Golf á Íslandi - 01.11.2001, Qupperneq 55
GOLF
A I S L A N D I
golfvelli eru oft mannvirki, sem
fyrst og fremst eru ætluð þeim,
sem þar leika golf, t.d. klúbbhús,
söluturnar, áhaldageymslur og bif-
reiðastæði. Segja má, að slík mann-
virki séu á hættusvæði, ef högg
misferst þannig að bolti, sem sleg-
inn er í námunda við þau, tekur allt
aðra stefcu en ætlað var. Sú hætta
er almennt þekkt meðal eigenda og
notenda mannvirkjanna.
Golfleikari, sem reynir að slá bolta
í rétta átt, þ.e.a.s. yflrleitt áleiðis að
flötinni, og fylgir að öðru leyti
gildandi leikreglum, ætti, þótt
boltinn fari af leið, almennt að geta
gert ráð fyrir að verða ekki bóta-
skyldur vegna eignaspjalla gagnvart
eigendum eða notendum nefadra
mannvirkja, sem tilheyra vellinum.
Oðru máli gegnir, ef fyrir hendi
eru sérstakar aðstæður, svo sem
lega boltans, vindur eða nálæg
hindrun. En almennt verða ekki
gerðar eins strangar kröfar um að-
gæslu og eiga við, þegar leikurinn
hefur í för með sér hættu á slysi á
mönnum eða skemmdum á hlut-
um, sem ekki tengjast golfvellin-
um.
Fram er komið í málinu, að vegna
þess að teighögg Ulfs mistókst,
þurfti hann að slá boltann nálægt
ytri mörkum vallarins og að bif-
reiðastæðið var innan þess svæðis,
sem illa sleginn bolti gat lent á, ef
miðað var á flötdna. Eftir því, sem
leitt er í ljós, var hættan þó ekki
verulega meiri en sú, sem sam-
kvæmt eðli málsins fylgir venjuleg-
um golfleik nærri mannvirki, sem
beinlínis tengist golfvellinum. Til
dæmis má ráða af skissum af vellin-
um, að bolti getur einnig hæglega
lent á bifreiðastæðinu eftir mis-
heppnað högg af teignum.
Að mínu áliti verður því ekki talið,
að Ulfur hafi gerst sekur um gá-
leysi með því að reyna að slá bolt-
artn í átt að flötinni. Eins og tekið
er fram í héraðsdómi verður ekki
heldur metið honum til gáleysis að
kylfan lenti ekki rétt á boltanum.
Athugasemdir um sakarmatið
I dóminum og sératkvæðinu eru
færð rök fyrir tveiinur andstæðum
niðurstöðum. Meiri hlutinn lítur á
tjónþola sem utanaðkomandi
mann og telur, að tjónvaldur eigi
þess vegna ekki að njóta vægs sak-
armats eins og við ætti, ef hann
hefði meitt áhorfanda (innan vall-
ar) eða mann, sem bíður tjón við
að taka þátt í leiknum. Kemur
skýrt fram í dóminum, að í málinu
eigi við venjulegar kröfúr um aðgát
eða með öðrum orðum hvorki
meiri né minni en almennt gerist í
skaðabótamálum.
Hins vegar metur minni hlutinn
gerðir Ulfs í Ijósi þess, að skaðinn
varð á hlut, sem var á stað, er beint
tengdist golfvellinum, þó hann
væri utan vallarmarka (“out of
bounds”).
Dómararnir álitu það í sjálfu sér
ekki vera gáleysi að Ulfar “húkk-
aði”. A það geta víst flestir kunn-
ugir golfi fallist, því að í þeirri
íþrótt er daglegt brauð, að menn
“slæsi” eða “húkki”, þótt menn
geri allt, sem í þeirra valdi stendur,
til að slá þannig að boltinn fari
beint áfram og haldi réttri stefau.
Vel er þekkt, að sums staðar er
leikið nálægt vallarmörkum og víða
liggja brautir allnærri hverri annar-
ri, þannig að bolti getur lent utan
vallar eða brautar, þar sem staddir
eru vegfarendur eða golfleikarar á
öðrum brautum eða flötum. Að-
stæður eru oft þannig, að vart er
unnt að ætlast til, að maður stöðvi
leik eða miði annað en í eðlilega og
venjulega stefnu áleiðis að holu,
eingöngu vegna möguleikans á að
högg mistakist algerlega. Hér má
spyrja hvort golfleikara yrði t.d.
talið saknæmt, ef bolti frá teig-
höggi á 12. braut á Grafarholtsvelli
meiðir mann á 11. flöt? Sama
spurning getur komið upp, ef sleg-
ið er frá 4. teig og boltinn hæflr
mann, sem er að “chippa” inn á 9.
flöt, eða starfsmann Orkuveitu
Reykjavíkur, sem ædar að huga að
vatnsbóli og er staddur alllangt frá
venjulegri skotstefau. Hvert annað
en beint áffam á gætinn maður að
miða, þegar hann slær upphafs-
högg á fyrsta teig á nefadum velli,
ef menn standa á stéttinni við golf-
skálann og leikmenn eru að pútta á
2. flöt? Yrði hann álitinn sekur, ef
slys hlytist af, og vísað til þess, að
hann hefði átt að bíða eftir að
mennirnir væru farnir burt? Eins
má spyrja, ef bolti frá fyrsta teig
skemmir t.d. sendibíl, sem verið er
að losa í sundinu milli skálans og
golfverslunarinnar. Menn geta velt
fyrir sér, hvort hegðun Ulfs hins
sænska hafi verið varhugaverðari
en leikmanna í þessum tilbúnu
dæmum frá Grafarholti. Ef tjón-
valdur yrði á annað borð talinn
hafa gerst sekur um gáleysi er hins
vegar sérstakt álitaefai, hvort bóta-
réttur leikmanns yrði vegna svo-
nefndrar áhættutöku rýrari en ut-
anaðkomandi tjónþola eða jafavel
enginn.
I öðrum tilvikum geta aðstæður
verið ólíkar, þannig að tilefai sé til
að bíða með að slá eða haga leik
öðru vísi vegna tímabundinnar
hættu, til að mynda þegar menn
utarlega á nærliggjandi braut koma
gangandi á móti fyrirhugaðri skot-
stefau leikmanns eða ef golfari sér,
að maður gengur eða bíl er ekið
þvert á skotstefau. Sama á t.d. við
þegar leikið er nærri fólki, sem er á
skemmtigöngu á gangstíg sjávar-
megin á mörkum Korpúlfsstaða-
vallar. Taki golfleikari ekki tillit til
atvika sem þessara, erfiðra veður-
skilyrða eða annarra hættulegra að-
stæðna, verður það metið honum
til gáleysis og hann dæmdur bóta-
skyldur vegna tjóns, sem af því
hlýst, nema tjónþoli hafi með eigin
hegðun fyrirgert rétti sínum til
bóta.
Ekki er ólíklegt, að mörgum
golfleikurum komi á óvart, að nær
allir dómarar á þremur dómstigum
telji óvarlegt af Úlfi að hafa slegið
boltann í þá stefau, sem fyrr grein-
ir. Aður er komið fram, að Ulfar
var vanur golfleikari með 15 í for-
gjöf. Oðru máli gegnir um byrj-
anda, sem veit að hann hefar tak-
nvarkað vald á boltanum. Þótt mið-
að sé við að tjónþoli í þessu máli sé
utanaðkomandi maður og því eigi
við venjulegt sakarmat, en ekki
sjónarmið um vægt mat, virðist
nokkuð strangt að telja saknæmt,
að maður með leikgetu XJlfs reyni
að slá meðfram vallarmörkum
beint áleiðis að flöt, þegar engin
sérstök hætta er á ferðum. Sá, sem
þetta ritar, er ekki einn um þá
skoðun, að í þessu máli hafi dóm-
arar gert injög ríkar kröfar til að-
gætni af hálfa golfleikarans.
Um varasöm bifreiðastæði
Hæstiréttur Svíþjóðar leggur eins
og fyrr er getið áherslu á sérstöðu
utanaðkomandi manna, sem verða
fyrir tjóni af völdum golfleiks. (I
héraðsdóminum er berurn orðum
tekið ffam, að R verði talinn alveg
utanaðkomandi maður, af því að
hann var utan vallar og ekki enn
byrjaður að leika.) Bíllinn, sem
skemmdist, var í eigu hlutafélags. I
dóminum er ekki greint frá sam-
bandi þess og umráðamanns bíls-
ins. Umráðamaðurinn var kominn
þangað til að leika golf og bifreiða-
stæðið var áreiðanlega fyrst og
fremst ætlað mönnum í þeim er-
indagerðum. Honum hlaut að vera
ljóst, að golfboltar gátu flogið yfir
vallarmörk og inn á stæðið. Auk
þess var á sérstöku skilti varað við
þeirri hættu. Slík vitneskja tjónþola
eða manns, sem hann ber ábyrgð á,
getur þó almennt ekki leitt til
sýknu, þegar bíll á stæði skemmist
af völdum gáleysis golfleikara.
Hins vegar geta tengsl bifreiða-
stæða og annarra mannvirkja við
golfvöllinn haft áhrif á mat dómara
á, hvort tjónvaldur teljist hafa átt
sök á tjóninu, eins og fram kemur í
sératkvæði þess hæstaréttardómara,
sem var í minni hluta.
Hitt er svo annað mál, hvort golf-
klúbbnum hefði vegna nálægðar
stæðisins við brautina verið skylt
að gera varúðarráðstafanir, t.d.
með því að koma fýrir neti eða þét-
tri girðingu til varnar fljúgandi
boltum. Skortur á slíkum öryggis-
búnaði gæti varðað bótaskyldu, en
golfklúbbnum var af einhverjuin
ástæðum ekki stefat í málinu. Meta
yrði hverju sinni í Ijósi allra að-
stæðna, hvort hætta utan vallar á
slysum eða skemmdum af boltum
frá golfvelli sé svo mikil, að ástæða
sé til að grípa til sérstakra vamar-
aðgerða. Líka má ætla, að klúbbi
geti verið skylt að girða eða setja
upp net innan sjálfs vallarins, ef þar
hagar svo til á einhverjum stöðum,
að óvenju hætt sé við að leikmenn
verði fyrir bolta, t.d. þar sem tveir
teigar liggja saman eða flöt á einni
braut er stutt frá teig á annarri og
nærri skotstefau þaðan.
E.t.v. er eðlilegrar lausnar álitamáls
af þessu tagi ekki að leita í sænsku
dómunum. Er kjarni málsins ekki
sá, hvort hin eiginlega orsök
óhappsins var vanbúnaður af hálfa
golfklúbbsins, en hvorki óvenjuleg
né óvarleg hegðun golfleikarans?
55