Bændablaðið - 15.08.2024, Síða 10
10 Fréttir Bændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024
Búist er við að neysla á land-
búnaðarvörum á heimsvísu aukist
um 13 prósent á næstu tíu árum.
Jafnframt er viðmiðunarverð
þeirra talið muni lækka lítillega
að raungildi.
Gert er ráð fyrir að framleiðsla
heimsins á landbúnaðarvörum aukist
að meðaltali um 1,1 prósent á ári á
komandi áratug.
Efnahags- og framfarastofnunin
(OECD) og Matvælastofnun Sam-
einuðu þjóðanna (FAO) segja í nýrri
skýrslu, Landbúnaðarhorfur 2024–
2033, að neysla landbúnaðarvara
á heimsvísu muni aukast um 13
prósent á næstu tíu árum. Áætlað
er að vöxtur í mjólkurframleiðslu
í heiminum verði meiri en í öðrum
landbúnaðarafurðum á því tímabili,
um 1,6 prósent á ári. Jafnframt muni
viðmiðunarverð landbúnaðarafurða
lækka lítillega að raungildi á
tímabilinu. Það komi þó ekki
endilega til með að endurspeglast í
smásöluverði á matvælum því þar séu
margar breytur, svo sem í umhverfis-,
félags-, pólitísku og efnahagslegu
tilliti.
Lág- og meðaltekjulönd knýja
áfram vöxt landbúnaðarafurða.
Lögð er í skýrslunni áhersla á að
þróttmiklir alþjóðlegir markaðir
fyrir landbúnaðarvörur verði áfram
mikilvægir fyrir fæðuöryggi þjóða og
lífsviðurværi dreifbýlis. Þjóðir heims
hafi aukið framleiðslu sína hratt, með
nýrri tækni, nýsköpun og nýtingu á
náttúruauðlindum landanna.
Mjólkurframleiðsla vex meira
en aðrar greinar
Samkvæmt OECD/FAO munu
neytendur áfram hafa mjólkurvörur
í hávegum sem mikilvægan hluta
af heilbrigðu og næringarríku
mataræði. Í takt við hækkandi tekjur
og fólksfjölgun er áætlað að neysla
haldi áfram að aukast á heimsvísu
til meðallangs tíma. Einkum
knýja Indland og Pakistan þann
vaxtarbrodd. Neysla á hvern íbúa á
unnum mjólkurvörum heldur einnig
áfram að aukast.
Áætlað er að mjólkurframleiðsla
í heiminum verði meiri en í
öðrum landbúnaðarafurðum á
komandi áratug, um 1,6 prósent
á ári. Búist er við meira en
helmingi framleiðsluaukningar í
Indlandi og Pakistan. Gert er ráð
fyrir að löndin samanlagt muni
standa fyrir yfir 30 prósentum af
mjólkurframleiðslu heimsins árið
2033. Innan ESB er gert ráð fyrir
að mjólkurframleiðsla minnki
lítillega vegna minni eftirspurnar,
framleiðslutakmarkana sem
tengjast umhverfislöggjöf og
útbreiðslu annarra framleiðslukerfa.
Um það bil 7 prósent af þeirri
mjólk sem framleidd er í heiminum
verður vara á alþjóðlegum
mörkuðum.
Meira alifuglakjöt innan ESB
Spáð er að kjötframleiðsla í
heiminum muni aukast um 12
prósent á tímabilinu og ná 388
milljónum tonna miðað við
skrokkþyngd (cwe). Búist er við
stærstum hluta framleiðsluaukningar
í Asíu og talið að alifuglakjöt styrki
þegar markaðsráðandi stöðu á
kjötmarkaði.
Gert er ráð fyrir að neysla á
kjúklingi, svínakjöti, nautakjöti og
lambakjöti aukist um 16 prósent til
ársins 2033. Kjötneysla aukist um 0,5
kíló á mann á ári og verði komin í 28,6
kílóa ársneyslu á mann árið 2033. Í
prósentum talið eykst neysla á mann
um 2 prósent árið 2033. Það er þó
aðeins þriðjungur af vexti síðasta tíu
ára tímabils. Ásamt Indlandi og Kína
er búist við að kjötneysla aukist mest í
Víetnam, Bandaríkjunum og Brasilíu.
OECD/FAO bendir á alþjóðlega
þróun þar sem neytendur verði
sífellt næmari fyrir dýravelferð og
umhverfis- og heilbrigðismálum
sem tengjast dýraframleiðslu, sem
samkvæmt OECD/FAO gæti leitt
til minni kjötneyslu á mann. ESB er
nefnt sem dæmi. Þar er gert ráð fyrir
að í stað neyslu kjöts af nautakjöti,
svínum og sauðfé komi alifuglakjöt.
Á heimsvísu er einnig talið að
alifuglakjöt standi undir helmingi
aukningar kjötneyslu.
Hár framleiðslukostnaður, m.a.
fóðurkostnaður, og strangara regluverk
hefur haft rík áhrif á kjötframleiðslu
undanfarin ár, auk ýmissa sjúkdóma.
Talið er að framleiðendur þurfi
að bæta framleiðni sína til að
viðhalda samkeppnishæfni, m.a.
með afkastaaukningu á grunni
bættrar ræktunar og skilvirkari
verkferla, bættri fóðurnýtingu og
meiri sláturþyngd.
Hlutfall landbúnaðarhráefnis
sem fer í fóður er talið munu aukast
eftir því sem dýraframleiðsla vex
og eflist.
Kornframleiðsla eykst
um 350 milljónir tonna
Vöxtur korneftirspurnar mun skv.
skýrsluhöfundum ekki aukast og
á það rætur að rekja til minnkandi
eftirspurnar eftir fóðri, lífeldsneyti
og iðnaðarnotkunar korns. Vöxtur
í eftirspurn korns er fyrst og
fremst tengdur fólksfjölgun í lægri
millitekjulöndum.
Búist er við aukinni eftirspurn
eftir hveiti og hrísgrjónum í Asíu
en í Afríku er reiknað með aukinni
neyslu á hirsi, dúrru og hvítum maís.
Hrísgrjón eru einnig að aukast í
fæðu sumra Afríkulanda. Talið er að
kornframleiðsla á heimsvísu aukist
um 350 milljónir tonna og verði 3.200
milljónir tonna árið 2033. Um 40
prósent aukningarinnar verður í Asíu.
Að meðaltali fara 17 prósent af
kornframleiðslu heimsins á alþjóðlega
markaði.
Losun dregst saman
Christina Furustam, sérfræðingur hjá
Landssamtökum bænda í Svíþjóð,
bendir í umfjöllun sinni um skýrslu
OECD/FAO að einkar jákvætt sé
að Afríka muni á komandi árum
eiga vaxandi hluta framleiðslu-
aukningar kornvöru. Þá muni land-
búnaðarframleiðsla heims losa minna
af gróðurhúsalofttegundum á hverja
einingu en áður.
Hún tiltekur einnig að
mjólkurvörur styrki stöðu sína sem
uppspretta næringar og orku fyrir
neytendur. /sá
Landbúnaðarhorfur 2024–2033:
Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu
– Þrettán prósenta aukningu spáð í heimsneyslu landbúnaðarvara
Í nýrri skýrslu OECD/FAO um landbúnaðarhorfur á heimsvísu til ársins 2033 er áætlað að vöxtur í mjólkurframleiðslu
í heiminum verði meiri en í öðrum landbúnaðarafurðum, árlega um 1,6 prósent til 2033. Hér má sjá evrópskar kýr
í stórbrotnu alpalandslagi. Mynd / Pete Linforth-Pixabay
Á Espiflöt í Reykholti í Biskups-
tungum hefur á undanförnum
vikum verið unnið að hækkun á
einu gróðurhúsi blómabændanna
sem þar reka garðyrkjustöð sína,
í því skyni að skapa skilyrði til
aukinnar framleiðslu.
Mikill uppgangur hefur verið í
blómaframleiðslu á undanförnum
árum, eða allt frá því að Covid-
faraldurinn skall á Íslandi í byrjun
árs 2020.
Axel Sæland, formaður deildar
garðyrkjubænda hjá Bændasam-
tökum Íslands, stýrir garðyrkju-
stöðinni á Espiflöt og segir hann að
tekið hafi verið gamalt og vel byggt
1.200 fermetra gróðurhús og það
hækkað um 1,5 metra.
„Við fengum hollenskt fyrirtæki
sem sérhæfir sig í þannig aðgerðum
til að sjá um verkið. Með aukinni
lofthæð skapast betri skilyrði inni
í gróðurhúsinu hvað varðar loft og
raka. Við getum líka sett upp öflugri
vaxtarlýsingu,“ segir Axel.
Axel gerir ráð fyrir að uppskeran
aukist um 30–50 prósent þegar
framkvæmdinni er lokið og
gróðurhúsið komið í fullan gír aftur.
„Sala á blómum jókst mjög í Covid
og hefur ekkert dregist saman síðan.
Þetta hefur aukið á tekjur okkar og
við nýtt það til að reyna að gera enn
betur eins og þessi aðgerð sýnir.“ /smh
Gróska hjá blómabændum
– Aukin framleiðsla á Espiflöt með hækkun á gróðurhúsi
Frá framkvæmdunum á Espiflöt.
Axel Sæland.