Golf á Íslandi - 01.11.2001, Page 23

Golf á Íslandi - 01.11.2001, Page 23
GOLF Á í S L A N D I I 1 l " 1ÉM • ráfS^iL 4 á réttri braut | í®®[ m *2a V Það var æsispeanndi og dramtísk keppni milli þeirra Herborgar og Ólafar Maríu um íslandsmeistaratitilinn. Hér slær Ólöf inn á 18. flötina. Áhorfendur bíða spenntir. fjögur högg. Þá sló Ólöf María í vatnstorfæru og lék holuna á sjö högguni, tveimur yfir pari. Sext- ándu holuna léku þær síðan báð- ar á fintm höggum. A sautjándu var Herborg nálægt því að fá fugl eftir gott pútt úr flatarkantinum, fékk öruggt par. Ólöf María var ffaman við flötina og vippaði vel að holu, var ein- ungis um metra frá henni. Púttið misfórst hinsvegar og því var munurinn aðeins eitt högg þegar lokaholan ein var efrir. sautjánda og átjánda hola vallar- ins. Strax á fyrstu holunni dró til tíðinda. Herborg sló rúma tvo metra frá holu í innáhögginu, en Ólöf María fór yfir flötina, nokk- uð sem hún mátti alls ekki gera því þaðan var erfitt að vippa að holu. Ólöf María tapaði því höggi þar, en Herborg gerði sér lítið fyrir og setti púttið í fyrir fugli og tók strax tveggja högga forskot í umspilinu. A annarri holunni, eða þeirri sautjándu, tók hún einu járni miima en hún hafði gert í hefð- bundnum leik skömmu áður og sló örugglega fremst á flötina. Ólöf María lentí hinsvegar í erf- iðri stöðu hægra megin, gat ekki fundið nægilega góða fótstöðu í grjótinu þótt boltínn lægi þokka- lega. Högg hennar var of stutt, náði ekki yfir sandgryfjuna hægra megin flatar. I henni sló hún tvö högg og einpúttaði, Iék holuna á fimrn höggum, tveimur yfir pari. Herborg tvípúttaði og gekk því á átjándu brautina með fjögurra högga forskot, sem hún lét ekki af hendi og fagnaði fyrsta ís- landsmeistaratitli sínum . . . og það á heimavelli frammi fyrir dyggum stuðningsmönnum sín- um. Á meðan Herborg fagnaði var Örn Ævar Hjartarson í þann mund að breikka bilið á milli sín og keppinautanna enn frekar. Ólafur Már Sigurðsson hafði tapað fjórum höggum á tveimur holurn og tapað höggi tij viðbót- ar á sextándu braut, en Ólafur og Örn Ævar voru jafnir á fjórtándu holunni, áður en sá fyrrnefndi lenti í hremmingum. Líkt og Ólafcr Már lenti Harald- ur í vandræðum á hinni frægu fimmtándu. Þar tapaði hann tveimur höggum á meðan Örn Ævar náði fugli með vippinu góða. Þannig jókst munurinn á milli þeirra í fjögur högg og að- eins þrjár holur óleiknar. Á sautj- ándu flöt setti Örn síðan punkt- inn yfir i-ið með því að renna um átta metra pútti niður fyrir fugli. Efrir það var ljóst að einu sætin sem barist var um var hið annað og þriðja, þótt Örn Ævar hefði ekki beinlínis lokið átjándu hol- unni með glæsibrag, en hana lék hann á sex höggum. Haraldur varð annar á sjö yfir pari og Björgvin Sigurbergsson skaust upp í þriðja sætið, höggi þar á eftir, en hann lék á parip dag eins og félagi hans í Keili, Ulfar Jóns- son, sem varð í 8. - 10. sæti. Tryggvi Pétursson átti hinsvegar besta hring dagsins, 69 högg. Herborg var í betri stöðu eftir teighöggið, þar sem bolti Ólafar hafði rúllað út í brautarkantinn vinstra megin - í þykkt gras. Það- an sló hún fremst á flötina, en holan var skorin á mjög erfiðan stað, aftast á efri stall flatarinnar. Herborg hitti efri stallinn í inná- högginu og var í prýðilegu færi á að ná fúgli. Ólöf María púttaði ágætlega upp brekkuna, en boltinn fór eilítið upp fyrir holuna og því átti hún óþægilegt pútt fyrir höndum, þótt það væri ekki ýkja langt. Herborg púttaði síðan fyrir fugli, en dró ekki að holu. Hún náði síðan pari með góðu pútti og því gat Ólöf María tryggt sér sigur af um eins metra færi. En hallinn var mikill og boltínn sveigði framhjá holunni, hélt áffam ferðinni og nam ekki stað- ar fyrr en hann var kominn um tvo metra niður fyrir holuna. Þaðan varð Ólöf María að setja niður til að tryggja umspilið, sem hún og gerði, en tæpt stóð það. I umspilinu voru leiknar þriðja, Öm Ævar hoifir á eftir boltanum á 18. hol unni. Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með spennandi keppni sem sýnd var í beinni útsendingu Sýnar. sjqvadidalmennar 23

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.