Golf á Íslandi - 01.11.2001, Síða 36

Golf á Íslandi - 01.11.2001, Síða 36
OLDUNGAR G o L F Á í S L A N D I HELGI DANÍELSSON SKRIFAR Á PALLI í ANNAÐ SINN Evrópumót karla 70 ára og eldri fór fram á Almanera á Costa del Sol dagana 12.-14. sept. s.l. Þetta var annað mótið fyrir þennan aldurshóp sem haldið er, en það fyrsta var haldið á Spáni í fyrra þar sem Island hafnaði í 3. sæti án forgjafar. Islenska sveitin náði mjög góðum árangri að þessu sinni, því hún hafnaði í 6. sæti án forgjafar og í 3. sæti með forgjöf. Það er ánægjulegt að þessi aldurshópur skuli þarna hafa fengið verðugt verkefni, því mikil aukning heíur verið á þátt- töku þeirra í mótum að undan- förnu og er það vel. Sveit Islands var að þessu sinni skipuð þeim Knúti Björnssyni GK, Janusi Braga Sigurbjörns- syni GL, Jóhanni Benediktssyni GS, Birgi Sigurðssyni GK, Karli Gunnlaugssyni GF og Þorbirni Kjærbo GS, sem jafnframt var liðs- og fararstjóri. Að þessu sinni sendu 9 þjóðir 14 sveitir til keppninnar, sem tókst í alla staði mjög vel, þar sem golf- völlur og allur aðbúnaður og framkvæmd mótsins var með miklum ágætum. Urslit mótsins urðu þessi. An forgjafar: 1. Spánn 659. 2. Frakk- Evrópukeppni eldri kvenna fór fram í Padova á Italíu dagana 2.-5. okt. s.I. og tóku íslensku konumar þátt í keppninni um Marisa Sgraravatti bikarinn. Þetta er fimmta árið sem Island sendir sveit til keppninnar. Sveit Islands skipuðu að þessu sinni þær Inga Magnúsdóttir GK, Ingibjörg Bjarnadóttir GS, Krist- ín Pálsdóttir GK, Sigríður Matthíesen GR og Sigrún Ragn- arsdóttir GK. Lucinda Gríms- dóttír GK var liðs- og fararstjóri. Ferðin tókst í alla staði mjög vel. Arangur sveitarinnar mjög góður og betri en áður. Það voru 10 þjóðir sem sendu sveitir í þessa keppni. Fyrstu tvo dagana er leikinn höggleikur, þar sem allar konurnar leika, en fjórar telja. Island varð í 6. sæti eftir högg- leikinn og lenti því í 2. riðli ásamt Belgíu, Hollandi og Spáni. Þriðja daginn er leikinn högg- leikur og var leikið gegn Belgíu og sigraði Island 3.5 - 1.5 . Holh and hafði betur gegn Spáni. A lokadeginum lék Island því við Holland og var það æsispennandi leikur, þar sem Island hafði betur 3-2 og hafnaði því í 5. sæti, sem er besti árangur sem íslensk sveit hefúr náð í keppninni. Konurnar léku mjög vel og hafa unnið sér land 674, 3. Noregur 678, 4. Þýskaland 685, 5. Portúgal 691, 6. ísland 701, 7. Sviþjóð 717, 8. Belgía 724, 9. Austurríki 736. Með forgjöf: 1. Spánn 571, 2. Noregur 587, 3. ísland 610, 4. Frakkland 615, 5. Þýskaland 616, 6-7. Austurríki og Svíþjóð 633, 8. Belgía 649, 9. Portúgal 651. Landsliðið sem keppti á Spáni, Janus, Jóhann, Þorbjörn, Birgir og Kar. A minni myndinni eru þeir reffilegir í I 5. sætí á Italíu veglegan sess í mótinu, eins og kom fram í máli frú Onnu Bouton, forseta Evrópusamtaka eldri kvenna við mótsslitin. Þær sýndu með aukinni reynslu hvers þær væru megnugar. I Róm 1999 urðu þær í 10. sæti og í Ósló 2000 urðu þær í 7. sæti, en bæði árin voru þátttökuþjóðir 12. Að sögn Lucindu Grímsdóttur liðs- og fararstjóra var veður frá- bært keppnisdagana og völlurinn einstaklega góður og fallegur. Hún sagði að mótið hefði í alla staði tekist rnjög vel, aðbúnaður keppenda eins og best verður á kosið og að Italir væru öðrum þjóðum gestrisnari. Úrslit mótsins urðu þessi: 1. Ítalía. 2. Frajtkland. 3. Sviss. 4. Þýskaland. 5. Island. 6. Holland. 7. Spánn. 8. Belgía. 9. Portúgal. 10. Austurríki. Næsta mót verður í Hollandi árið 2002, síðan í Þýskalandi 2003 áður en það fer fram á Is- landi árið 2004. 36 SJOVÁÖjFrALMENNAR

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.