Bændablaðið - 15.08.2024, Side 40
40 Á faglegum nótum Bændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024
Nú hallar sumri og líður að
haustverkum. Hvaða naut eru
í notkun hverju sinni kemur þó
árstíðum lítið við en þó er það svo
að umfang sæðinga fer vaxandi ár
hvert þegar daginn tekur að stytta.
Á k v e ð i ð
hefur verið að
gera breytingar á
nautum í notkun,
setja sex ný naut
inn og taka fimm
úr notkun. Fjöldi
nauta í dreifingu
verður því 22
næstu vikurnar.
Úrvalið er því
nokkuð og ætti hver og einn að
geta fundið naut sem hentar hverju
sinni. RML býður jafnframt upp
á aðstoð við nautaval með gerð
pörunaráætlana fyrir menn.
Þau naut sem koma ný í notkun
eru ekki af verri endanum en þau voru
valin á sínum tíma út frá erfðamati
þeirra. Hér er um að ræða Dúsk
23008, Siffa 23009, Grána 23010,
Garra 23014, Hvin 23015 og Nenna
23016. Gerð verður nánari grein fyrir
þeim hér að neðan en fyrst skulum
við fara yfir hvaða naut fara úr
notkun. Það eru:
• Mjölnir 21025
– tæpur í fanghlutfalli
• Kajak 22009 - sæði uppurið
(hann verður þó í kútum
frjótækna fyrst um sinn)
• Krummi 22025
– tæpur í fanghlutfalli
• Hringur 22028 – lítil notkun
• Sjóður 23003 – lítil notkun
Í notkun verða áfram Beykir
18031, Nafni 19009, Magni 20002,
Pinni 21029, Vorsi 22002, Hnallur
22008, Ægir 22010, Flammi 22020,
Strókur 22023, Drungi 22024, Úlfar
22026, Þrymur 22027, Hrauni 22030,
Reykhóll 23002, Ísjaki 23004 og
Miði 23006.
Ný naut í notkun
Dúskur 23008 er frá Róberti og
Elsu í Litla-Dunhaga í Hörgárdal,
undan Krans 20040 Jörfasyni
13011 og Grétu 722 Hansdóttur
15046. Erfðamat Dúsks segir dætur
hans verða mjólkurlagnar kýr með
hlutföll verðefna í mjólk undir
meðallagi. Þetta ættu að verða frekar
bolléttar kýr og í meðallagi háfættar.
Júgurgerðin úrvalsgóð, vel borin
júgur með góða festu og greinilegt
júgurband. Spenar hæfilegir að lengd
og þykkt og mjög vel settir. Mjaltir
mjög góðar og skapið meðalgott.
Heildareinkunn 110.
Siffi 23009 frá Samúel og Þórunni
í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi,
undan Tanna 15065 Sandssyni 07014
og Bryðju 853 Númadóttur 16038.
Erfðamat Siffa gefur til kynna að
dætur hans verði mjög mjólkurlagnar
kýr með hlutföll verðefna í mjólk
aðeins undir meðallagi. Þetta ættu
að verða fremur bolmiklar kýr og
í meðallagi háfættar. Júgurgerðin
góð, vel borin júgur með góða festu
og greinilegt júgurband. Spenar
aðeins yfir meðallagi að lengd,
eilítið grannir og aðeins gleitt settir.
Mjaltir góðar og skapið úrvalsgott.
Heildareinkunn 115.
Gráni 23010 er frá Hólmsteini
og Katrínu á Þorleifsstöðum í
Blönduhlíð, undan Tanna 15065
Sandssyni 07014 og Gránu 592
Tinnadóttur 17018. Erfðamat Grána
segir dætur hans verða mjólkurlagnar
kýr með hlutföll verðefna í mjólk
um meðallag. Þetta ættu að
verða í meðallagi bolmiklar kýr,
júgurhraustar og í góðu meðallagi
háfættar. Júgurgerðin úrvalsgóð,
vel borin júgur með mikla festu
og greinilegt júgurband. Spenar
aðeins langir og grannir en vel settir.
Mjaltir mjög góðar og skapið gott.
Heildareinkunn 113.
Garri 23014 er frá Guðrúnu og
Gunnari á Búrfelli í Svarfaðardal,
undan Ós 17034 Úllasyni 10089
og Blesu 693 Ýmisdóttur 13051.
Erfðamat Garra gefur til kynna að
dætur hans verði mjög mjólkurlagnar
kýr með verðefna í mjólk aðeins
undir meðallagi. Þetta ættu að verða
fremur bolmiklar kýr og í góðu
meðallagi háfættar. Júgurgerðin
góð, sérlega vel borin júgur með
góða festu og greinilegt júgurband.
Spenar fremur stuttir, hæfilega
þykkir og vel settir. Mjaltir góðar
og skapið gott. Heildareinkunn 113.
Hvinur 23015 er frá Ástu og
Arnari á Hranastöðum í Eyjafirði,
undan Ós 17034 Úllasyni 10089
og Belju 1520 Herkisdóttur 16069.
Erfðamat Hvins segir dætur hans
verða mjög mjólkurlagnar kýr með
hlutfall fitu í mjólk undir meðallagi
en hlutfall próteins um meðallag.
Þetta ættu að verða bolmiklar
og júgurhraustar kýr og í góðu
meðallagi háfættar. Júgurgerðin
góð, vel borin júgur með mikla
festu og nokkuð greinilegt
júgurband. Spenar um meðallag að
lengd og þykkt og vel settir. Mjaltir
góðar og skapið í góðu meðallagi.
Heildareinkunn 113.
Nenni 23016 er frá Sigurbjörgu og
Gunnari á Hjarðarfelli á Snæfellsnesi,
undan Títan 17036 Úranussyni 10081
og Stáss 504 Bambadóttur 08049.
Erfðamat Nenna gefur til kynna að
dætur hans verði mjólkurlagnar kýr
með verðefna í mjólk um meðallag.
Þetta ættu að verða fremur bolmiklar
kýr og í góðu meðallagi háfættar.
Júgurgerðin góð, vel borin júgur
með góða festu og mjög greinilegt
júgurband. Spenar aðeins langir,
eilítið grannir og meðalvel settir.
Mjaltir mjög góðar og skapið frábært.
Heildareinkunn 110.
Eins og sjá má á aldri og
ætterni þessara nauta er áhrifa
erfðamengisúrvalsins farið að gæta
verulega. Allt eru þetta naut sem eru
ung eða 14-17 mánaða og Dúskur
er undan nauti sem fætt er 2020.
Slíkt hefði fyrir örfáum árum verið
óhugsandi. Erfðamengisúrvalið mun
þannig hraða erfðaframförum með
styttingu ættliðabilsins, einkum og
sér í lagi í gengum liðinn faðir-sonur.
Guðmundur
Jóhannesson.
Sex ný naut í notkun
Dúskur 2300. Siffi 23009.
Gráni 23010. Garri 23014.
Vatnspóstarnir frá Drinking Post Waterer hafa fengið frábærar viðtökur.
Nú er rétti tíminn til uppsetninga.
Ekkert rafmagn. Einfalt í uppsetningu, aðeins þrír hreyfanlegir hlutar.
Allt viðhald ofanfrá. Alltaf ferskt vatn við hverja notkun. Fyrir allan búfénað.
Verð kr. 136.000 +vsk.
Til afhendingar strax - Sendum hvert á land sem er.
Formax Paralamp ehf. – Aqua Icelander Equine. Sími 562-6800.
Frostfríir drykkjarpóstar fyrir íslenskar aðstæður.