Félagsmál - 01.12.1946, Blaðsíða 4

Félagsmál - 01.12.1946, Blaðsíða 4
2 FÉLAGSMÁL Fylgt úr hlaði. „Það er dagur \úð ský“. Hin langa nótt örbirgðar og menningarleysis er að þoka fyr- ir dagrenningunni. Verklýðssamtökin, sem eru á öru þroskaskeiði, hefja fólk sitt, úr niðurlægjandi fátækt, til mannsæmandi iífsafkomu. Og fólkið kann að meta samtök sín að verðleikum. Aldrei hafa verklýðssamtökin verið jafn sterk og nú. Skilningurinn aldrei jafn al- mennur á gildi þeirra. Án tillits til stjórn- málaskoðana, hafa verkamenn tekið hönd- um saman og byggja nú hagsmunabarátt- una á traustum grunni samvilja og samúð- ar. „Það er dagur við ský, heyrið dynjandi gný“ þeirra miklu menningarstrauma, sem byltast okkur í fang og ögra til stærri dáða, fjölþættara starfs. „Félagsmál", sem nú heí ja göngu sína, munu leitast við að hlusta eftir dynjandi gný uppbyggingar og framfara, og telja það skyldu sína að leiða athygli að hverju því máli, sem til hagsældar og menningarauka horfir fyrir verklýðsstéttina. ,,Félagsmál“ munu flytja fréttir af félagsstarfinu, og munu þannig \ erða tengiliður milli stjórn- ar félagsins og annarra meðlima þess, og vinna þannig að auknu samstarfi innan félagsins og milli verklýðsfélaga. í ritinu, sem kemur út mánaðarlega, verða birtir kauptaxtar og sagt frá samningum við at- vinnurekendur, félagsfundir auglýstir, eftir þ\ í senr við verður konrið, og lýst dagskrá fundanna. Þar verða kvæði, stuttar sögur, skrítlur og tækifærisvísur. Auk þess verða framvegis greinar um ýms tæknileg og fræðileg efni. „Félagsmál“ \erða vettvangur auglýsinga og annars þess, sem borgarana vafða á því sviði, þar sem blaðið kemur örugglega á 4— 6 hundruð heimili í bænum. Stjórnin. Krossanesverksmiðjan Líklega gera Akureyrarbúar sér ekki Ijóst, hvaða þátt Krossanesverksmiðjan hef- ir átt í athafnalífi Akureyrar og síldargerð- ar hér við Eyjafjörð síðan hún var byggð. Krossanesverksmiðjan er byggð um 1912, og er því með elztu síldarverksmiðjum hér á landi. Það var Andreas Holdö, norskur s'kipstjóri, sem átti frumkvæðið að því, og var hann jafnlramt framkvæmdastjóri hennar til 1939, að styrjöldin skall á. Lagði hann nrikið kapp á að endurbæta verksmiðj- una, enda var hann bæði röskur og vinsæll framkvæmdastjóri og slyngur kaupsýslu- maður. Frá árrnu 1920 til 1931, að Ríkisbræðsl- urnar voru byggðar á Siglufirði, stóð Krossanesverksmiðjan að miklu leyti undir síldarútgerð hér við Eyjafjörð, hvað bræðslusíld áhrærir. Voru eitt árið unnin ]rar 140 þúsund mál. Geta menn af því séð, hvers virði þetta hefir verið fyrir Akureyri, fyrir utan það, að urn 70 manns höfðu þarna þriggja mánaða vinnu; hvaða við- skipti öll þessi skip hafa haft hér á Akureyri — kol og vistir o. 11. — Þá var saltað hér á fjórum bryggjum, á Oddeyri og innri hafn- arbryggjunni, og frystar um 1500 tunnur af beitusíld hjá Sameinuðu verzlunum á Odd- eyri. Nú hefir Akureyrarbær keypt Krossanes- verksmiðjuna og \ill endurreisa hana til starfs og athafna fyrir bæinn. Samt hefir sá áróður verið rekinn hér hin síðari ár, að ekki væri hægt að hafa sísldarverksmiðju

x

Félagsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsmál
https://timarit.is/publication/2007

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.