Golf á Íslandi - 01.11.2001, Síða 54
GOLF
Á í S L A N D I
Dómur kveðínn upp í sænsku skaðabótamáli - Arnljótur Björnsson segir frá því er Svía var...
Sfefnt fyrir húkk!
Sem betur fer virðist ekki
vera mikið um slys á golf-
völlum hér á Iandi. Slys get-
ur þó orðið, ef kylfingur slær
annan leikmann, þegar hann
hyggst slá boltarm eða tekur æf-
ingahögg. Ekki þarf heldur að
fjölyrða, að illa getur farið, ef
golfkúla skellur af miklu afli á
fólki eða munum. Hingað til
mun hafa verið ffemur fátítt hér
að gerðar séu skaðabótakröfur
vegna tjóns, sem hlýst af þessu.
Þó eru þess ýmis dæmi.
I Svíþjóð féll fyrir nokkrum árum
dómur um golfleikara, sem var svo
óheppinn, að bolti ffá honum olli
skemmdum á bíl. (Dómurinn er
birtur í dómasafhinu Nytt Juridiskt
Arkiv árið 1993, bls. 149.) Þar sem
dómar urn þetta efhi eru fátíðir og
þetta mál er forvitnilegt fyrir
golfleikara verður það gert að um-
talsefni hér. Fyrst verður farið örfá-
um orðum um hvemig skaðabóta-
skylda stofhast að lögum.
Til þess að maður verði dæmdur til
að greiða skaðabætur fyrir tjón
verður að sýna fram á, að hann eigi
sök á tjónsatvikinu. Frá því eru
undantekningar, sem ekki skipta
máli hér. Tjónþola nægir að sanna,
að tjónið sé afleiðing ógætilegrar
hegðunar tjónvalds. I lögfræði
merkir ógætileg eða óvarleg hegð-
un nokkurn veginn það sama og í
daglegu máli. Þegar lögfræðingar
fjalla urn skaðabótarétt er ógætni
oftast nefhd gáleysi. I því felst, að
maður hafi gert eitthvað, þótt hann
hefði átt að sjá, að athöfn hans gæti
líklega valdið umtalsverðri hættu á
tjóni á mönnum, munum eða öðr-
um hagsmunum annarra. Dóm-
stólar meta hverju sinni effir atvik-
um, hvort tiltekin athöfh sé ógæti-
leg og er þá bæði litið á gerðir
tjónvalds og hlutdeild tjónþola í at-
vikum, sem orsökuðu tjónið, ef
hún er einhver.
Það, sem nú hefur verið sagt, gildir
yfirleitt um flest það, er menn taka
sér fyrir hendur. Þó kemur fyrir, að
kröfur, sem dómstólar gera til
manna um aðgæslu, eru ýmist vægj
ari eða ríkari en almennt gerist. A
þetta við um nokkur athafnasvið.
Dómstólar gera t.d. að jafnaði
strangari gætnikröfur en annars,
þegar þeir fjalla um bótaskyldu
vegna vinnuslysa. Hins vegar má
gera ráð fyrir, að kröfur séu vægari
en ella, þegar dæmt er um tjón,
sem einn þátttakandi í íþróttum og
leikjum veldur öðrum leikmanni,
eins og nánar kemur ffam í 3. kafla
hér á effir.
Málsatvik
R lagði fólksbíl, sem hlutafélagið B
átti, á bifreiðastæði golfklúbbs í
Trelleborg í Svíþjóð. Stæðið er rétt
norðan við vallarmörkin, eins og
sést á grófri teikningu, sem fylgir
grein þessari.
Þegar R var ásamt fjölskyldu sinni
að taka golfdót úr bílnum lenti
golfbolti á honum og skemmdist
hann nokkuð. Maður að nafni Ulf
(hér á eftir nefndur Úlfur) hafði
slegið boltann frá 3. braut vallarins
með fyrrgreindum afleiðingum.
Par á brautinni er 4 og hún er
rúmlega 300 m löng. Brautin
sveigir um 45° til vinstri um það bil
160 m frá teig. Vallarmörk rnunu
vera nálega 20 m ffá jaðri sleginnar
brautar.
Teighögg Úlfs misheppnaðist. Fór
boltinn aðeins um 50 m og lenti á
sjálfri brautinni um 5 m til vinstri
við rétta stefnu. Þaðan sló hann sitt
annað högg á brautinni og notaði
fimm-tré. Kvaðst hann þá hafa
miðað á flötina í stefnu meðfram
vallarmörkum. Boltinn fór fyrst
beint áfrarn, en beygði svo til vin-
stri (“húkk”) og haínaði á bílnum.
B höfðaði skaðabótamál gegn Úlfi
og reisti kröfu sína á því, ao Úlfur
ætti sök á óhappinu, þar sem hann,
í ljósi þess að teighöggið mistókst
og að fólk var sýnilegt á bifreiða-
stæðinu, hefði ekki átt að tefla í tví-
sýnu með því að slá boltann með-
fram vallarmörkum, heldur átt að
miða innar á brautina. Úlfur, sem
leikið hafði golf í 26 ár og hafði 15
í forgjöf, krafðist sýknu. Hann bar í
fyrsta lagi fyrir sig, að það að hann
hefði “húkkað” sýndi ekki, að hann
hefði gerst sekur um gáleysi. Orsök
þess að svo fór væri sú, að kylfan
hafi ekki lent alveg beint á boltan-
um, en slíkt gæti ekki talist til gá-
leysis. Hann hefði farið að eins og
venja væri til og^efdr leikreglum. I
öðru lagi benti Ulfur á, að við inn-
keyrsluna að golfvellinum og bif-
reiðastæðinu hefði verið skilti með
áletrun, þar sem varað var við, að
tarna væri golfvöllur og sagt að
teir, sem færu inn á svæðið, gerðu
tað á eigin áhættu. Varúðarskiltið
skipti máli, ef rétturinn féllist á, að
skaðabótaskylda væri fyrir hendi.
Biffeiðarstjórinn hefði lagt á stæð-
inu, þrátt fyrir þessa aðvörun og
hefði þannig vitandi vits tekið á sig
áhættu af tjóni, sem kynni að
verða.
Eins og fram er komið var aðal-
deiluefinið í málinu tvennt. Annars
vegar, hvort Úlfur ætti sök á tjón-
inu með því að slá eins og hann
erði og hins vegar, hvort gerðir
ifreiðarstjórans ættu að leiða til
lækkunar bótafjárhæðar eða jafhvel
sýknu.
Málið fór fyrir héraðsdóm, þaðan
fyrir svonefndan hofrétt og loks
fyrir Hæstarétt Svíþjóðar. A öllum
dómstigum var Ulfur dæmdur til
að greiða kröfu biffeiðareigandans
að ftillu, enda þótti R ekki hafa ver-
ið meðvaldur að tjónsatvikinu. I
Plæstarétti stóðu fjórir dómarar að
álitri réttarins, en eirni hæstaréttar-
dómari áleit rétt að sýkna Úlf. For-
sendur dómsins fara hér á eftir í
aðalatriðum.
Rökstuðningur Hæstaréttar
Svíþjóðar
Þegar einhver skaðar við íþrótta-
iðkun utanaðkomandi mann eða
veldur skemmdum á hlutum eins
og í þessu máli, koma við mat á sök
hans til athugunar nokkuð önnur
sjónarmið en þegar tjónið bitnar á
öðrum leikmanni eða áhorfanda.
Akveðin atriði, sem leitt geta til
sýknu, ef annar leikmaður bíður
tjón, skipta venjulega engu máli,
þegar utanaðkomandi þriðji maður
á í hlut. Hér er fyrst og ffemst átt
við, að tjónþoli, sem sjálfur hefur
tekið þátt í leiknum, verði álitinn
hafa tekið á sig vissa hættu á að
bíða tjón. En hér er einnig haft í
huga, að þegar meta skal fram-
komu eins þátttakanda gagnvart
öðrum, getur kappsemin orðið
leikmanni til afsökunar, verði hon-
um eitthvað á í hita leiksins. Varð-
andi ábyrgð íþróttamanns gagnvart
utanaðkomandi manni standa al-
mennt ekki rök til að víkja frá
venjulegu sakarmati.
Golf er öðrum þræði hættuleg
íþrótt vegna þess að menn eða
munir, sem verða fyrir golfkúlu
eta skaddast mikið. Leikmanni
er að haga leik sínum með tilliti
til þess, að í íþróttinni felast vissar
hættur.
I golfi er ekki óvanalegt, að leik-
manni fatist, þegar hann slær, þan-
nig að boltinn taki aðra stefiiu en
ætlað var. Sú stefna, sem Ulfur
valdi, eftir að boltinn hafði fallið
nálægt ystu vallarmörkum eftir
fyrsta höggið á 3. braut, leiddi til
þess að bifreiðastæðið varð innan
þess svæðis, sem boltinn gat lent á,
ef annað höggið misfærist. Þess
vegna hefði Ulfur átt að gera ráð
fyrir, að bíllinn á stæðinu gæti
skemmst. Hann hefði getað afstýrt
tjóni með því að velja aðra skot-
stefnu, þó að það hefði getað kost-
að hann eitt högg til viðbótar.
Samkvæmt framansögðu taldi
meiri hluti Hæstaréttar Svíþjóðar,
að Úlfur hefði hegðað sér gáleysis-
lega. Með vísun til þess og þar sem
R þótti ekki hafa verið meðvaldur
að tjóninu var dómur hofréttarins
staðfestur.
Sératkvæði minni hlutans
Eins og áður segir var einn hæsta-
réttardómari annarrar skoðunar en
meiri hlutinn. Sá dómari taldi rétt
að sýkna Úlf af skaðabótakröfunni.
Segir nú frá helstu atriðum sérat-
lcvæðis hans.
í þessu máli þarf ekki að fjalla um
skyldur, sem hvíla á golfleikara til
að koma í veg fyrir slys á fólki. Við
54
ífiifc
SJOVALjnALMENNAR