Bændablaðið - 15.08.2024, Qupperneq 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024 Líf & starf
Fyrsta okks
ítalskar útiísar
Gæddu garðinn, útisvæðið, svalirnar eða innkeyrsluna nýju lí 2-3cm þykkar útiísar frá Casalgrande Padana og DelConca sem
hægt er að líma niður, leggja í sand eða setja á hæðarstillandi stóla.
Verið velkomin í Flísabúðina og fáið ráðgjōf sérfræðinga okkar.
Stórhöfða 21, 110 Reykjavík | 545 5500 | flis@flis.is | flisabudin.is
Smiðjuvellir 9 300 Akranes 430 6600 akur@akur.is
AKURShús - íbúðarhús og frístundahús
Afhent óuppsett í einingum eða uppsett á byggingarstað
– Allt eftir þínum óskum
Kynntu þér
húsabæklinginn
okkar á akur.is
og fáðu
verðáætlun í
húsið þitt
Íslensk hönnun & framleiðsla
ára
1959- 2024
Sendu okkur línu á akur@akur.is
Lítill verslunarrekstur
í stöðugri þróun
Á Melum á Flúðum er lítil sveitabúð
sem hét Litla Melabúðin, en nafninu
var fyrir fáeinum árum breytt í
Litla Bændabúðin, sem hugsuð
er sem miðpunktur fyrir grósku
uppsveitanna.
Rakel Ósk Kristófersdóttir, nýráðin
rekstrarstjóri búðarinnar, hefur verið að
bæta við vöruúrvalið í sumar.
Litli verslunarreksturinn er í
stöðugri þróun, að sögn Rakelar. „Við
leggjum áherslu á að selja hreina
og góða matvöru úr nærumhverfi
en höfum líka verið að auka sölu á
matvöru frá smáframleiðendum víðs
vegar að á landinu. Svo höfum við
síðustu vikur verið að þróa vöruúrvalið
enn frekar í áttina að því að vera meira
eins og kaupmaðurinn á horninu. Bætt
við hefðbundnum matvörum eins og til
dæmis mjólkurvörum og þurrvöru en
líka sérvöldum innfluttum matvörum
sem fólk rekst kannski almennt ekki á
í hefðbundinni verslunarferð svo það
fylgir því ákveðin upplifun að kíkja til
okkar og jafnvel prófa eitthvað nýtt,“
segir hún.
Kaffihús
Rakel segir að önnur nýjungin sé áhersla
á kaffisölu með tilheyrandi bakkelsi og
smurðum rúnstykkjum til að styrkja
rekstrargrundvöll verslunarinnar. „Við
bjóðum upp á kaffisölu í take-away
og vonumst til að með þessu getum
við haft lengri og meiri opnunartíma,
líka yfir vetramánuðina til að þjónusta
nærumhverfið okkar betur.
Þess vegna reynum við að leggja
áherslu á aukið úrval núna og reynum
að ná til ferðamanna til að hafa
svigrúm til að styrkja reksturinn,“
segir Rakel Ósk.
Afurðir beint frá garðyrkjustöðinni
„Búðin gefur okkur líka tækifæri,
samhliða ræktuninni í garðyrkju-
stöðinni, til að vera í ákveðnum
tengslum við neytendur og markaðinn.
Garðyrkjustöðin hefur verið með alls
konar kryddjurtir og tómatasortir
í prufu, eggaldin, kúrbít og aðrar
stærðir af gúrku. Í sjálfu sér getum
við prófað okkur áfram með alls konar
tegundir í litlu magni og fengið smá
tilfinningu fyrir hvernig þær eru í
ræktun og hvaða viðtökur þær myndu
fá á almennum markaði,“ heldur
Rakel áfram.
„Við erum líka með vottaða
eldunaraðstöðu og þegar tækifæri
gefst prófum við okkur áfram að
vinna til dæmis úr öðrum flokki eða
útlitsgölluðu grænmeti einhverjar
vörur til sölu í búðinni til að styrkja
verðmæti framleiðslunnar hjá okkur.
En við reynum líka að hvetja aðra
á svæðinu til að hafa samband ef
þau vilja koma einhverju í sölu og
framtíðarsýnin okkar byggir á því að
við getum verið miðpunktur fyrir alla
þá grósku sem er í matvælaframleiðslu
í uppsveitunum,“ segir Rakel að
lokum. Hún vísar áhugasömu fólki um
Litlu Bændabúðina að fylgjast með
henni á Instagram og Facebook. /smh
Lara Clemente, sem er frá Brasilíu og vinnur
við afgreiðslu í búðinni, er hér með Rakel Ósk
Kristófersdóttur í Litlu Bændabúðinni á Melum.
Eggaldin og kúrbítur eru
fremur fágætt íslenskt
grænmeti.
Margvíslegar tómatategundir beint úr garðyrkjustöðinni.