Golf á Íslandi - 01.11.2001, Page 18

Golf á Íslandi - 01.11.2001, Page 18
GOLF Á í S L A N D I Kylfingum, félagsbundnum sem öðr- um, fjölgar enn. Þetta kemur ffarn í neyslukönnun Gallup ffá því í sum- ar. Samkvæmt niðurstöðum hennar má áætla að rúmlega tólf þúsimd íbúar á Is- landi hafi leikið golf í hverri viku leik- tímabilsins á síðasta ári. Tæplega 28 þúsund manns léku golf fimm sinnum eða oftar á tímabilinu, um 10% þjóðarinnar. 31 þúsund manns til viðbótar reyndu fyrir sér í íþróttinni, en þó sjaldnar en fimm sinnum. Yfir það heila er um að ræða tæplega sextíu þúsund manns. Þetta er gífur- legur ijöldi, eða rúmlega 20% þjóðarinnar. I upphafi þessa árs vom iðkendur innan Golf- sambands Islands orðnir 9.007. 1.990 þeirra vom konur og aðeins 175 þeirra 15 ára eða yngri á meðan drengir, 15 ára og yngri, vora 1.132. Samkvæmt félagaskrá á www.golf.is í október sl. var fjöldi félagsbundinna kylfinga innan Golfsambands Islands kominn upp í 9.960. Þeim þölgaði því um 963 á árinu 2001, sem er tæplega 11 % aukning, en hún hefur verið 12 - 15% nokkur ár á undan. 80 þúsund manns hafa áhuga á golfi I neyslukönnuninni voru þátttak- endur einnig spurðir um áhuga sinn á golfiþróttinni. 8% aðspurðra sögðust hafa mikinn áhuga á henni og 21% sögðust hafa nokkurn áhuga. 29% hafa því áhuga á golfi, samkvæmt niðurstöðunum. Sé þetta framreiknað með tilliti til mannfjölda má áæda að um 80 þús- und manns hafi áhuga á íþróttinni. Þetta er fólk sem er móttækilegt fyrir upplýsingum og skemmtiefni um golf. Er þá vikið að fjölmiðlum, sem em misjafhir í umfjöllun sinni um golf. Meðal áskrifandi að sjónvarpsstöð- inni Sýn leikur golf að jafnaði 1,77 sjnnum í mánuði (vegið meðaltal). Askrifendur Viðskiptablaðsins koma næstir, leika golf 1,44 sinnum í mánuði. Því næst kemur Stöð 2 með 1,3 skipti, Morgunblaðið með 1,2 og loks DV með 0,62. SJOVALJfTALMENNAR 18

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.