Félagsmál - 01.12.1946, Blaðsíða 17

Félagsmál - 01.12.1946, Blaðsíða 17
FÉLAGSMÁL 15 Mesta skáldverk síðari ára SIGURBOGINN eftir Erich Maria Remarque Þegar „Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum" kom út, fann hún hljómgrunn í hug og hjarta Iivers einasta manns, enda var þar um að ræða skáldsögu, sem bergmálaði hjartaslög líðandi stundar. Nafn höfundarins var í einu vetfangi heimsfrægt og nefnt með lotningu og aðdáun í hverju einasta þjóðlandi. í rnnað sinn hefir REMARQUE skrifað ská'ldsögu, sem er eins og töluð út úr hjörtum milljónanna. SIGURBOGINN nefnist þessi nýja skáldsaga Remarque. — Hún gerist í París i étt áður en nýafstaðin heimsstyrjöld brauzt út. Aðalsöguhetja bókar- innar er þýzki læknirinn Ravic, sem er einn í hópi föðurlandslausra útlaga þar í borg. Áður hefir hann verið frægur og mikilsmetinn læknir, en nú dreg- ur liann fram lílið með því að vera húslæknir í vændiskvennahúsi og fram- kvæma fyrir lítið gjald vandasamar skurðaðgerðir fyrir lækna heldra fólks- ins, án þess að hans sé að nokkru getið. Ldf hans á aðeins eina von og einn tilgang: að geta hefnt sín á manni þeim, er eyðilagði líf hans. — Við söguna kemur einnig fjöldi annarra útlaga og flóttamanna, eigendur og starfsfólk gistihúsa, leigubílstjórar, embættismenn, hefðarmeyjar og lauslætisdrósir. Hér speglast hið iðandi líf stórborgarinnar, senr stendur á barmi glötunar — glötunarbarmi siðmenningar, sem flýtur sofandi að feigðarósi. Ur þessum efnivið hefir Erich M'aria Remarque skapað sögu, sem er hrífandi viðburðasaga, ástarævintýri ofið saman við taugaæsandi sögu um hefnd. En undir niðri heyrast djúpir ómar skelfingar, meðaumkunar og vonar, sem setja mark sjaldgæfrar snilldar á skáldsögu þessa. SIGURBOGINN hefir hlotið dæmaláar viðtökur. í Ameríku eru seld af honum um ein milljón eintaka. í Englandi og á Norðurlöndum hefir salan einnig verið gífurlega ör. — Ritdómarar og bókmenntafræðingar eiga naum- ast nógu sterk orð til að lýsa ágæti bókarinnar og eru yfirleitt sammála um, að Jretta sé bezta bók Remarque’s. Mikill rithöfundur og mikill mannvinur hefir ritað Jressa bók. — Enginn getur lesið hana ósnortinn. Fæst hjá bóksölum um land allt. Bókaútgáfa Pálma H. Jón§s»nar v------------------------------------------------------->

x

Félagsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsmál
https://timarit.is/publication/2007

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.