Félagsmál - 01.12.1946, Blaðsíða 10
8
FÉLAGSMÁL
Hvöt.
til haéyrðirtga á Akureyri um að senda Félagsmál-
um vísur sínar og kvæði.
Hagyrðingar, hlýtt og dátt
hörpu fingrið strengi.
Kátan, slyngan kvæðaslátt
kýs óþvingað mengi.
Látið klingja af lífi og sál
ljóðhendingar kunnar,
til að syngja í tóm og mál
töfra hringhendunnar.
Old svo hvetjið hreysti hljóm.
Hátt sé met við bláinn.
Meðan vetur ríkiróm
rúnum letrar skjáinn.
Léttið vanda, drýgið dáð
dagsins handan anna.
Félagsandinn efli ráð
allra landa og manna.
Tryggvi Emilsson.
Presturinn: „Hvað er þetta, Katrín, mér sýnist
brúðguminn þinn vera dauðadrukkinn."
Katrín: „Já, það er hann greinilega, en eg hefði
aldrei fengið hann með mér hingað ófullan.“
*
Skraddarinn: „Er bróðir yðar heima?“
Stúdentinn: „Neí! hann var fluttur á vitfirringa-
hæli í morgun.“
Skraddarinn: „Skildi hann nokkuð eftir til mín
fyrir fötin?“
Stúdentinn: „Nei, svo vitlaus var hann ekki.“
*
A. : „Hver hefir verið mesti syndari, sem sögur
fara af?“
B. : „Sjálfsagt Móses, því að hann braut öll boð-
orðin.“
(Bragþraut).
Minnar snöru, árin enn,
inna svörum rámum,
innar vörum sárin senn
sinna örum námum.
Róma annir sárna senn,
seimir ranni una,
sóma manni árna enn —
einir sanna muna.
Námum örum sinna senn,
sárin vörum innar,
rámum svörum inna enn,
árin snöru minnar.
Muna sanna einir enn,
árna manni sóma,
una ranni seinir senn,
sárna annir róma.
Tryggvi Emilsson.
LÁTIÐ MIG
§ ÍWcitUzita
Á JÓLABÆKURNAR.
RÓSBERG G. SNÆDÁL,
Aðalstræti 16 (sími 516).