Félagsmál - 01.12.1946, Blaðsíða 5

Félagsmál - 01.12.1946, Blaðsíða 5
FÉLAGSMÁL 3 hér á inn-Eyjafirði, fyrir það hvað langt það væri frá síldarmiðunum. En Dagverðareyr- ar- og EIjalteyrarverksmiðjurnar afsanna það. Þá halda aðrir, að þetta sé mest lélegt járnarusl, sem allt þurfi að endurnýja, en slíkt er fjarstæða og skal þessu lýst lítið eitt. Kaupverð verksmiðjunnar mun hafa ver- ið rúm 500 þúsund, og Iiefði sú upphæð hrokkið skammt á Skagaströnd eða Siglu- firði síðastliðið sumar. En hvað er þá það, sem helir fengizt fyrir þessa upphæð? Þrær verksmiðjunnar taka um 30 þús. mál síldar. Lýsisgeymar tveir (annar nýleg- ur) taka um 2000 tonn af lýsi. Þrjár pressur, er vinna fjögur þúsund mál í sólarhring. Mjölgeymsluhús fyrir 12 þúsund sekki, helmingur þess byggður 1937. Auk þess aðrar vélar til vinnslu á um 3000 málum í sólarhring, enda skilaði verksmiðjan þeirri vinnshi á síðastliðnu sumri. Þá standa á verksmiðjulóðinn tvö íbúðarhús, tvær hæð- ir, og annað með rishæð að auki. I húsum þessum eru tvö eldhús, tvær borðstofur og um 30 herbergi. Bæði húsin eru sterk að við- um, hefðu þau sjálfsagt verið talin einhvers virði, ef þau hefðu verið komin inn í bæinn nú. Þá er jörðin Syðra-Krossanes i kaupun- um. Syðst í landareigninni er söltunarstöð- in „Jötunheimar", eign Guðmundar Péturs- sonar útgerðarmanns. Sá staður er mjög hentugur fyrir olíu- og benzíngeymslu, og ætti að flytja bezíngeymsluna af Oddeyrar- tanga þangað. Það, sem ekki verður komiz.t hjá til end- urnýjunar, eru löndunartæki og rafurmagn til driftar. Mun slíkt kosta nokkurt fé. Þá er það síðast, en ekki sízt — síldin sjálf til vinnslu. Verksmiðjan standsett ber sig ekki með minna en 80 til 100.000 mál síldar á ári til vinnslu. Hér er því verkefni framund- an fyrir Akureyringa, bæði útgerðarmenn og aðra, að taka höndum saman og gera þessa verksmiðju að einum lið í atvinnulífi Akureyrarbæjar. Árni Þorgrímsson. Trúnaðarmenn á vinnustöðum í vinnulöggjöfinni er svo fyrir mælt, að á hverjum þeim vinnustað, þar sem 5 menn eða fleiri vinna, skuli hlutaðeigandi stéttar- félagi heimilt að tilnefna trúnaðarmann, er hafi það hlutverk að vera fulltrúi þess á vinnustaðnum. Samkvæmt löggjöfinni fer tilnefningin fram á þann hátt, að stéttar- félagið tilnefnir tvo, en vinnuveitandi velur síðan annan þeirra til starfans. Trúnaðar- manni má ekki segja npp vinnunni meðan • félagið hefir rétt til þess að eiga fulltrúa á vinnustaðnum. — Þessi lögfestu réttindi verkalýðsfélaganna eru ennfremur tryggð í flestum samningum. 1 samningi okkar, frá í sumar, er Verkamannafélaginu heimilað að velja sér trúnaðarmenn á öllum vinnu- stöðum, án tillits til þess hvort þar vinna fleiri eða færri, og vinnuveitandi ræður engu um það hver verður fyrir valinu. Að sjálfsögðu njóta trúnaðarmenn okkar félags bæði þess réttar, sem vinnulöggjöfin ákveð- ug, og þess, sem skráður er í vinnusamn- ingnum. Það má því fullyrða, að sæmilega sé búið að trúnaðarmönnunum og starfi þeirra, enda hafa Jreir með höndum eitt mikilvægasta hlutverkið í samtökum okkar. — Fyrsta og aðal skylda trúnaðarmanna er sú, að sjá um að samningar félagsins séu haldnir í stóru og smáu. Fljótt á litið virðist ekki svo erfitt að fullnægja þessari skyldu, en þó hefir reynzlan sýnt, að hér er við rainman reip að draga, einkum hvað snertir ákvæði samninganna um aðbúnað og ör- yggi á vinnustöðum. í 7. grein vinnusamn- ings okkar segir svo m. á.: „A vinnustöðvum ‘skulu vinnuveitendur sjá um að lyfjakassi sé á staðnum með nauðsynlegum lyfjum og umbúðum, svo og salerni, vatn og vaskur, ef við verður komið. Á öllum vinnustöðvum

x

Félagsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsmál
https://timarit.is/publication/2007

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.