Félagsmál - 01.12.1946, Blaðsíða 7
FÉLAGSMÁL
5
Þess skal getið, sem gert er.
19. þing Alþýðusambands íslands var háð
dagana 10.—16. nóv. sl. En þá voru 30 ár
liðin frá stofnun þess. í því tilefni bauð
Forseti íslands þeim 240 fulltrúum, sem
þingið sátu, heim að Bessastöðum, og at-
vinnumálaráðherra hélt þeirn veizlu að
Hótel Borg. Mörg gagnmerk mál voru sam-
þykkt á þinginu, meðal annars var skorað á
Alþingi, sem nú situr, að láta fram fara alls-
herjar atkvæðagreiðslu um algjört aðflutn-
ingsbann á víni.
Akureyrarkaupstaður hefir ákveðið að
kaupa 2 togara, og verður sá fyrri afgreidd-
ur í febrúar n.k., en sá síðari á árinu 1948.
Þá hefir bærinn keypt Krossanesverk-
smiðjuna, og er þegar ákveðið að kaupa til
hennar ný löndunartæki og annað það, sem
með jiarf, svo að hægt sé að reka hana strax
á næsta sumri, ef unnt reynist að fá skip til
að landa afla sínum þar.
Akveðið er að byggja nýja aflstöð við
Laxá, en það verk mun taka 2—3 ár. — Þá
ári til tryggingar því, að samtökin geti bet-
ur staðið á verði um hagsmuni þeirra, einn-
ig má benda á það, að kaupgjald hefir
hækkað að mun á árinu sem er að líða.
Nú vil eg biðja félagana að athuga þetta
mál og konra með tillögur sínar á aðalfund
þar sem þetta mál verður afgreitt.
Annars vona eg að allir þeir, sem viður-
kenna rétt stéttarlegra samtaka, skilji nauð-
syn þess að félagið verði að eflast fjárhags-
lega, og bregðist drengilega við þessari
málaleitun.
Með kveðju.
Höskuldur Egilsson.
bíða hafnarmannvirkin vinnandi handa og
stórvirkra véla. Og enn munum við gera
okkur vonir um ,að hér á Akureyri verði
reistar lýsisherzlustöð, áburðarverksmiðja,
netagerðarstöð og niðursuðuverksmiðja. —
Og húsabyggingarmálin, sem æ verða stór-
mál, krefjast vitrænnar úrlausnar.
Þá hefir bærinn keypt „krana“ fyrir tæp-
ar 100 þúsund krónur, og hefir hann verið
notaður undanfarið við uppmokstur úr
innri höfninni.
Malbikunarsett hefir bærinn keypt hjá
Flugvelli Reykjavíkur, sem kostar standsett
á bryggju í Reykjavík 25 þús. krónur.
Þá á bærinn í pöntun vélskóflu, jarðýtu,
vegliefil og malbikunarsprautu. Öll þessi
stórvirku vinnutæki snerta mjög atvinnu-
hætti bæjarmanna.
Verkfræðingur bæjarins er á förum til út-
landa, og mun liann m. a. athuga um kaup
á tækjum ti! að steypa með götur.
---o-—-
í næsta blaði verður væntanlega ýtarleg
grein um tunnuverksmiðjuna.
Hann: „Þér megið trúa því, kæra ungfrú, að eg
mundi leggja lifið í sölurnar, til að gera yður ham-
ingjusama.“
Hún: „Eruð þér líftryggður?“
❖
Ungfrú A.: „Eg hefi frétt að vinkona okkr N. sé
dáin.“
Ungfrú B.: „Það getur ekki verið rétt, eg fékk
nýlega bréf frá henni og þar getur hún ekkert um
það.“