Bændablaðið - 15.08.2024, Qupperneq 4

Bændablaðið - 15.08.2024, Qupperneq 4
4 Fréttir Bændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024 Bjargráðasjóði hefur borist 81 umsókn frá bændum vegna kaltjóns á túnum. Fresturinn rennur út á miðnætti 31. ágúst og er mat á umsóknum ekki hafið. Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu hafa einhverjir umsækjendur fengið tölvupósta frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) sem sér um rekstur Bjargráðasjóðs, þar sem óskað er eftir frekari gögnum, eins og myndum. Bent er á að hafi einhverjir litið á það sem höfnun sé það rangt en það kunni að leiða til synjunar á síðari stigum ef engin viðbrögð koma við beiðnunum. Verklagsreglur um afgreiðslu umsókna um fjárstyrk vegna tjóns af völdum kals árið 2024 voru samþykktar 10. júní síðastliðinn og sendar Bændasamtökum Íslands, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, öllum búnaðarsamböndum á landinu, ásamt fleiri aðilum. Í reglunum stendur meðal annars: „Skilyrði fyrir styrkveitingu er að greinargóðar ljósmyndir og/eða drónamyndir af skemmdum fylgi með umsókninni. Það skal koma skýrt fram af hvaða spildu hver mynd og/eða drónamynd er tekin.“ Bjargráðasjóður getur jafnframt falið sérfróðum aðilum að meta skemmdir í vettvangsferð ef ástæða þykir til. Ekki verður hægt að stofna nýjar umsóknir eftir 31. ágúst, en umsækjendur geta bætt við gögnum fram yfir umsóknarfrestinn ef ástæða er til. /ál Gefið hefur verið út virkjana- leyfi fyrir fyrsta íslenska vind- orkuverið, Búrfellslund Lands- virkjunar. Orkustofnun afgreiddi hinn 12. ágúst virkjunarleyfi fyrir Búrfellslund, sem standa á við Vaðöldu. Landsvirkjun mun í kjölfarið sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Rangárþings ytra þar sem virðist ríkja jákvæðni gagnvart verkefninu.Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að búið sé að ganga frá tengi- samningi við Landsnet og verið að leggja lokahönd á samning um lands- og vindorkuréttindi við ríkið. Hvort tveggja séu mikilvægir áfangar í undirbúningsferli virkjunar- kostsins. Ef öll tilskilin leyfi fáist taki stjórn Landsvirkjunar endanlega ákvörðun um hvort ráðist verði í verkefnið. Hátt í þrjátíu vindmyllur Búrfellslundur var settur í nýtingarflokk rammaáætlunar árið 2022 og verður fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28-30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði. Uppsett afl verður um 120 MW. Landsvirkjun auglýsti útboð snemma þessa árs á vindmyllum fyrir Búrfellslund, með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál. Sú leið var, skv. tilkynningu Landsvirkjunar, farin til að styrkja líkurnar á að vindmyllurnar verði farnar að skila orku inn á raforkukerfið fyrir árslok 2026, eins og áætlanir geri ráð fyrir. Landsvirkjun hefur ekki viljað gefa upp áætlaðan heildarkostnað við verkefnið þar sem það sé í útboðsferli. Ekki allir á eitt sáttir Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur mótmælt vinnubrögðum Landsvirkjunar í undirbúningi að vindorkuverkinu. Hún telur stjórnvöldum ekki heimilt að veita leyfi tengt Búrfellslundi samkvæmt lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun. Fleiri aðilar, t.d. Landvernd, kalla eftir skýru regluverki og umgjörð frá stjórnvöldum áður en gefið verði grænt ljós á vindmyllugarða. Jafnframt hefur sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps sagt að Búrfellslundur, ef af verður, muni takmarka möguleika sveitarfélagsins til uppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. /sá Vindmyllur fá grænt ljós ÍSLENSKA ÁBURÐARFJÖLSKYLDAN FÆST Í VERSLUNUM UM LAND ALLT! Í vikunni var lokið við að steypa gólfplötuna undir kornþurrk- stöðina sem eyfirskir bændur eru að byggja við Ytra-Laugaland. Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi á Klauf í Eyjafjarðarsveit, segir verkið vera nánast á áætlun. Byggingarefnið, sem sé forsniðið límtré og yleiningar tafðist aðeins, en eigi að skila sér á næstu tveimur vikum. Það komi ekki að sök, því þá gefist færi á að koma vélbúnaðinum fyrir sem berist á næstu dögum. Ef allt gengur eftir gerir Hermann ráð fyrir að hægt verði að ræsa búnaðinn í lok september. Það sé í tæka tíð fyrir þreskingu, sem tefst vegna kulda í vor. „Það eru helvíti öflugir menn og konur með okkur og við vinnum hérna dag og nótt og erum í heyskap í dauða tímanum þar á milli,“ segir Hermann, en stærstur hluti verksins sé unninn af bændunum sem eiga kornþurrkstöðina. Vinir og ættingjar séu kallaðir til og segir Hermann að þetta sé félagslegt verkefni eins og tíðkaðist áður. „Ég myndi segja að þetta séu fimmtán manns sem eru í reglulegri vinnu. Svo hefur þetta farið upp í töluvert fleiri á góðum dögum, þannig að það er oft hasar.“ Það sem liggi fyrir á allra næstu dögum á meðan beðið sé eftir frekari aðföngum séu ýmis minni verk í kringum húsið, eins og að leggja dren, keyra möl og jafna plön. Norðurorka sé jafnframt að vinna við að tengja afkastamikla heitavatnslögn til og frá stöðinni. Þá eigi eftir að steypa undirstöður fyrir þurrkarann, sem verður að hluta til utan við bygginguna. /ál Steypuvinna hafin við kornþurrkstöð Á framkvæmdasvæði kornþurrkstöðvarinnar í Eyjafirði á þriðjudaginn. Mynd / Sigurgeir Sigurgeirsson Búrfellslundur við Vaðöldu. Um 30 vindmyllur eru áætlaðar sunnan Sultartangastíflu við Vaðöldu, með uppsett afl um 120 MW. Mynd / Landsvirkjun Útboð á holdagripum Nautís seldi bændum tíu hrein- ræktaða Angus kynbótanautgripi í sumar fyrir samtals 13.200.000 krónur. Þar af voru sjö naut og þrjár kvígur. Meðalverð nautanna voru 1.521.000 krónur og kvígnanna 851.000 krónur. Dýrasti gripurinn að þessu sinni var Litur 23405 sem seldist á 1.850.000 krónur án vsk., á meðan það naut sem seldist fyrir lægstu upphæðina var Móði 23409, sem fór á 1.301.000 krónur án vsk. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Nautís, segir áhugann hafa dreifst nokkuð jafnt, en flestir þátttakendur buðu í alla gripina. Nautsfeðurnir norskir Kynbótagripirnir sem stóðu til boða eiga rætur sínar að rekja til norsks kynbótasæðis sem var flutt hingað til lands. Allir gripirnir eru undan Laurens av Krogedal, fyrir utan Móða sem er undan Manitu av Høystad. Mæðurnar eru allar hreinræktaðar Angus-kýr sem komu hingað sem fósturvísar þegar innflutningur nýs erfðaefnis hófst árið 2017, eða afkomendur þeirra gripa. Samkvæmt reglum útboðsins mátti hver þátttakandi eingöngu kaupa eitt naut og eina kvígu. Gripirnir dreifðust því á sjö bæi þar sem þrír aðilar keyptu bæði naut og kvígu. Sams konar útboð verður haldið næsta sumar þar sem kálfarnir sem fæddust í vor verða boðnir til kaups, en að þessu sinni báru kýrnar tíu nautum og ellefu kvígum. Kálfarnir eru settir í níu mánaða einangrun að hausti þar sem fylgst er grannt með hvort þeir beri með sér sjúkdóma. Kröfur Nautís strangar Af þeim kálfum sem fæddust í fyrra heldur Nautís eftir þremur kvígum til að viðhalda sínum eigin stofni og hefur eitt af nautunum verið sent að nautastöðinni á Hesti. Þá hafi nokkrum gripum úr þessum árgangi verið fargað þar sem þeir uppfylltu ekki kröfur Nautís fyrir sölu. Sveinn nefnir að eitt naut hafi ekki verið með nógu góða fótstöðu á meðan annað var ekki með nógu gott skap. Nautís er með 22 hreinræktaðar Angus-kýr og segir Sveinn stöðina fullsetna og að ekki sé hægt að ala upp fleiri naut í senn. Nautís á sæði úr fjórum norskum kynbótanautum sem verða notuð fyrir næsta árgang og telur Sveinn ekki ólíklegt að fluttir verði inn nýir fósturvísar á komandi vetri. Sveinn segir að tekið sé sæði úr einhverjum nautanna sem fari svo í dreifingu til bænda í gegnum Nauta- stöðina á Hesti. Sæðingar séu að mati Sveins afar ódýr leið fyrir bændur til að nálgast nýja erfðaefnið. Of fáir holda- nautabændur nýti sér þær, en sæðingum fylgi nokkur vinna og þurfi bændur að vera með góða aðstöðu. Bændur séu greinilega spenntari fyrir að kaupa naut til að setja í hjarðirnar. /ál Einangrunarstöð Nautís á Stóra-Ármóti. Myndir / Sveinn Sigurmundsson Litur 23405 fór á 1.850.000 krónur, sem var hæsta verðið fyrir naut í þessu útboði. Nautís seldi kynbótagripi fyrir samtals 13,2 milljónir. Kalskemmdir í túni. Mynd / Eiríkur Loftsson Styrkir vegna kaltjóna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.