Bændablaðið - 15.08.2024, Blaðsíða 56
56 Líf & starf Bændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024
Álka er miðlungsstór svartfugl sem líkt og aðrir svartfuglar lifir alfarið á sjó. Hún hefur fæturna aftarlega á búknum sem gerir hana að mjög góðum sundfugli en aftur
á móti lakari til að komast um á landi þar sem hún þarf að nota stélið til að halda jafnvægi. Þær koma aðeins á land til að verpa og liggja þær á í rétt rúman mánuð.
Varpstöðvarnar eru í byggðum við sjó þar sem þær verpa í sprungum eða syllum. Ungarnir stoppa stutt í hreiðrinu og yfirgefa vörpin löngu áður en þeir verða fleygir
og elta foreldrana út á haf. Þar kafar álkan eftir smáfiskum eins og sandsílum, loðnu og síld. Álkan líkt og aðrir svartfuglar notar bæði vængina og fæturna til að kafa.
Þær eru að nokkru leyti staðfugl en breiðast aðeins um Atlantshafið á veturna, einkum milli Íslands, Færeyja og Noregs. Stofninn er um 300.000 pör og verpa 60% af
öllum álkum í heiminum hér við land. Mynd og texti / Óskar Andri Víðisson
Stjörnuspá
Vatnsberinn kemur ferskur undan
vætusömu sumri og er til í hvað sem er.
Hann hefur sjaldan haft eins skýra mynd
af áformum sínum og því um að gera að
halda ótrauður áfram. Gæta þess þó að fara
ekki offari og taka tillit til sinna nánustu.
Happatölur 5, 41, 73.
Fiskurinn er þungur þessa dagana og hefur
barist við veikindi á einn eða annan hátt nú
í lengri tíma. Einhver ónot sem vilja ekki
hverfa eða hugarangur sem situr í honum.
Gæfan er honum þó hliðholl er kemur að
peningum, en óvænt lán í þeim efnum má
vænta á næstu vikum. Happatölur 8, 15, 11.
Hrúturinn hefur reynt sitt besta til að taka
skref sér til betrunar en hefur ekki alltaf
fengið þau viðbrögð frá öðrum sem hann
bjóst við. Það má þó ekki láta deigan síga
því batnandi manni er best að lifa og gott að
muna að ferska loftið gerir öllum gott. Áfram
gakk með sól í hjarta. Happatölur 38, 62, 1.
Nautið ætti að staldra við um þessar mundir
og líta yfir líf sitt. Gott væri svo að gera ein-
hvers konar plan yfir næstu þrjú ár sem
munu verða afar heillasæl ef tekin eru skref
í rétta átt. Rétta áttin eru þeir draumar og
væntingar sem hafa blundað í nautinu
en hafa beðið þess að verða að veruleika.
Happatölur 5, 13, 32.
Tvíburinn finnur haustið hellast yfir sig og
er hálfringlaður. Missti hann af sumrinu? Það
þarf þó ekki að örvænta, því með haust-
tilfinningunni hellist óvænt værð og ró yfir
oft yfirspenntan tvíburann. Þess er best
að njóta og helst (láta) dekra sem mest
við sig. Það mun borga sig þó síðar verði.
Happatölur 9, 21, 45.
Krabbinn snýst í hringi innra með sér og
finnst hann standa á tímamótum. Er hann
hamingjusamur? Vantar gáska og gleði í líf
hans? Spennu? Eitthvað er það og því best
að vega og meta hverja mögulega ákvörðun
út frá því sem hann telur koma sér best því
maður lifir víst bara einu sinni. Happatölur
18, 28, 36.
Ljónið hefur verið á harðahlaupum síðustu
vikurnar. Helst þá innra með sér því nú vill
það gera vel á sem flestum sviðum lífsins,
enda farið að sjá jákvæða uppskeru eftir
hamaganginn. Það mun smita út frá sér ef
vel er haldið á spöðunum og hygla ljóninu
enn frekar. Happatölur 10, 29, 76.
Meyjan hefur þótt alvarleg í bragði undan-
farið, en er í raun hamingjusöm og ró í hjarta.
Sjálfstraust hennar hefur aukist og eykst enn
fremur næstu vikur. Mun sú tilfinning opna
henni nýjar dyr sem hún ætti ótrauð að stika
í gegnum eins og hún eigi heiminn. Leiðin
er einungis upp á við. Happatölur 4, 66, 28.
Vogin finnur fyrir einhverju óöryggi og
kvíða þessa dagana en má þó trúa því að
allt í kringum hana eru ástvinir sem styðja
hana í einu eða öllu. Með það í huga hressist
sálartetrið fyrr en síðar enda alltaf gott að
umvefja sína nánustu og muna að ástin
sigrar allt. Happatölur 10, 19, 21.
Sporðdrekinn er nú vakinn og sofinn yfir
nýjustu hugmynd sinni sem mun verða
honum til gæfu ef vel er á haldið. Gæta
skal þó þess að sýna heiðarleika ofar öllu
því annars fer ekki vel. Einhver lasleiki er í
kortunum og því skal muna að gæta að því
þó mikið sé um að vera. Happatölur 2, 68, 67.
Bogmanninum hefur fundist óþarflega
mikið liggja á sínum herðum undanfarið
en er ekki viss um hvert hann getur leitað
til þess að fá aðstoð. Aðstoðin er þó nær en
hann grunar, en hann þarf að brjóta odd af
oflæti sínu til þess að fá hjálpina. Eftir það
verða allar leiðir færar. Happatölur 5, 1, 41.
Steingeitin er eitthvað áttavillt í lífi sínu
þessar vikurnar og finnst að öll hennar
veraldarsýn sé að hrynja. Sem er ekki skrýtið
ef stoðirnar eru ekki traustar en hafa haldist
uppi á þrjóskunni. Þrjóskan er barátta sem
erfitt er að breyta og því spurning hvað
kemur fólki best. Happatölur 3, 14, 25.
Eftir drunga sumarsins dreymir
sjálfsagt marga um örlítið glitur
vonar. Það má auðvitað finna
í sálarkirnum hvers og eins en
þeir sem vilja virkilega lýsa upp
heiminn ættu að snúa sér að
einhverju haldbærara.
Þarna koma pallíettur sterkar
inn í leikinn. Margir umhverfis-
verndarsinnar telja þó pallíettur
verkfæri djöfulsins, en meðal
annars hefur fréttastofa BBC fjallað
um gífurlega skaðsemi þeirra á
umhverfið. Til að mynda varpaði
blaðamaður BBC ljósi á að við
framleiðslu væru pallíetturnar slegnar
úr plastplötum sem þyrfti að farga.
Förgun plastafurða er ávallt
áskorun – enda hafa viðstaddir
fengið svæsna reykeitrun þegar reynt
hefur verið að brenna það sem eftir
stendur. Hefðbundnar pallíettur sitja
því á urðunarstað í mörg hundruð
ár, þar sem plast brotnar ekki niður.
Einhverjar þeirra lenda í hafinu þar
sem sjávardýrin heillast af ásýnd
þeirra og gleypa þær. Sem enn og
aftur er ekki að gera neitt fyrir þau
okkar sem neyta sjávarafurða.
Umhverfisvænar pallíettur
Pallíettur má reyndar framleiða
á annan hátt. Fyrirtæki Stellu
McCartney er eitt sjálfbærasta
vörumerki markaðarins, en hún
hefur verið einna fyrst til að láta
framleiða flíkur sem báru óeitraðar,
niðurbrjótanlegar og þá lífrænar
pallíettur, með það að markmiði
að útrýma pallíettum sem gerðar
eru úr plasti og málmi auk annarra
skaðvalda umhverfisins. Hefur
Stella lengi sett í forgang gagnsætt
vinnsluferli og að hringrásarkerfi
textíls sé viðhaldið.
Minna hefur borið á samlöndu
hennar, hönnuðinum Elissu Brunato
sem gerir vistvænar pallíettur úr
sellulósa (fjölsykru) trjáa og brotna
að lokum niður á náttúrulegan hátt.
Glitrandi áferð þeirra og litur kemur
skemmtilega á óvart, en sellulósinn,
sem má reyndar vinna úr hvaða
plöntu sem er, myndast með fjölliða
uppbyggingu sem endurkastar
ljósi. Samkvæmt Elissu er liturinn
afleiðing nanóbyggingar trésins,
en engum kemískum efnum eða
litarefnum er bætt við til að skapa
glitrandi áhrifin.
Eftir að hafa áttað sig á því að
hægt væri að nýta sellulósann,
hóf Elissa samstarf með sænsku
efnafræðingunum Hjalmar Granberg
og Tiffany Abitbol með frekari
úrvinnslu í huga. Teymið komst að
þeirri niðurstöðu að hægt væri að
hella vökvabundnum sellulósanum
í þar til gert pallílettumót. Eftir að
vökvinn í mótinu harðnar verður
útkoman nógu sterk til að hægt sé
að sauma pallíetturnar í flíkur, en
þær munu að lokum brotna niður.
Öll vinna Elissu snýst reyndar
um að búa til sjálfbærari útgáfur
af vörum sem við notum daglega.
Nýlega vann hún með brauðfram-
leiðanda í London við að safna
hýði af hveitikornum og breyta því
í umbúðaefni. Hún hefur
einnig frumsýnt verkefni
sem heitir Circular
Socks, sokka sem eru
ofnir úr trefjum sem
auðvelt er að taka í sundur
og breyta í nýja sokka. En
það er önnur saga.
Meðvituð framtíð
tískuiðnaðar
Í kjölfar uppgötvunar
Elissu hófu þær Stella
McCartney samstarf,
en Elissa á og rekur
lífefnafyrirtækið Radiant
Matter. Samvinnan gaf góða
raun en saman framleiddu þær
stöllur fyrstu flík heims sem ber
lífrænu pallíetturnar; samfesting
sem birtist almenningi í bandaríska
Vogue í apríl á síðasta ári. Var með
fréttinni sérstaklega tekið fram að
sérhvert efni sem glitrar eða hefur
endurskinseiginleika inniheldur hátt
hlutfall af jarðolíuplasti, eitraðri
húðun eða háu innihaldi málms.
Hefðbundnar pallíettur eru gerðar
úr pólýesterfilmu (Mylar) eða vínyl
(PVC), sem valda verulegri
umhverfis- og heilsuáhættu,
innihalda eitruð efni sem
safnast upp í lífverum, þar með
talið krabba- meinsvaldandi
efni, svo sem þalöt, auk
þess að geta valdið
hormónatruflunum.
Á meðan tískuiðnaður
í heild sinni heldur
áfram að vera einn
stærsti þáttur plastneyslu-
vanda heimsins er þetta
eitthvað sem hafa þarf á
bak við eyrað. Samkvæmt
upplýsingum frá Sam-
einuðu þjóðunum eru
70 milljónir tunna
af olíu notaðar til að
framleiða pólýester og
aðrar gervitrefjar árlega
og kom fram í grein Vogue
að breskar konur kaupi
33 milljónir pallíettuflíka á
hverju hátíðartímabili, þar
sem 1,7 milljónir enda
á urðunarstað eftir að
hafa verið notaðar að
meðaltali fimm sinnum.
Frá urðunarstöðum er oft
greið leið í heimshöfin, en
samkvæmt skýrslu EES koma
heil 35% af örplasti sjávar frá
fatnaði úr gerviefnum.
Núnú. Til að lífga upp
á tilveruna er því annað
hvort hægt að finna sér
vandaðar og lífrænt
ræktaðar pallíettur,
eða hreinlega leggjast í
(lífrænan) glimmerpækil
– enda auðveldara að verða sér úti
um slíkt glimmer eins og staðan er í
dag. Framtíðarsýn tískuvelda er þó á
uppleið er kemur að umhverfisvænni
framleiðslu og er von til þess að fyrr
en síðar standi efst endurunnin,
endurvinnanleg og lífræn vinnsla
vörumerkjanna – meðvitaðri framtíð
tísku. /sp
Tíska:
Liggur þú í glimmerpækli?
Komið hefur í ljós að auk þess sem trén gefa frá sér súrefni okkur til
lífs má vinna úr þeim pallíettur til gleðiauka. Nærmynd af lífrænum
pallíettum til hægri, unnum úr trjám frá vinnustofu Elissu Brunato.
Mynd / David B, Unsplash