Golf á Íslandi - 01.11.2001, Qupperneq 39

Golf á Íslandi - 01.11.2001, Qupperneq 39
GOLF Á í S L A N D I að skoða svona 150 til 200 bött, sem eru 300 til 400 íslenskar krónur. Golfbíll fyrir tvo kostar 500 bött - eða 1000 krónur - sem er 500 krónur á mann. Golf gerist ekki ódýrara og það er ein aðalástæð- an fyrir því að Thailand er að verða eitt mesta golfland í heim- inum.” Kjartan segir að^það væru 10 til 12 ár síðan að Islendingar fóru að fara til Thailands og Pattaya til að spila golf. „Fyrst var það lítill en fastur kjarni sem fór þangað á hverju ári og gera það enn. Fyrsta skipulagða golfferðin var aftur á móti farinn þangað lyrir fimm árum á vegum Sam- vinnuferða-Landsýnar og frá upphafi hafa þær notið mikilla vinsælda.” Vilja koma aftur Hann sagði að sl. vetur hafi hann verið á Thailandi í þrjá mánuði með 3 hópa eða um 150 manns, og sér hafi heyrst að þeir ætli allir að koma aftur til Thailands til að leika golf. Hann sagði að þrjár ferðir yrðu í boði til Pattaya í vetur - þar af ein sem yrði um páskana í hálfan mánuð en hinar væru 19 til 26 daga ferðir. Áfram yrði dvalið á Pattaya, enda úrval- ið mest þar af völlum og verðlag- ið best. Kjartan L. Pálsson í fríðu föruneyti á golffer- ðaráðstefnuryni í Thaílandi. Á myndinni hér fyrir neðan bregðili' hann á leik í skreyttum golfbíl. Fóru úr skónum við flötina , Þegar Kjartan Pálsson sá fínu flat- irnar á Springfield Hua Hin í sumar, rifjaðist upp fyrir honum saga af ferð ' íslenska landsliðssins, sem tók í fyrs- ta sinn þátt í Evrópumóti í Portúgal fyrir um þrjátíu árum. “I landsliðinu voru þá menn sem voru að spila í fyrsta sinn á golfvelli erlendis - Björgvin Þorsteinsson GA, Loftur Olafsson NK og fleiri. Þeir komu til Penína síðari hluta dags og fengu ekki að spila því klukkan var orðin of margt. Þeir gengu út að átjándu flöt- inni, svona til að skoða hana og sjá þessar útlendu flatir sem þeir höfðu svo mikið heyrt talað um. Þeir stóðu við flötina lengi vel, en þegar þeir loks lögðu í að stíga inn á hana fóru þeir úr spariskónum sem þeir voru í. Þeir höfðu aldrei séð neitt svona flott - ekki einu sinni teppin heima í fínu húsunum á Islandi. Þannig voru flatirnar á Springfield þegar ég kom á hann . . . en ég fór nú samt ekki úr skónum,” sagði Kjartan. í boðsferðinni á dögunum var Kjartani boðið ásamt ítópnum til Hua Hin og þangað hefði hann áhuga á að skreppa í vetur með golfhópana sína í tveggja til fjög- urra daga ferð. „Svæðið er fall- egt, en svolítið dýrara, enda mik- ið sótt af ríkara fólkinu. Þar eru sex meiriháttar golfvellir, þar af einn sem er með þeim allra fallegustu sem ég hef séð um dagana - og er ég þó búinn að sjá þá rnarga,” sagði Kjartan. „Sá heitir Springfield Hua Hin. Grasið á brautunum var svo flott að maður þorði varla að slá í boltann til að skemma ekki gras- ið - og þá var ekki að spyrja að flötunum. Þær voru eins og nýpússað parkett og hraðinn í þeim eftir því. Hann var í sérlega fínu standi því það var stórmót atvinnumanna á honum rétt áður og þeir vildu h'ka sýna okkur er- lendu gestunum fallegan völl. Starfsfólkið á vellinum - liðlega 200 manns - hafði farið um flat- irnar í hópum með pinsettur til að plokka upp strá sem uxu ekki rétt. Það er algeng vinna á flöt- um á völlum á Thailandi. Þetta er til marks um gæðin á golfvöll- unum í Thaílandi,” segir Kjartan L. Pálsson, fararstjóri hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn. Upplagt er að gefa sér tíma til brúna yfir Kwai. >v. ^ sjovadidalmennar 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.