Félagsmál - 01.12.1946, Blaðsíða 9
FÉLAGSMÁL
7
skóia. Nokkrurn vikum fyrir lokapróf mitt
ákvað faðir'minn að fara í stutta ferð suður
á bóginn. Þar ætlaði hann að leita fyrir sér
um hús, senr við gætum liaft aðsetur í há-
skólaár mín.
Faðir minn var ötu.11 maður, átti kapp-
semi hermannsins og ákveðna framkomu,
eins og foringi hjarðmanna. Ég var vanur
að hlýða fyrirskipunum hans þegar í stað
og athugasemdalaust.
Þann tíma, sem faðir minn var í burtu,
dvaidi ég hjá skyldfólki okkar. Ég háttaði
snemma, klukkan liálifníu. En nokkrum
klukkustundum síðar, þegar fjölskyidan var
sofnuð, yfirgaf ég herbergið fór út í húsa-
garðinn og úr húsagarðinum út á götuna,
með því að klifra yfir háa tréhurð. Frá mið-
nætti til fjögur að morgni dvaldi ég fyrir
utan járngrindagluggann og kyssti hönd
unnustu minnar. Ég kom til lraka inn í
herbergi mitt á sama liátt og ég hafði farið
þaðan, og klukkan átta settist ég að morgun-
verði með fjöiskyldunni.
Þessar ferðir mínar endurtóku sig nótt
eftir nótt í mánuð. Enginn í húsinu hafði
grun um æfintýri mín. Þvert á móti gerðu
allir sér háar hugmyndir um alvörugefni
mína og kostgæfni við nárnið. En ekkjan
gleymdi aldrei að tvílæsa herberginu með
eigin höndum og fela lykilinn.
Til þess að fara í kringum hina tor-
tryggnu móður fundum við Ophelia upp
ágætt ráð. Ráð, sem skyldi notað síðustu
nóttina.
Prófunum var lokið. Það var ráðgert, að
ég færi til Concepcion og hitti föður rninn
þar. A burtfarardaginn klukkan fjögur síð-
degis sté ég inn í vagn, sem var troðfullur
af pinklum, kössum og pokum. Vagninn
staðnæmdist úti fyrir dyrum ekkjunnar.
Ég stökk út til að kveðja. —
Ekkjan kom út í dyrnar ásamt dótt-
ur sinni, og eftir að ltafa faðmað }tær báðar,
steig ég aftur inn í vagninn. Þegar vagninn
beygði fyrir næsta horn, veifaði ég í gegnum
rykskýið, sem hestarnir þyrluðu upp af göt-
unni, hacti mínum í áttina til hinna tveggja
kvenna, sem ákaft veifuðu vasaklútum sín-
um.
Við hóteldyr í nánd við járnbrautarstöð-
ina sagði ég vagnstjóranum að staðnæmast.
Frá hótelinu sendi ég föður mínum skeyti
þess efnis, að ég hefði orðið strandaglópur,
en kæmi áreiðanlega með fyrstu lest morg-
uninn eftir. Ég iæsti mig inni í herbergi
mínu, opnaði töskurnar, tók upp Iteztu föt-
in sem ég átti, og fór í þau. Þá var klukkan
fimm. Ennþá varð ég að bíða í sjö stundir.
Eins og venjulega var stefnumót okkar á-
kveðið um miðnætti. Við gerðurn ráð fyrir,
að ekkjan, sem héldi mig vera í margra
míina fjarlægð, myndi spara sér það ómak
að læsa herberginu. Ég gætti þess vandlega
að iáta engan sjá mig. Ég þorði ekki að fara
út á götuna, inn í bjórstofuna, út. í garðinn,
forstofuna eða borðsal hótelsins. Fullur
kvíða og hálfruglaður gekk ég um gólf í her-
berginu. Ég reyndi að lesa, en bókstafirnir
runnu saman fyrir augurn mínum og líkt-
ust hvítri veru með hár, sem liðaðist niður
á bak. Að lokurn ákvað ég að leggjast upp í
rúm. Ég tók vekjaraklukkuna, dró upp
fjaðrirnar, stillti vekjarann á kortér fyrir
tólf og bjó mg sem bezt ég gat undir svefn-
inn.
ɰ' svaf til næsta da°s. ɰ' var vakinn tíu
o o o
mínútum fyrir átta, svo að ég hafði aðeins
tíma til að taka farangur minn og ná í lest-
ina. —
Presturinn: „Er það óbreytanlegur ásetningur
yðar að skilja við manninn yðar? Hugsið yður vel
um; mér sýnist hann vera elskulegur maður.“
Konan: „Já! Það er einmitt það sem að honum
er; þær eru að minnsta kosti 10 um hann.“
*
Konan: „Maðurinn minn er sannarleg fyrirmynd
annarra manna. Það er varla sá löstur til, sem
hann hefir ekki vanið sig af.“