á Sólheimum var ákveðið á síðasta ári að taka í notkun sveppa massa frá Flúðasveppum sem áburðargjafa og í kjölfarið var áskrift að vottunarþjónustu Vottunarstofunnar Túns sagt upp, sem er eina sinnar tegundar hér á landi. Þó má enn sjá vottunarmerki á vörum frá Sunnu í verslunum. Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vottunar­ stofunnar Túns, segir málið komið í ferli. „Hliðarmiði afurðanna ber Evrópu sambands­laufið og kenninúmer Túns. Á einstaka umbúðum hefur verið límt yfir merkið en það eru greinilega gloppur í því,“ segir Gunnar. Lífræn vottun frá 1996 Talið er að upphaf lífrænnar ræktunar á Íslandi hafi verið á Sólheimum í Grímsnesi fyrir rúmlega 90 árum. Þá settist Sesselja Sigmundsdóttir þar að og hóf að rækta grænmeti með hugsjónir lífrænnar ræktunar að leiðarljósi. Hefur Sunna haft lífræna vottun frá árinu 1996, sem var fyrsta árið sem Tún veitti slíkar vottanir. Að sögn Gunnars eru 8–10 ár síðan ráðgjafarnefnd Túns um reglur ákvað að loka á notkun á sveppamassanum, eftir að hafa veitt nokkurra ára aðlögunartíma fyrir framleiðendur til að fasa hann út. Kristinn Ólafsson, framkvæmda­ stjóri Sólheima, segir að ekki sé notast við tilbúinn áburð hjá Sunnu. „Við notum sveppamassa sem er með um sex prósent af kjúklingaskít, frá hænum sem eru ekki vottaðar. Tún hefur neitað að samþykkja hann þó þetta sé leyft í löndunum í kringum okkur og sé innan skekkjumarka samkvæmt reglugerðum Evrópusambandsins,“ segir Kristinn. Heimilt að nota fjölþætt áburðarefni Spurður almennt um leyfileg áburðarefni til ræktunar á lífrænt vottuðum afurðum, segir Gunnar að reglugerðir um lífræna framleiðslu tilgreini fjölþætt áburðarefni sem heimilt er að nota. „Þar á meðal búfjáráburð úr hefðbundinni búfjárrækt, að því tilskildu að áburðurinn sé rétt meðhöndlaður, gerjaður og niðurbrotinn, og að hann sé ekki upprunninn úr verksmiðjubúskap. Þá er rétt að taka fram að áburður má ekki innihalda erfðabreytt efni, úr fóðurgjöf eða leifar hefðbundinna lyfja. Hér á landi er unnt að hagnýta þang og þara og afurðir þess, afurðir fiskimjöls­ og kjötmjölsframleiðslu, sumt af þessu er vottað lífrænt og annað sjálfbært. Þá er unnt að nota áburð frá lífrænni sauðfjárrækt, nautgriparækt og alifuglarækt, svo og hefðbundinni svo framarlega sem ofangreind skilyrði eru uppfyllt.“ Opinberan stuðning skortir Gunnar segir tal um að hér á landi skorti leyfileg áburðarefni fyrir lífrænt vottaða ræktun sé mjög orðum aukið. „Ég hef að minnsta kosti ekki séð nein haldbær gögn sem styðja slíkar fullyrðingar. Hins vegar skortir opinberan stuðning og fræðslu til þess að nýta fáanleg efni til áburðarframleiðslu sem uppfyllir kröfur. Slíkan stuðning og þekkingu vantar bæði hjá mögulegum áburðarframleiðendum og hjá bændum. Almennt má hins vegar benda á að ef umsækjandi eða vottunarhafi leitar eftir heimild til að nota óvottuð aðföng verður viðkomandi að sýna fram á að aðföngin innihaldi leyfileg efni. Ef ekki er sýnt fram á það þá getur viðkomandi ekki notað umrædd aðföng til lífrænnar ræktunar. Þetta hefur átt við um svepparotmassa.“ Aðgengi og upplýsingar Elínborg Erla Ásgeirsdóttir er formaður VOR, félags framleiðenda í lífrænum búskap, og segir hún að eitt af brýnu málunum í framtíðinni sé að aðgengi að nauðsynlegum aðföngum líkt og áburðarefnum sé eins og gott og hægt er, til að tryggja framtíð lífræns landbúnaðar. „Í því samhengi langar mig að benda á aðgerðaáætlun stjórnvalda til eflingar lífrænnar ræktunar, sem ég geri mér vonir um að sé rétt að fara að líta dagsins ljós. Í drögum hennar, sem matvælaráðuneytið birti í nóvember síðastliðnum, kafla 3.2, er einmitt fjallað um aðföng, meðal annars mikilvægi þess að kortleggja uppsprettur lífræns áburðar og auka gegnsæi fyrir notendur þeirra, svo augljóst sé fyrir notendur að um leyfileg áburðarefni sé að ræða – og að innihald og næringargildi sé ljóst,“ segir hún. Mikilvægt sé og augljós hagræðing fyrir framleiðendur að hafa aðgengi að upplýsingum um hvar lífræn leyfileg áburðarefni til notkunar í vottaðri framleiðslu sé að fá og eins hvert raunverulegt næringargildi og innihald þeirra sé. „Það getur í raun skipt sköpum bæði fyrir starfandi framleiðendur og ekki síður þau sem eru að taka sín fyrstu skref í vottaðri framleiðslu. Þetta er eitt af grunnatriðunum.“ Framleiðsla og sala á áburðarefnum „Þá eru líka ótalin verðmætin sem geta skapast vegna framleiðslu og sölu á téðum áburðarefnum,“ heldur Elínborg áfram. „Það er síðan skoðun VOR að heimildir eigi að vera eins rúmar og hægt er og að samræmi við útfærslur í öðrum löndum Evrópu sé sem mest, án þess þó að það komi niður á trúverðugleika vottunarinnar. Heimildirnar verða að vinna með framleiðendum og gera sem flestum kleift að starfa innan ramma vottaðrar framleiðslu. Þarna er til dæmis mikilvægt að reglugerðir geri ráð fyrir að nýir áburðargjafar geti komið fram og hefti ekki nýsköpun og þróun.“ /smh HVERNIG GEKK HEYSKAPURINN? Rétt fóðurgjöf er forsenda þess að ná hámarksárangri í mjólkur- framleiðslu. Pantaðu heysýnatöku og ráðgjöf hjá Líflandi í tæka tíð Skannaðu kóðann fyrir nánari upplýsingar Sólheimar án lífrænnar vottunar – Notast enn við óleyfilegar vottunarmerkingar á vörum sínum Enn má sjá vottunarmerki á vörum Sunnu, þótt lífrænni vottaðri framleiðslu hafi verið hætt síðasta sumar. Elínborg Erla Ásgeirsdóttir. Frá garðyrkjustöðinni Sunnu á Sólheimum. Nýlega hafa verið gefnar út verðskrár með afurðaverðs­ hækkunum til bænda fyrir nautgripakjöt þar sem gert er ráð fyrir um sex prósenta meðaltalshækkun. Ný verðskrá Sláturfélags Suðurlands tók gildi 15. júlí. Í tilkynningu segir að kýr, naut og alikálfar hækki um átta prósent, en aðrir flokkar um fjögur prósent. Einnig er greidd átta prósenta viðbót ofan á þá verðskrá sem var í gildi frá 1. apríl 2024. Misjafnt milli flokka Einar Kári Magnússon, aðstoðar­ sláturhússtjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir að hækkanir hjá þeim séu einnig misjafnar á milli flokka og því mismunandi hvernig útkoman sé fyrir bændur. Mest sé verðhækkun á kýrkjöti, eða 11 prósent að jafnaði, ungneyti hækki um rúm fimm prósent en verð fyrir ungar kýr standi nokkuð í stað. Meðalhækkunin sé um sex prósent. Meira þarf til Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bænda­ samtökum Íslands, fagnar öllum hækkunum á afurðaverði. „Það hafa verið mjög erfið rekstrarskilyrði í nautakjötsframleiðslu síðastliðin ár. Líkt og rekstrarverkefni Ráðgjafar­ miðstöðvar landbúnaðarins um afkomu í nautakjötsframleiðslu hefur sýnt þá hafa afurðatekjur ekki staðið undir framleiðslukostnaði. Svo ég fagna auðvitað öllum hækkunum á afurðaverði á nautakjöti, þó meira þurfi vissulega til. Vonandi verða fljótlega frekari hækkanir til bænda,“ segir Rafn. /smh Hækkun á afurðaverði Um sex prósenta hækkanir eru á afurðaverði nautgripabænda. Mynd / smh Bændablaðið www.bbl.is

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.