Bændablaðið - 15.08.2024, Qupperneq 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024
Hjálpum þér upp og höldum þér uppi!
Við sérhæfum okkur í fallvarnar- og öryggisbúnaði.
Veldu öruggar lausnir á frábæru verði!
HJÓLAPALLAR,
STIGAR & TRÖPPUR
Þú kemst hærra með okk r!
Vandaðar tröppur, stigar og hjólapallar til sölu og leigu á frábæru verði!
Vinnupal lar ehf. – Vagnhöfða 7 – s . 787 9933 – vpal lar@vpal lar. is – www.vpal lar. is
Skoðaðu
úrvalið til sölu
og leigu á
vpallar.is
Nú eru síðustu hátíðir sumarsins að líta dagsins ljós og
með það til hliðsjónar er hér örlítið yfirlit yfir nokkrar
þær skemmtanir og húllumhæ sem má finna hérlendis.
Hér til hliðar má sjá brot af því helsta sem er á döfinni
í ágústmánuði, fyrir þá sem vilja gera sér dagamun, en
uppákomur næstu vikna verða á dagskrá í næstu blöðum.
Hér er um auðugan garð að gresja og næsta víst að ekki
komist allt á lista.
Fyrir þá sem vilja koma á framfæri hvers konar
skemmtunum, opnunum eða uppákomum, má hafa
samband í gegnum netfangið sigrunpeturs@bondi.is og
við reynum okkar besta til að koma því að.
Töðugjöld í þrjátíu ár
Þrjátíu ára afmæli Töðugjaldanna á Hellu fer fram þessa
dagana í Rangárþingi ytra. Fjölskylduhátíðin hófst 11.
ágúst og stendur til 18. ágúst.
Í tilefni af hátíðarhöldum hafa fjölmargir íbúar
skreytt íbúðarhúsin sín og garða og fegrað nærumhverfi
sitt með þemalitum. Þannig má sjá gular skreytingar
austan Hellu, grænar og appelsínugular vestan Hellu
og rauður litur er allsráðandi í Þykkvabæ.
Einn af hápunktum töðugjaldanna er ókeypis
morgunmatur sem borinn er fram í íþróttahúsinu á
Hellu laugardaginn 17. ágúst frá kl. 10–12 en þar
mun Harmonikkufélag Suðurlands m.a. spila og
umhverfisverðlaun og menningarverðlaun Rangárþings
ytra verða afhent.
Þennan sama dag verður líka bílasýning á árbakkanum
á Hellu og vegleg fjölskyldudagskrá í íþróttahúsinu. Að
kvöldi 17. ágúst verður svo glæsileg kvöldvaka við
íþróttavöllinn á Hellu sem enginn ætti að missa af.
Danskir dagar í Stykkishólmi einnig þrítugir
Nú eru þrjátíu ár liðin síðan Danskir dagar voru haldnir
í fyrsta sinn en þessi bæjarhátíð hefur verið haldin allt
frá árinu 1994.
Hátíðin dregur nafn sitt af því að bærinn þótti
svo danskur að Hólmarar voru sagðir tala dönsku
á sunnudögum. Var hún fyrst haldin á 50 ára afmæli
lýðveldisins og segir sagan að Ólafur H. Sverrisson,
þáverandi bæjarstjóri, hafi tekið fram í setningarræðu að
samskipti Dana og Íslendinga hefðu ætíð verið allnokkur,
ekki síst í Stykkishólmi þar sem danskir menn og konur
hefðu verið áberandi í bæjarlífinu.
Var Stykkishólmur miðstöð verslunar á Vesturlandi á
meðan Danir réðu hér lofum og lögum.
Má nærri geta að mikið verður um að vera dagana
15.–18. ágúst, líf og fjör í hvívetna. Til dæmis mætir
Jörgen Olsen á staðinn, en hann er annar Olsen bræðra
sem unnu Eurovision-keppnina eftirminnilega með laginu
„Fly on the Wings of Love“ árið 2000. Þannig nú er um
að gera að mæta á svæðið og njóta tilverunnar. /sp & mhh
Þriðja helgin, 16.–18. ágúst
Dagana 11.–18. ágúst fer fram hátíðin
Töðugjöld – Bæjarhátíð á Hellu á
Rangárvöllum sem býður gestum sínum
13–16 ára upp á að taka þátt í axarkasti
og bogfimi, sýningu BMX brós, ljúfa
tóna frá Harmonikkufélagi Suðurlands
sem þenur nikkurnar, hnallþórukeppni,
legóbyggingarkeppni, kvöldvökur, tónleika
og margt, margt fleira. Nánari upplýsingar
má finna í Töðugjaldabæklingnum, en
hlekkur á hann er á Facebook-síðu
Töðugjalda. Á hátíðin 30 ára afmæli í ár
og því mikið um að vera.
15.–18. ágúst fer bæjarhátíð Hveragerðis, Blómstrandi dagar,
fram, en um ræðir fjölskylduhátíð af besta tagi. Tónleikar, markaðir,
sýningar, leikir, brekkusöngur, tívolí, flugeldasýning og fjör úti um
allan bæ.
Sveitasæla í Skagafirði, landbúnaðarsýning og bændahátíð
verður haldin á Sauðárkróki þann 19. ágúst í Reiðhöllinni
Svaðastöðum. Mikið verður um að vera, allt frá hoppuköstulum,
hrútadómum og kálfasýningum til véla- og fyrirtækjasýninga.
Bæjarhátíðin Fjölskyldudagar í Vogum Vatnsleysuströnd, fer
fram 15.–18. ágúst og boðið upp á hina ýmsu skemmtan á borð
við hamborgaragrill, bubblubolta, tónleika, varðeld, flugeldasýningu
og margt fleira.
Útsæðið, Bæjarhátíð Eskifjarðar, verður haldin dagana 15.–
18. ágúst og fá gestir að njóta ýmissa skemmtana og samveru.
Kvöldvaka, flugeldasýning o.fl.
Dagana 15.–18. ágúst fer bæjarhátíðin
Reykhóladagar fram, en í fjölbreyttri
dagskrá má finna eitthvað við allra hæfi.
Sirkus Íslands kemur fram auk þess að snúa
blöðrur eftir sýninguna. Kandíflossvél verður
í gangi, svo og krapvél, pylsur grillaðar,
teymt verður undir börnum, andlitsmálning
og froðudiskó. Stiklur Ómars Ragnarssonar
verða sýndar undir pönnukökuáti ef fólk vill
kaupa gómsætar kökurnar, kántrítónleikar
verða í gangi, sundlaugarpartí unglinga
í Grettislaug, súpa í heimahúsum,
kassabílarallí, karaókí fyrir 13–17 ára,
dráttarvélafimi, þarabolti og bjórhlaup auk þess sem Herbert
Guðmunds og sonur hans, Guðmundur Herberts, trylla lýðinn á
föstudagskvöldinu.
Ein elsta bæjarhátíð landsins, Danskir dagar í Stykkishólmi, er
30 ára nú dagana 15.–18. ágúst og má nærri geta að gestir eigi
von á húllumhæi í tilefni afmælisins. Stuðlabandið spilar, keppt
verður í bjór / freyðivínshlaupi, froðurennibraut í hótelbrekkunni
í boði Fosshótel (börn á ábyrgð forráðamanna), veltibíll og tívolí
eru á staðnum auk flugeldasýningar svo fátt eitt sé nefnt ... og fyrir
Eurovision-aðdáendur má ekki gleyma að segja frá því að Jörgen
Olsen, stórsöngvarinn og Eurovision-sigurvegarinn mætir galvaskur
á svæðið.
Hvalfjarðardagarnir verða haldnir 16.–18. ágúst, fjölbreytt og
skemmtileg dagskrá verður í boði fyrir alla fjölskylduna.
Fjórða helgin, 23.–25. ágúst
Bæjarhátíð á Seltjarnarnesi verður haldin sunnudaginn 25
ágúst. Fjölbreytt dagskrá gleður gesti, m.a. verður opið í vitann,
klifurmeistara á borð við Spiderman bregður mögulega fyrir, lífríkið
við Gróttu rannsakað, vöfflukaffi og pylsur verða á staðnum svo og
ljúfir hamonikkutónar.
Grímsævintýri í Borg fer fram þann 24. ágúst á milli kl. 13-16.
Tombóla í gangi - ekkert núll og einungis 500kr. miðinn. Klifurveggur,
blúndukaffi, markaður, Sirkus Ananas, andlitsmálun og margt fleira
mun gleðja gesti.
Menningarnótt í Reykjavík. Stærsta afmælis- og borgarhátíð
Reykjavíkur verður haldin laugardaginn 24. ágúst 2024. Segja má
að hátíðin sé hápunktur sumarsins þar sem skemmtilegir viðburðir
lita mannlífið í miðborginni frá morgni til kvölds fyrir alla þá sem vilja
taka þátt í hátíðinni og skemmta sér. Það er orðin hefð hjá mörgum
fjölskyldum og vinahópum að mæla sér mót á menningarnótt og eiga
skemmtilegan dag saman. Tónleikar, skemmtanir og flugeldasýning.
Sumar 2024:
Gerum okkur dagamun
Það er fríður hópur bjór- og freyðivínshlaupara sem hér
stillir sér upp. Mynd / Hjördís Pálsdóttir
BMX brós sýna listir sínar við mikla aðdáun viðstaddra.
Mynd / Rangárþing ytra
Lúðrasveit Stykkishólms lék á als oddi 1994. Mynd / timarit.is
Ágústmánuður
Fræknir kappar í fyrra.
Mynd / Hjördís Pálsdóttir
Þessir feðgar eru alltaf í
rokna stuði. Mynd / Aðsend
Það er alltaf stuð á menningarnótt. Mynd / Reykjavíkurborg