Félagsmál - 01.12.1946, Qupperneq 8
6
FÉLAGSMÁL
ARMANDO ZEGRI:
Nætur
Eftir níu á .kvöldin er svipur Talaa sem
mannlausrar borgar. Ryki þakjtar göturnar
eru dimmar og eyðilegar. Hvar leynast íbú-
arnir? Stundum láta jafnvel hundarnir ekki
til sín heyra — varð'hundarnir við borgar-
liliðin í Suður-Ameríku.
A torginu sjást aðeins þunglyndisleg tré,
\agnar og syfjulegir ökuþórar. Vissulega
andrúmsloft sofandi borgar.
A miðnætti kemur járnbrautarlest; á
stöðinni blandast þá liávaði af hrópum
manna, samtölum og pískri og hófataki
liesta. Næst heyrist ískur í lióteldyrum, sem
opnast og lokast þegar á ný. Síðan ekki neitt.
Þögn. Kyrrð.
Göturnar með óskipulegum húsaröðun-
um verða skringilegar í myrkrinu. I baksýn
eru Andesfjöllin, langt í fjarska.
Talaa á sitt eldfjall, sem leiftrar líkt og
mýrarljós um nætur, þegar borgin virðist
dauð.
Minningar mínar um Talaa eru minning-
ar um næturnar, því að þá komst ég í nánust
kynni við hana.
í öðrum enda hússins, sem ég dvaldist í,
bjó ekkja með einkadóttur sinni. Hún var
kynblendingur af Indíánaættum, bezta kerl-
ing. Um sjö ára skeið hafði hún verið gift
þýzkum kaupmanni, sent var auðugur og
góðhjartaður, en ‘taugabilaður.
Árangur giftingarinnar var dóttirin, ein-
kennileg vera, erkndur fugl í innlendu
búri. Faðir minn hafði sótzt eftir hylli ekkj-
unnar, og við ýmis tækifæri tók ha-nn mig
með í heimsóknir til hennar, til þess að
forðast slúðursögur. Þau létu mig og dóttur-
ina dveljast ein saman, og eðlikga endaði
það með því, að við urðum hrifin ltvort af
öðru. Það var í fyrs'ta sinn, sem ég elskaði —
í Talaa.
fyrsta ást ungmennis, sem meðan hún helzt,
inniheldur allt Iiið fegursta, helgasta, lnm-
sjónaríkasta og óhagganlegasta í heiminum
— og sem að lokum hefur svo litla þýðingu
í lífi okikar.
Ég var vanur að hitta Iiana um nætur, og
við ræddum saman svo klukkustundum
skipti, þar sem við héldumst í hendur í
gegnum glugga með járnslám fyrir. Þessar
unaðsstundir héldust lreilt sumar. Hún steig
upp úr rúminu til þess að ganga út að glugg-
anum. Hún var í síðum náttkjól, og á þess-
um tma féll hár hennar alltaf niður á bak.
Eg sá hana birtast inni í dimmu herberginu,
nálgast gluggann með hljóðlausu fótataki,
brosa og rétta mér hönd sína. . . . Næturnar
voru hlýjar og venjuiega sást máninn á
heiðskírum himninum. Á tunglskinsnóttum
slökktu Ijósameistarar borgarinnar götu-
ljósin, og auðar göturnar skiptust þá fagur-
kgamilli birtu og skugga. Þegar ég sá vinu
mína í dimmu herberginu, í hvíta kjólnum
sínum, með laust hárið, nálgast gluggan
hægum skrefum, svo að hún gerði ekki
hávaða og vekti ekkjuna, kom mér í hug
mynd Ophelíu. Til þess að fullkomna þá
samlíkingu vantaði okkur aðeins gosbrunn
O O
og anemónur. Alk var fagunt og rómantískt,
nema aðeins sú stefna, sem ást okkar var að
taka.
Ekkjan hafði án efa dæmt piltinn eftir
einkennum föðurins, því að strax fyrsta
kvöklið eftir að við hittumst, hafði hún gert
þá varúðarráðstöfun að læsa herbergi henn-
ar með lykli og faldi hann vandlega til
næsta morguns.
Um þetta leyti var ég að Ijúka mennta-
skólanámi mínu og bjóst til að fara í há-