Félagsmál - 01.12.1946, Blaðsíða 6
4
FÉLAGSMÁI
skulu verkamenn ei°'a aðsfano; að sæmilegu
o o o o
húsnæði til kaffidrykkju og geymslu á hlífð-
arfötum. . . . “
Þeir munu, því miður, ekki vera margir
vinnustaðirnir hér í bænum, sem fullnægja
þessu samningsákvæði. Margt fleira mætti
nefna, sem ekki er fyllilega haldið af vinnu-
veitendum, svo sem vikuleg greiðsla kaups,
ákvæði um vinnutíma, forgangsrétt til
vinnu o. fl.
Tregða atvinnurekenda á því, að halda
gerða samninga við okkur, stafar ekki af því
að það sé svo erfitt að fullnægja þeim, held-
ur er hér um að ræða virðingarleysi fyrir
störfum okkar verkamanna, leyfar frá liðn-
unr tíma, þegar höfuðstétt þjóðfélagsins
þótti allt boðlegt.
Verkalýðssamtökin eru nú í öruggri sókn
fyrir jafnrétti við aðrar stéttir þjóðfélagsins,
þess vegna er allt, sem færir okkur nær því
mikilvægt. Hver smá íeiðrétting á kjörum
okkar, hver smá sigur á vinnustaðnum, er
spor í áttina. Samningar okkar eru ófull-
komnir í ýmsu og þeim þarf að breyta til
batnaðar. Fyrsta skilyrðið til þess er, að því
sem áunnizt hefir verði í einu og öllu fram-
fylgt. Þegar svo er komið, er í rauninni fyrst
tímabært að tala um betri samninga.
Trúnaðarmennirnir eru leiðtogar verka-
mannanna hver í sínum vinnuhóp, og hafa
með höndum sambandið milli þeirra og
félagsforystunnar. Það samband má aldrei
rofna, ef vel á að fara. Reynzlan hefir sýnt
okkur rækilegá, að samningar og jafnvel
lagafyrirmæli eru okkur lítils virði, ef við
sjálfir erum ekki æfinlega og alls staðar vak-
andi yfir rétti okkar.
Björn Jónsson.
Kennarinn: „Drengir mínir, getur nokkur ykkar
sagt, í hverju þeim yfirsást, bræðrum Jósefs, þeg-
ar þeir seldu hann?“
Kaupmannssonurinn: „Þeir seldu hann víst of
dýrt.“
Til félaganna
Féiagar góðir!
Ástæðan til þess, að eg skrifa þessar línur,
er fjárhagur félagsins okkar. Árgjöld í félag-
inu hafa verið það lág frá stofnun þess, að
tæplega hafa hrokkið fyrir brýnustu út,-
gjöldum. Aftur á móti hafa verið dálítil
aukaútgjöld á þessu ári, vegna samninga við
atvinnurekendur, ferðakostnaður á ráð-
stefnu á Siglufirði, sambandsþing o. fl„ auk
þess sem framlag liækkaði til skrifstofu
verklýðsfélaganna, en þetta er nóg til þess
að tekjur ársins hrökkva ekki fyrir nauðsyn-
legum útgjöldum, og sjá allir, að við svo bú-
ið m áekki standa.
Nú kemur það æ betur í ljós, að brýna
nauðsyn ber til þess, að félagið fái fastan
starfsmann, því reynzlan hefir sýnt, að þörf
er á nánara eftirliti á vinnustöðum í sam-
ráði við trúanðarmenn. Önnur störf í
þágu félagsins, svo sem innheimta o. fl„ eru
orðin það umfangsmikil, að enginn maður
getur sinnt þeim svo vel sé, ef hann er í ann-
arri atvinnu. F.innig vantar okkur húsnæði
fyrir starfsemi félagsins. Þetta útheimtir
eðlilega mikil útgjöld, meiri en félagið hef-
ir ráð á eins og nú standa sakir.
Á nýafstöðnu þingi Alþýðusambands ís-
lands, var samþykkt áskorun til félaganna,
um að árgjöld skyldu ekki vera lægri en sem
svaraði einum daglaunum, miðað við með-
alvísitölu ársins, hins vegar hefir stjórn
Verkamannafélagsins hér liugsað sér að
bera fram tillögu um að árgjöldin hækkuðu
í kr. 50.00, og er það nokkru minna en með-
al daglaun í ár, enda er nú fimmtíu króna
árgjald orðið lágmark í öllum stærri kaup-
stöðum landsins, og þar að auki er árgjaldið
okkar lægsta stétarfélagsgjaldið í bænum.
Mér finnst lreldur ekki ósanngjarnt, þótt
farið sé frarn á það, að félagarnir láti af
mörkum sem svarar einum daglaunum á